3.8.2013 | 10:26
Heilun heilbrigðiskerfisins
verður aðeins möguleg að mínu áliti með afnámi sovétskipulagsins sem þar ríkir.
Það er útilokað að svona steintröll gangi öðruvísi en með sífelldum erfiðleikum. Það verður að koma á valkvæðni í kerfinu þar sem samkeppni ríkir.
Fyrsta skrefið er að endurreisa sjúkrasamlögin þar sem heilbrigðir borga fyrir sjúka með iðgjöldum. Síðan kaupa sjúkrasamlögin aðgerðir og þjónustu á markaði. Ríkið leggur til allar fasteignir og tæki sem tl eru gegn afnotagjaldi. Verktakar á heilbrigðiskerfi, svipað og önnur verktakafyrirtæki eins og Ístak eða ÍAV myndast til að reka þjónustur. Þeir bjóða einingar í samkeppni hver við annan. Engar flóknar útboðs-og gæðakerfalýsingar skrifaðar af sérvöldum aðilum til stýrar verkunum í hendur fyrirfram ákveðinna aðila heldur aðeins leitað eftir fullnægjandi lausnum. Þetta er sú leið sem fært getur heilbrigðisstéttunum sem nú eru í sífelldri kjarabaráttu betri kjör og sjúklingunum betri þjónustu.
Þetta er eina leiðin ef hægt á að verða að halda uppi góðri heilbrigðisþjónustu fyrir allan almenning.Við getum ekki náð sífellt meira fjármagni með hækkun skatta tl að viðhalda sovétinu sem nú ríkir. Hér áður fyrr varð fátækt fólk eins og afi minn og amma að leggja aleiguna fram á gamalsaldri til að koma ömmu á spítala í Danmörku. Það var engin aðstaða til í landinu til að lækna hana fárveika og hún varð að liggja langlegur í heimahúsum meðan hún var að ná sér. Þetta viljum við ekki aftur.
Fyrsta skrefið er fjárhagsgrundvöllur með sjúkrasamlögum og síðan efling lækninga og hjúkrunarfyrirtækja sérmenntaða fólksins. Allir munu hagnast við slíka heilun heilbrigðiskerfisins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Spurt er
Viltu breyta klukkunni?
Hvaða fyrirmenni treystirðu best ?
Athugasemdir
Ég tek undir með þér Halldór.
Guðmundur Pálsson, 3.8.2013 kl. 12:11
Takk fyrir Guðmundur læknir. Það er mér mikils virði að þú telur mínar skoðanir ekki fráleitar.En ég er hræddur um svona breytingar séu ekki á næsta leiti. Hagsmunanetið er víðfemt og margslungið og svo líður fólki svo vel innan í því sem þiggjendur að þeir glata yfirsýninni.Hversvegna að laga það sem ekki er bilað spyr Murphy?
Halldór Jónsson, 3.8.2013 kl. 15:16
Er menntunarfyrirkomulagið hluti sovétskipulagsins?
"Vel menntaða unga fólkið okkar er dýrmætasta auðlind þjóðarinnar" er auðvitað ofnotaður frasi, EN... Ef ég hef skilið rétt, þá fær ekki hver sem þess óskar að nema læknisfræði í HÍ / LHS. Námskostnaður þeirra sem hnossið hljóta, virðist mér einkum felast í kaupum á bókum og öðrum námsgögnum auk skráningargjalda og uppihalds á námstíma.
Berum saman tvær stéttir, sem eru í störfum sínum með líf landans í lúkunum og er ætlað að lenda okkur farsællega: - lækna og atvinnuflugmenn -
Aðstæður atvinnuflugnema hafa verið þær að, auk bóklegs náms, greiða þeir jafnvel tugi þúsunda í leigu fyrir afnot af flugvél fyrir hvern flugtíma og greiða flugkennara sínum laun að auki. Flugkennarinn bókfærir síðan flugtímann sem sína flugreynslu - en á kostnað flugnemans.
Þetta má hugsa sér að samsvaraði því t.d. að læknanemi greiddi í hvert sinn fyrir afnot af skurðstofu ásamt launum fyrir handleiðslu prófessors í skurðlækningum.
Mér finnst eðlilegt að sá sem greiðir dýrt nám úr eigin vasa og ber að auki uppi framhaldsnám kollega sinna (flugkennaranna) hafi frjálst val um hvar í heimi starfsvettvangur er valinn...
...en velti fyrir mér hvort sama gildi fyrir þá sem hlotnaðist aðgangur að dýru námi á kostnað skattgreiðenda - og urðu hluti af "dýrmætustu auðlind þjóðarinnar"
Þorkell Guðnason, 3.8.2013 kl. 18:05
Nokkrar athugasemdir.
Í fyrsta lagi er það hvað verður um þá sem borga ekki í sjúkrasamlög eins og til dæmis einyrkjar, ellilífeyrisþegar, öryrkjar og þeir sem einfaldlega vilja það ekki?
Munum við hin þurfa að borga fyrir þau?
Hvernig mundum við tryggja það að verktakanir misnoti ekki aðstöðu sína með því að senda fólk í heilmikið af óþarfa rannsóknum og aðgerðum á kostnað samlagsins(okkar)?
Þetta er þekkt í USA og er ein af tveimur helstu ástæðunum fyrir dýru kerfi hjá þeim.
Hversvegna á ríkið að vera í því að kaupa fasteignir og búnað undir þetta. Ef gróða parturinn á að vera einkavæddur þá er það út í hött að ríkið eigi að niðurgreiða allt í kringum stofnkostnaðin.
Hvað með aðgerðir og rannsóknir sem eru að öllu líkindum ekki hagkvæmar fyrir einkafyrirtæki að taka að sér. Verður ekki meira að því að einstaklingar verði sendir erlendis í meðferð þar að leyðandi?
Í sannleika sagt lítur þetta dálítið út fyrir að vera eins og lífeyrissjóðskerfið þar sem í staðin fyrir að borga skatta til ríkisins þá borgum við de facto skatta til óháðs batterís þar sem svipað fólk og er yfir lífeyrissjóðunum mun líklegast fara í sama ruglið án þess að við greiðendurnir getum haft fullnægjandi eftirlit með því.Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 19:29
Keli, þetta er skarplegt hjá þér sem oft áður. Absúrditetið blasir við.
Halldór Jónsson, 3.8.2013 kl. 19:49
Elfar, ég skil ekki hvaða erindi þú átt við mig sem hefur læst sínu bloggi þannig að ég veit ekkert um þig.
Ég mun ekki taka afstöðu til þinna skrifa við þær aðstæður.
Halldór Jónsson, 3.8.2013 kl. 19:51
Sæll Halldór,
Ég skráði mig á blog.is eingöngu til að einfalda skrif mín við aðra bloggara en ekki til að skrifa mín eigin blog. Getur farið þangað núna ef þú villt og séð afar tóma síðu.
Ef þú hefur áhuga þá er ég kerfisfræðingur og vinn í kringum tölvukerfi heilbrigðisstofnana og hef því ágætlega mikin áhuga á rekstrarformi heilbrigðiskerfisins.
Mig langar líka að benda á að ég er ekki að segja að hugmyndin er vond heldur að það eru annmarkar sem þarf að líta á með málefnalegum hætti.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.8.2013 kl. 21:24
Ágæti bloggvinur,Halldór !
Ég neyðist til að taka undir með Elfari í þessu máli. Við höfum því miður dapra reynslu af fákeppni í skyldu máli, en þar á ég við fákeppnina á lyfjamarkaði, þar sem tveir risar hafa einkum komið við sögu, Lyfja og Lyf og Heilsa ?
Ég er samt ekki á móti samkeppni, ef sett eru lög af skynsemi eða gerðar eru breytingar á lögum, sem gölluð reynast.
Ný-Sjálendingar settu fyrir aldamót lög,sem gerðu lyfsölu frjálsa.Þar mynduðust fljótlega tveir stórir lyfjahringir, sem skiptu með sér markaðnum bróðurlega.
En Ný-Sjálendingar brugðust fljótt við og breyttu lyfjalögum sínum í þá veru að aðeins fimm apótek mættu stofna til einingar um lyfsölu !
Lyfjasala á Nýja-Sjálandi hefur verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar eftir breytingarnar nema á Íslandi, þar sem fákeppnin blómstrar sem aldrei fyrr.
Með kveðju, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 4.8.2013 kl. 06:09
Elfar Aðalsteinn
Ég er fyllilega sáttur við þínar útskýringar. Ég er líka vel dús við ínar athugsemdir þar sem þær eru greinilega skrifaðar af þekkingu.
Sömuleiðis er ég dús við skrif vinar míns Kristjáns og ykkar sameiginlegu efasemdarpunkta.
Ég reyndi einu sinni að komast inn á heilbrigðiskerfið með tilboð í allskyns vörur á heilbrigðiskerfi. Ég raka mig á steinvegg. Þetta var harðlæst kerfi þar sem aðeins útvaldir voru.
Sjúkrasamlögin verða skylda fyrir alla að vera í eins og skattskylda til RÚV. Vandamálið verður auðvitað stjórnunin þar sem gamlir flokkshestar verða auðvitað legío. Spillingin sem fylgir innrás peningaaflanna inn á lyfjamarkaðinn hérna blasir auðvitað við og má þá hugsa til Nýja-Sjálands.
Auðvitað er spillingin vandamál sem upp mun koma bæði í aðgerðum og ímynduðum aðgerðum. Réttindamissir er hugsanlega úrræði sem beita má í fælingarskyni. En við megum ekki fyrirfram gefast upp fyrir því að þetta sé ekki hægt.
Elfar, þegar ég segi að ríkið leggi til húsnæðið þá er ég að hugsa til þess húsnæðis sem við eigium nú þegar og verðum auðvitað að nota. Auðvitað sé ég ekki alla þessa leið á enda bara hálfvitur á heilbrigðissviði þar sem ég hef aldrei á spítala komiðí eigin erindum, 7,9,13. Mín sýn er bara sú að við verðum að komast út úr núverandi sovétkerfi kjaradeilna og vandamála því tengdu. Taka í það minnsta svo mikinn hluta af vandamálinu úr því sem við getum. Auðvitað tekst það ekki á einni nóttu. En vilji er allt sem þarf, --og oft það eina sem vantar.
Halldór Jónsson, 4.8.2013 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.