Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík

virðist vera í einskonar sumarfríi eða limbói. 

Gnarristarnir undir forsæti Dags B. virðast vera öruggir í sessi og keyra sitt skipulagsplan fram þó í andstöðu við meirihluta landsmanna sé. Það bítur ekki á þá enda finna þeir að þeim hefur tekist að reka fleyg í raðir Sjálfstæðismanna. Val á frambjóðendum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum verður líklega erfiðara en oft áður, þar sem enginn af þekktari fulltrúum flokksins hefur tekið afgerandi af skarið.

Gísla Marteini hefur tekist að fá svo marga Sjálfstæðismenn upp á móti sér að fáir sjá hann fyrir sér í forystuhlutverki. Þorbjörg Helga er með skugga á sér af viðskiptasögu eiginmannsins sem fælir menn frá henni.  Kjartan Magnússon er búinn að vera lengi einarður og djarfmæltur og hefur þessvegna farið í taugarnar á mörgum jámönnum innan flokksins. Prýðilegur maður Kjartan en hvort hann er nægilega þjáll?  Hanna Birna er horfin á braut til nýrra starfa og einfaldar því málið.

Júlíus Vífil  var á Útvarpi Sögu  um daginn. Ég þekki Júlíus næsta ekki neitt. Ég hlustaði á manninn tala um borgarmálin rólega og yfirvegað. Ég sannfærðist gersamlega um það, að þar fer maður sem getur verið í forystu. Sýn hans á málefnin er yfirburða skýr, öfgalaus og svo rökvís er hann  að ég sá hlutina í nýju ljósi. Þá er það spurning hvort Júlíus er maður sem vill? Ætlar hann áfram eða er hann búinn að vera svo lengi að hann langar ekki?

Ég tel að Sjálfstæðsflokknum yrði greiði gerður ef Júlíus Vífill myndi stíga fram og tilkynna að hann sé reiðubúinn að leggja sig undir í komandi kosningum. Ef takast á að vinna sigur á núverandi stjórnarfólki verður afgerandi foringi að fara fyrir liði Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vegna þess að það skiptir máli fyrir alt landið.

Mér finnst blasa við Júlíus Vífill getur helst leitt Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík til áhrifa á ný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Halldór: Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill vinna mjög vel saman að helstu hagsmunamálum Reykvíkinga í takti við vilja og sýn sjálfstæðs fólks. Fylgispekt Gísla Marteins við Samfylkingar- og Bestaflokks- mál er slík að búið er að rugla kjósendur gersamlega í ríminu.

Þörf er á að tala skýrt um borgarmálin núna þegar glatað aðalskipulag liggur fyrir. Bílar og flugvöllur komast ekki á plan ráðandi afla.

Ívar Pálsson, 9.8.2013 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband