Leita í fréttum mbl.is

Fyrir hverja er skipulag

eins og það sem Gnarristarnir eru að koma yfir Reykjavík með aðstoð Gísla Marteins?

Ég hlýddi á viðtal við Júlíus Vífil Ingvarsson á Útvarpi Sögu í gær. Hann benti á að skipulagsbreytingarnar sem framantaldir aðilar beita sér fyrir miðar allt að því að efnaminna fólk leiti til annarra bæjarfélaga eftir aðsetri. Byggingar á byggðaþéttingarsvæðunum í Reykjavík, svo sem hafnarsvæðinu og á flugvallarsvæðinu muni verða svo dýrar að barnafólk muni ekki ráða við það. Ég sá auglýst fermetraverð frá 400.000-700.000 kr. í slíkum svæðum. Ennfremur heyrðist mér Júlíus segja að ekkert einbýlishús væri áformað að reisa í borginni á næstu árum.

Ef ég man rétt frá okkar hjóna ungu dögum var það efst á óskalistanum hjá okkur með ung börn að eignast bíl svo bið kæmumst með börnin á gras úr leigukjallaranum sem við bjuggum í. Reiðhjólin voru löngu gleymd leiktæki bernskunnar og engum datt í hug að það væri samgöngutæki fyrir aðra en sérvitringa.Og maður var vaxinn upp úr mótorhjólatíma stúdentsáranna. Bíllinn var fjölskylduarininn sem fór í ís-pylsu-kók túrana um helgarnar. Konan var ófrjáls fyrr en við gátum komið upp bílskrjóð nr.2 fyrir hana og krakkana meðan kallinn var í vinnunni. Þá lá maður í forinni á kvöldin fyrir utan húsið í þeim bílaviðgerðum sem maður réði við enda bílarnir einfaldari þá en núna.

Þetta reiðhjólakjaftæði sem dynur á manni sýknt og heilagt sem lausn á lífstíl ungs fólks er mér óskiljanlegt. Einkabíllinn er það sem þjóðfélagið gengur á og það er svívirða hvernig ríkið gerir notkun hans jafn erfiða og raun ber vitni. Á sama tíma sem stjórnmálamennirnir ljúga því að þeim þyki ekki um neitt vænna en ungar einstæðar mæður með ung börn, þá okra þeir á bensíni og bílum sem gera líf þeirra erfiðara.

Reiðhjól og rómantík? Sveiattan.

Fyrir hverja er skipulag borga? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Væri ekki enn betra ef fólk gæti fundið grasblett í göngufæri?

Það er enginn að hatast útí bíla. En bílar og samgöngumannvirki eru óhemju plássfrek. Og bílar eru óhemju dýrir, og vær dyr´ri þó svo skattar þa éim væru lægri. En einhverja skatta þarf nú, því einhvernveginn þarf ða borga fyrir allt malbikið.

Ég bý í Laugarnesi í fjórbýlishúsi, og þar sem betur fer fækkar þeim fjölskyldum sem eru með tvo eða fleiri bíla, því það er einfaldlega ekki pláss fyrir alla þessa bíla. (Nema í þeim húsum þar sem malbikað er yfir fremtri hluta garðsins, sem snýr útí götu).

Hvað skyldi kosta bara viðgerðir á malbiki árlega á höfuðborgarsvæðinu, eftir nagladekkjaslit? Hálfan milljarð?

Einar Karl, 6.8.2013 kl. 14:23

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ég hjólaði næstum daglega þau fjögur ár,sem ég bjó í Danmörku við nám. Reyndar var það á Stór-Kaupmannahafnar svæðinu. Munurinn á Kaupmannahöfn og Reykjavík í aðstöðu til hjólreiða er gríðarlegur; þó ekki væri nema landslagsins, en einnig vegna hönnunar samgöngukerfanna frá upphafi !

Borgaryfirvöld ættu að fara gætilega í "að hjólvæða" gömlu Reykjavík vegna kosninga að vori komanda, því að það skipulag, sem "Gnarr-Sttjórnin" er búin að samþykkja í trássi við meirihluta borgarbúa, er algjört klúður.

Reykjavík getur aldrei orðið reiðhjólaborg nema í úthverfum ! Menn verða að vera raunsæjir, berja ekki hausnum við steininn og rasa ekki um ráð fram !

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 6.8.2013 kl. 19:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég hefði nú haldið að hálka og snjó-fergja íþyngdu hjólreiðafólki meira. Kannski eru komin nagladekk á þau eða bara keðjur þegar verst árar.

Helga Kristjánsdóttir, 6.8.2013 kl. 21:55

4 Smámynd: Einar Karl

Það er lítið mál að hjóla í Reykjavík, nema yfir hávetur. (En reyndar hægt að hjóla á nagladekkjum, ég hef prófað það sl. vetur, en myrkrið og slabbið fælir frá.)

Ekki síst hentar ágætlega ða hjóla í miðborginni og gömlu hverfunum, þó visuelga mæti taka meira tillit til hjólaumferðar.

Einar Karl, 6.8.2013 kl. 22:48

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Einar eru allir svona hraustir eins og tu eða ert reykjavik bara fyrir tig, hvad aettlar tu að gera við folk sem ekki getur hjolað. Mer finnst tu ekki vera rettlstur ut i ta sem ekki geta hjolað eða gengið.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.8.2013 kl. 23:58

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bílar eru dýrir þegar nettóþjóðar reiðufjárinnkoma sem skipist á 80% íbúa í millistétt er orðin 50% lægri en hún var fyrir 40 árum, í samanburði við ríki sem framleiða bifreiðar.   Þeim Íslendingum sem vinna við að auka raunvirði [vsk] grunn tekna [náttúru afurða]  Íslands fækkar með hverju ári. þannig hjól eru kannski neyðar úrræði til að hafa efni á versla í Bónus: dýrustu lávöru keðju í heimi.  Raunverð á fasteign í ríkjum yfir meðalgreind fara eftir reiðufjár flæði inn og út úr þeim.  Ríkið markaðsetur reiðfé til sölu gegn því sem sölu skatta á hverju ári í bókahaldi. Ríki leiðréttir of mikið reiðu fé í umferð með leggja á 2 3 4 5  þrep stigvaxandi á reiðfjár innkomur einstaklinga sem hirða reiðufé á ríkis mörkuðum.   Þetta er verðlausar krónur.  Allar krónur verða seljast vsk. á hverju til eignfærast sem eigna aukning í öllu löglegu bókhaldi erlendis.  Launa skattar eru settir á starfsmenn hins opinbera til að njóti sömu virðingar og þeir sem skila einga viðhaldi og aukingu hvers árs.     Íslendingar fyrir 150 árum höfðu nánst 100 % náttúrutekjur, einstaka gátur skipt þeim fyrir myntir í gulli , silfri eða kopar. Í dag er komin tími til að Íslendingar læri að skilja Borgar menningu okkar sem getum rekið ættir okkar yfir í erlendar borgir með þúsund ára menningararfleið.        Erlendis þá er reiðufjárinn koma [risna, hlunnindi ,.. meðtalinn] toppa hins opinbera fast hlutfalla að tekjum íbúanna undir þeim: síðan bókar ríkið á þá launa skatta.     Vsk framleiðandi þar að leggja á vsk á sína innkomu og skila síða sköttum til að borga hinum sem ekki framleiða nýjar eignir.     Borgabúar í flötum borgum , segja mér að best er hjóla þar sem nógu margir eru hjólandi því sé hættan af bíla umferð minnst.  Íslenda er orðið ansi Kínverskt í hugsunar hætti.  það er ekki hægt að auka náttúru grunn tekjur með fjölgum  þeirra sem eru á ríkisframfærslu  beint eða óbeint.   Þegar ég barn í Reykjavík var örstutt að fara í minnst 5 verslanir í keppni um selja það besta með bestu þjónustu.  þá voru engar biðraðir eða biðlistar. Menntun og lyf ekki talinn dýr. Umræður nútíma Íslendinga er á meðal plani og lægra.   Fjölgun íbúa  til þétta byggðina lækka kostnað Borgarþjónustu á mann. [útsvarslækkun og fækka þeim sem greiða ríkinu skatta á á 2 og 3 þrepi er það sem AGS meinar: og til að borga núverandi toppum ofur laun og eftirlaun] þannig er hægt að fæða þessa fjölgun. Ísland flytur ekki út málma, efnasambönd  og timbur að neinu ráði. Verð á orku og fæðu í grunni á erlendum mörkuðum  hækkar minnst hlutfallslega af öllu sem hækkar á hverju ári: hefur lækka mikið á síðustu 40 árum . þannig vita Íslendingar nokkurn vegin um sín raun reiðufjár innkom hámörk til skattlagninga.    Eftir 10 ár verður verkmiðju framleiðsla á lífrænt ræktuð kjöti: frumuræktun það sem kemur í staðinn fyrir almennt fisk og kjötmeti í dag.  Nígería er pæla í því að byrja að framleið landbúnaðar afurðir í stórum stíll [pöddu át í SÞ er ekki inn ] . Kenía telur sig með jarðhita rafmagni geta séð allri austur Afríku fyrir rafmagni.  Þjóðverjar vilja minnka tak Rússa, og fórna landslagi í kringum hraðbrautir.  Allir vilja gera almenna orku ódýrari. [nema Íslendingar og  Arabar].  Hjól eiga að vera valfrjáls það er númer 1.  Ofan á nýtt hráefni og orku á hverju ári leggst gífurlegt raunvirði til loka kaupenda og ríkisins sem hann greiðir skatta í. Íslendingar virðast ekki skilja þetta.  Aðgangur að glæsilegum borgum er ekki ókeypis.  Í Kína er hægt að selja eitt glass af appelsínu safa á meir en 1000 kr. Íslenskar . Velmegunar Borgir eru skatta-arðbærar, en hjólandi síður.    

Júlíus Björnsson, 7.8.2013 kl. 05:27

7 Smámynd: Einar Karl

Eyjólfur:

ég sagði ekki að ég ætlaði að þvinga alla til að hjóla. En það væri sannarlega jákvæð þróun ef fleiri leggðu bílnum og myndu hjóla að staðaldri. Í Kaupmannahöfn hjólar helmingur borgarbúa að staðaldri. Þeir eru ekki frá náttúrunnar hendi hraustari en Íslendingar!

Ef hjólreiðafólki í umferðinni myndi fjölga, og það er sannarlega innistæða fyrir því, væri það jákvætt fyrir alla, líka þá sem ekki geta eða ekki kjósa að hjóla, því það er jákvætt fyrir alla ef um hægist í umferðinni.

Einar Karl, 7.8.2013 kl. 08:11

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Kaupmannahöfn hjólar helmingur borgarbúa að staðaldri. Þeir eru ekki frá náttúrunnar hendi hraustari en Íslendingar!

Íslendingar eftir 1970 fá almennt EU borgaruppeldi [með engum aga segja má] . Meðal Íslendingur í dag er alls ekkert: sterkari líkamlegra eða andlega en meðatalið í öðrum ríkjum.

Júlíus Björnsson, 9.8.2013 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband