Leita í fréttum mbl.is

Stökkbreyttu lánin

voru það kosningarnar snérust um.                                                                                     

Þetta graf er frá Hagstofu Íslands  og sýnir þróun vísitölunnar til verðtryggingar frá 1995. Það má greina stökkbreytinguna af hruninu núna. Hún var greinilega til staðar strax eftir hrunið en núna sést ekki annað en jöfn fyrri stígandi.  Það er hliðrunin á ferlunum sem um er rætt.

Fólk er enda að taka íbúðalán núna og velur yfirgnæfandi að taka verðtryggð lán. Varla ætlar það að treysta á einhverjar niðurfellingar í framtíðinni. Miklu fremur  gerir það sér ljóst að allar langtímaskuldbindigar fylgja nokkuð beinum ferlum   þó skammtímasveiflur geti verið leiðinlegar.

Vandinn er greinilega afmarkaður við halla ferilsins frá 2007 til 2010 þannig að verkefni ríkisstjórnarinnar er bundið við það tímabil. Mér sýnist að það gæti verið spurning um vísitölu 300 í  stað 340 eða að verðtryggðir höfuðstólar hefðu verið rúmlega 10 % lægri ef ekkert hefði veri hrunið. Fasteignaverðið er hinsvegar á leiðinni með að ná sér þannig að misgengið hverfur með tímanum. 

En erfiðast er að fá fram réttlæti til þeirra sem eru búnir að missa allt sitt vegna stökkbreytingarinnar og greina hverjir þeir eru í raun og sannleika. Það verður varla  gert með línum á blaði heldur einhverjum sigmundskum Salómonsdómum. 

Stökkbreyttu lánin eru hinsvegar aðeins eitt af vandamálum landsmanna.

 

VISitala 1995

ar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég get ekki komið auga á hvar og hvenær þessi niðursveipla hefði átt að eiga sér stað.

Samkvæmt þessu línuriti þá hefur vísitalan verið á uppleið frá því 1979 og hvergi er hægt að sjá niðursveiplu á vísitöluni á þessum árum.

Þessi vísitöluhækkun fer beint inn í verðtrygginguna og höfuðstólar lána hækka samkvæmt því, enda hefur verðtryggingin engan rétt á sér og það á að afnema verðtrygginguna eins fljótt og hægt er.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 9.8.2013 kl. 11:35

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Verðtryggingin drífur sjálfa sig áfram því hún margfaldast með sjálfri sér. Verðlag hækkar, vísitalan hækkar, virði verðtyggðs láns hækkar í banka, hægt að lána meira, aukið peningamagn í umferð, meiri eftirspurn. Svo ballið byrjar aftur, verðlag hækkar, vísitalan hækkar, o.s.frv.

Þetta er sams konar aðferð og ef smiður ætti að lengja borðfætur til að laga mislengd, á endanum verður borðið svo hátt að það er ónothæft.

Það verður að finna aðra leið til að reka þetta þjóðfélag.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2013 kl. 12:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Erlingur og Jóhann

þið gleymið því hverjir drífa verðbólguna áfram. Það eruð þið með síhækkandi launum. Þið gerið verkfall eða segið upp og kúgið fram innistæðulausar kauphækkanir og þannig verður verðbólgan til

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 13:08

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann, auðvitaað sérðu breytinguni á halla kúrfunnar 2007-2010. Það er stökkbreytingin. En hún er ca 10 %. Það er miklu dýrar að hafa enga verðtryggingu því þá verða vexstirnir svo háir að enginn getur borgað. Ekki vilt þú lána mér peningana til 20 ára með föstum 5 % vöxtum? Allt fólkið sér þetta og tekur því verðtryggðu lánin áfram.

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 13:11

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Nei, þetta er ómaklegt Halldór. Ég átti ekki von á þessu frá þér. Þú lítur sem sagt ekki á okkur sem jafninga. Þú staðfestir þarna að stéttaskipting er í landinu, og að það sé lágstéttin sem á sökina.

Það er alveg eins hægt að segja að þið atvinnurekendur drífið verðbólguna áfram með því að hækka verð á þjónustunni ykkar til að fá meira í kassann. Almúginn tekur ekki slíkar ákvarðanir. Almúginn setti ekki á verðtryggingu. Eina vopn almúgans er að óska kauphækkana til að bregðast við verðlagsbreytingum. Hvort kom á undan, eggið eða hænan?

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2013 kl. 13:45

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það hefði verið gott að hafa launavísitöluna teiknaða á sama blað og lánskjaravísitalan.

Meðan launavísitalan og lánskjaravísitalan fylgjast að er ekki hægt að kvarta.

Til lengri tíma hefur launavísitalan aftur á móti hækkað hraðar en lánskjaravísitalan sem er auðvitað hagstætt fyrir skuldara, en við hrunið var því öfugt farið.

Þegar kreppunni er lokið (hún stendur enn yfir) fer launavísitalan vonandi að hækka aftur hraðar en lánskjaravísitalan.

Ágúst H Bjarnason, 9.8.2013 kl. 14:03

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Halldór,

Ég sé enga niðursveiplu á línuritinu, það sem gerist frá 2007 er að línan fer haraðar upp á við.

Það má kanski ásaka launþega um þensluna, en kaupmenn, lánastofnanir og Ríkið eiga stærri hluta í þessu.

Þegar afborganir lána, matvara og annað sem þarf til heimilisþarfa og svo auðvitað skatta og gjalda hækkanir eru á hraðri uppleið á hverju á launþeginn að lifa?

Auðvitað hlýtur launþeginn að reina að klóra í bakkan og fara fram á kauphækkanir. Svo má rekja þetta síðasta kauphækkanaferil til afglapa fyrrverandi heilbrigðisráðherra, en ekki launþegana.

Þetta er ekkert öðruvísi en í USA og öðrum löndum þar eru peningar lánaðir a 3% vöxtum til 30 ára. En gróði bankana af þeim lánum er ekki eins mikill og gróði íslenzku banka og lánastofnana.

Enda heyrist ekki stuna né hósti frá kaupmönnum og bankamönnum.

Kveðja af Nesinu,

Jóhann Kristinsson, 9.8.2013 kl. 15:02

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Erlingur

ég er eki atvinnurekandi.

Verðbólga er allstaðar. Ef hún meiri hér en annarsstaðar þá er það af misgeni launa og verðlags eins og Ágúst bendir á. Þessvegna var vísitölunni breytt því lánin hækkuðu svo mikið vegna hækkandi launa, þau vigtuðu svo mikið í vísitölunni sem þá var. Þessvegna kom ný vísitala sem nú gildir.

Jóhann, þetta er blekking .3 % til 30 ára, þá er veriið að lána upphæð sem er með hagnaði inni i sér.80% Mortgage í $100.000 þá er áreiðanlega búið að sjá fyrir því að seljnadi hússins borgar lánstökukostnaðinn, umfram 3 % einhvernvegin. Svo er það líka til að ríkið sem stjórnmálastefna eða félagsaðgerðir niðurgreiðir þessa vexti sem aðstoð við byggjendur, þannig verða Freedie og Fanny væntanlega til.

Viltu lána mér $100.000 dollara á 3 % til 20 ára?

Sjálfur?

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 15:15

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef ég ætti $100,000 þá væri það góður hagnaður fyrir mig að fá $3,000 í vexti á firsta ári í staðinn fyrir $900 og ég væri til í svo góð kjör.

Það eru öll lönd með stofnkostnað á lánum sem lántakandi tekur og sá kostnaður er annað hvort greiddur cash þegar lánið er tekið eða sett inn í lánið með því að auka höfuðstólinn sem kostaðinum nemur.

En hvernig sem lánum erlendis er hagað, þá er Ríkið, kaupmenn og bankamenn sem hafa haldið verðbólguni á lofti og haldið verðtrygginguni upp á við.

Þessi láglaunalýður sem þú ert að tala um og heimtar að fá laun sín hækkuð er svo að þau geti greitt þessum verðbólgu meisturum og eiga ekki krónu eftir og þér finnst það einhver frekja og yfirgangur, sem ég á erfit með að skilja.

Nei Halldór verðtrygging hefur aldrei átt neinn rétt á sér hvorki fyrr, nú eða síðar, og þessari nýju Ríkisstjórn ber skilda að setja bann á verðtryggingu og ekki síðar en fyrir hádegi í gær, enda var því lofað í kosningaloforðum.

Auðmannaelítan á Íslandi er búinn að græða nóg á láglaunalýðnum síðan verðtryggingin var sett á og sá sem kom með verðtryggingahugmyndina á ekkert skilið nema skömm í hattinn, so to speak.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 9.8.2013 kl. 16:03

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég gleymdi að bæta við; hvar eru verðtryggðu bankainnistæðurnar fyrir láglaunalýðinn með 6% ef þau eiga fáeinar krónur eftir þegar auðmannaelítan er búin að taka sitt, þó það væru ekki nema á 3 eða 4% vöstunum og færu hærra ef lánavextir fara hærra?

Thought; what is good for the goose, is good for the gander? En auðvitað er það ekki til, af því að auðmannaelítan græðir þá ekki eins mikið.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 9.8.2013 kl. 16:38

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta er nú meiri endmeis kommaþvælan í þér. Jóhann. Sa´sem setti verðtrygginguna á var Alþingi fyrir atbeina Óla Jóh, sem var verðbólguhöfundurinn 1971 þegar hann hækkaði öll laun í landinu um 20 %. Afleiðingin varð óðaverðbólga. Allt brann upp í því báli. Verðtryggingin var geysivinsæl aðgerð og nauðsynleg. Fáránlegt að halda því fram að Óli og Johanna Sig hafi verið einhver auðmannaelíta.

Hverjir eiga mest undir verðtrygginunni? Það eru eigendur lífeyissjóðanna. Eru þeir elítan í augum ykkar kommanna?

Verðtryggingin er góð og nauðsynleg í þjóðfélagi þar sem hjúkrunrfræðingar og geislafræðingar geta komið með byssu og neytt þjóðfélagið til að fallast á fjárkugunarkröfur sínar. Ef þeir samþykkja að það megi flytja inn fræðinga frá Kína í samkeppni, þá fyrst er hægt að segja að markaðaaðstæður ríki.

Erlingur má taka þetta allt sér til athugunar

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 17:31

12 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er hægt að leggja á bundna bók til 3 ára með 4 % vöxtum sem síðan er greiddur fullur fjármagnstekjuskattur af verðbólgunni sem verður. Er það elítan sem gerir þetta?

Fólkið tekur verðtryggð lán af því þau eru sanngjörn og ekki dýrari en óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Hér áður fyrr (2008) tóku menn erlend lán á 4 % vöxtum. Þá emjuðu allir af gleði þegar Hæstiréttur dæmsdi þau fyrst ólögleg og svo lögleg, allt eftir textanum á pappírnum. Nú eru þau ekki lengur valkostur.

Og ef menn vilja ekki taka lán þá er að spara. Hvernig gera menn það?

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 17:35

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ertu að halda því fram Halldór að Halldór Ásgrímsson og Jóhanna Sig. séu einhverjir fátæklingar? Ég held að þú vitir betur. Þau eru bæði í forréttindastéttini og auðmannaelítuni.

Verðtryggingin hefur verið seld til almúgans undir fölsku yfirskini, og ef þú Halldór Jónsson er til búinn að láta mig fá víxil sem á eftir að fylla inn upphæðina eða taka lán sem ég læt þig fá, í staðinn fyrir $100,000 þá læt ég þig fá $1,000 og svo set ég upphæðina sem þú átt að borga mér, þá skal ég borga fyrir leigubílinn fram og til baka fyrir þig.

Það er það merkilega með skoðun þína að ef það á að afnema eða setja á verðtryggingu sem gæti verið til bóta fyrir almúgan þá er viðkvæðið frá þér "það er ekki hægt:"

Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi en það að ekki megi setja verðtryggingu og breytilega vexti á innistæður er alveg út í hött, en væri algjör vitleysa alveg eins og það er vitleysa að hafa veðtryggingu á lánum.

Af hverju heldur þú að það sé ekki hægt að spara með því að leggja peninga í banka?

Má ég benda á að kanski sé það verðbólguni og verðtrygginguni að þakka sem er eins og beinn innspýtingur í eyðslusemi íslendinga, sem aftur eykur á verðbólguna og verðtrygginguna sem kemur hærri launakröfum af stað. Sem eykur á verðbólguna og verðtrygginguna o.s.frv.

Málið er að það verður að koma verðbólguni í algjört lágmark, afnema verðtryggingu og með því breitist hugsunarháttur og eyðsla almúgan sem kemur á stöðugri launum í landinu.

Það getur vel verið að þú haldir að ég sé kommúnisti, en það er algjör misskilningur. Aftur á móti er ég á móti að setja almúgan í algjöra afborgunarfjötra auðmannaelítunar. Þeir sem taka lán með verðtryggingu í dag koma sennilega aldrei til með að eignast húseignina skuldlausa.

Aftur á móti þá er óverðtrygðlán kanski dýrari í byrjun láns, en það bætist aldrei við höfuðstólinn heldur minkar hann. Þar af leiðandi getur lántaki ekki tekið eins hátt lán vegna þess að greiðslumat mundi sýna að lántaki gæti aðeins keypt 100 fermetra íbúð en ekki 200 fermetra íbúð.

En ef þér lýður betur að ég sé kommúnisti þá er það í lagi, ég vil endilega að þér líði sem allra best.

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 9.8.2013 kl. 18:21

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ísland er eina landið sem notast við verðtryggingu á neytendalán. Er það bara af því við erum svo klár? Er það, "Ísland, best í heimi" viðkvæðið núna? Aftur? Hinir þurfa bara að fara í endurmenntun.

Verðtrygging, sem vissulega var sett á af ástæðum sem þú nefnir, af fólki sem réði ekki við efnahagskerfið á þeim tíma, fólki af þinni kynslóð Halldór og eldri, gerir það að verkum að ekki tekst að hemja efnahagskerfið enn í dag. Vaxtahækkanir hafa ekkert að segja því vandamálið frestast bara vegna verðtryggingar og lántökukostnaður er óræður. Opinn tékki eins og Jóhann bendir á.

Og afsakaðu, ég hélt þú hefðir rekið eigið fyrirtæki og setti þig því í hóp atvinnurekenda. Enda fannst mér þú tala þannig að þú værir ekki, eða hefðir ekki verið, launþegi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.8.2013 kl. 21:57

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef engin er verðbólga, þá er engin verðtrygging.Er það skiklið? Ef ég lána ykkur einn osthleif vaxtalaust til 20 ára, hvað eigið þið að borga mér til baka? Hvað finnst ykkur sanngjarnt þið Jóhann og Erlingur?

Höfuðstóllinn hækkar aldrei? Hann er ekkert að hækka. Það er bara krónan sem er að minnka. Vegna verðbólgunnar. En launþegarnir eru löngu búnir að hækka kaupið sitt upp fyrir verðbólguna. Nema 2008 þegar allt hrundi og atvinnan fór. Það er stak í kerfinu og hefur ekkert með sviðið sjálft að gera. Eins og gat í neti er ekki einkennandi fyrir netið.

Halldór Ásgrímsson kvótagróðapungur hafði ekkert með setningu verðtryggingarlaganna að gera. Jóhanna hafði með það að gera með Óla Jóh.

þegar ég var ungur og var að byggja yfir mig og konuna og krakkana tvo, þá kostaði íbúðin sexhundruð þúsund fokheld 1966. Ég flutti inn fyrir milljón í maí 1967.Það hefði ég ekki gert ef fólkið mitt hefði ekki lánað okkur, amma, pabbi,temgdapabbi, mágar, frændur. Húsnæðislánið var 340.000.Fyrst ar það óverðtryggt en svo var sett eionhver verðtrygging á það Engin önnur lán fengust á markaði. Vaskur og kranar hjá Grími í JÞorláksson og Normann,píparar á afborgunum. Steypa að láni. Engin bankalán. Núll

Seinna byggði ég aftur. Þá var lánið orðið mun hærra hlutfall og verðtryggt.Það tók mig 25 ár að borga upp.

Hættið þessu helvítis væli þið þessir andverðtryggingarkjóar og kommúnistar.

Það er bara um það að velja að fá lán eða fá engin lán. Hvort viljð þið heldur?

Halldór Jónsson, 9.8.2013 kl. 22:39

16 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

1. Já það er skilið.

2. Þú átt að fá osthleifinn plús eðlilega vexti án verðtryggingar. Það er sanngjarnt að mínu mati alla vega.

3. Sem betur fer hefur margt breyst í þjóðfélaginu frá því þegar bara flokksgæðingar fengu lán út á sérhagsmunatengsl. Ég er ekki að segja

4. Það er sorglegt að sjá þig fullorðinn manninn falla gryfju orðbragðs og ónefna eins og í niðurlagi færslunnar þó menn andmæli þér. Þú ert orðinn ótrúverðugri en krónan.

5. Ég ætla biðja þig Halldór, að gera mér ekki upp

pólitískar skoðanir, þó ég eigi við þig rökræður.

6. Það er eins og menn haldi að bankar loki ef verðtrygging er afnumin á neytendalánum. Verður bara ekkert hægt að lána ef engin er verðtryggingin?

Góðar stundir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.8.2013 kl. 00:03

17 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Afsakaðu, liður 3 átti að enda: Ég er ekki að segja að þú hafir verið í þeim hópi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 10.8.2013 kl. 00:04

18 Smámynd: Halldór Jónsson

Ósköp eruð þið viðkvæmir fyrir því að ég kalla ykkur komma. Ég nota þetta eins og gælunafn, greyin mín eða svoleiðis. Mína flokksmenn kalla ég oft íhaldsgægsnin eða íhaldsbjálfa. Ég er bara götustrákur úr Norðumýrinni þat sem allir voru uppnefndir í den tid.Þi megi ekki taka kjaftinn á mér of alvarlega, ég er ekki mjög alvarlegur maður heldur grínari

Halldór Jónsson, 10.8.2013 kl. 00:10

19 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú stórfurðulegt hjá þér að segja það að höfuðstóllinn er ekkert að hækka.

Sistir mín og hennar maður tóku lán fyrir tæpar 5 miljónir fyrir 20 árum síðan, nú er höfuðstóllinn yfir 8 miljónum.

Dóttir mín og hennar maður tóku lán fyrir hrun og höfuðstóllinn hefur hækkað yfir 25 miljónir.

Færðu verki og hita með þessu Halldór minn?

Það þykir ekki góð rök að kalla fólki nöfnum og yfirleitt sýnir það að maðurinn sem það gerir vill tækla manninn en ekki málefnið.

Þú ert nú ekki sá eini sem fluttir inn í húsnæði sem var fokhelt eða tilbúið undir tréverk.

Mínir foreldrar áttu ekki fyrir íbúðini sem þau keyptu og eins og þú segir lánið var eitthvað um 300 þús. og allt hitt á víxlum. Svo var flutt inn í þetta með plasti í gluggum jafnvel ekki fokhelt og engar hurðir nema hlera fyrir útihurð. Þetta er bannað í dag. Verð íbúðarinnar var reindar 600 þús.

En pabbi þurfti að tala við bankastjóra annan hvorn mánuð til að fá nýja víxla og hann gat ekki fengið nýjan víxil nema borga gamla víxilinn eitthvað vist niður.

En viti menn, upphæðinn var skrifuð á víxilinn sem skuldin var og reindar lánið líka með vöxtum, því að Óli Jóh og Jóh. Sig. voru ekki búinn að eyðilegja lánskerfið og koma verðtrygginguni á, þegar við fluttum í húsið febrúar 1966.

En sama hvað þú tautar og raular Halldór minn, Verðtryggingin hefur engan rétt á sér hvorki fyrr, núna eða síðar. Ísland er eina fjórðaheimslandið í fjármálum svo að ég viti til sem notar verðtryggingu á lánum og ég spyr eins og Erlingur; er það af því að íslendingar eru svo klárir í efnahags og fjármálum?

Enginn skaði gerður með að uppnefna fólk Halldór, átti heima í vesturbænum næsta húsi við lýsisstöðina, Hellissandi sem allir fengu einhver viðurnöfn og á Nesinu til ársins 1971, þannig að ég kannast vel við viðurnefni. Enda erum við að gefa okkar álit á verðtrygginguni og mér sýnist að við komum aldrei (aldrei er ljótt orð), til að vera sammála um verðtrygginguna og skaðvald hennar.

Hvernig er það Halldór minn viltu ekki fá lán hjá mér með 3% vexti og svo fylli ég inn á skuldabréfið einhverja upphæð seinna sem að þú átt að greiða mér til baka?

Kveðja af Nesinu.

Jóhann Kristinsson, 10.8.2013 kl. 11:13

20 Smámynd: Halldór Jónsson

Jóhann minn góður.

Þú vilt ekki lána mér hundraðþúsundin með föstum vöxtum. Þú vilt greinilega fá að skrifa upphæðina sjálfur á víscilinn. það er að segja í krónum. Kannski frekar í dollurum sem er ólöglegt hér á landi.

En viltu frekar lána mér nýjan bíl til 20 ára og ég borga þér nýjan álíka eftir það? Þetta er allt afstætt.Vigfús í Flögu sagði að lamb væri lamb og flaska væri flaska. Þar áður gilti að ein alin væri fimm fiskar. Þá lét maður heiður sinn að veði fyrir kúgildi og það var áfram kúgildi. Engir vextir voru til. Þó rakst ég á að talað er um fé á vöxtu í Sturlungu.

Lán er alltaf ólán, sérstaklega fyrir þann sem verður að taka lán. Því miður gengur heimurinn mikið útá það að lána fólki í nauðum og sjúga af því peninga. Hver vill lána nema gegn gróða? Erf ekki aðalatriðið að menn séu sáttir um kjörin þegar viðskiptin eru gerð?

Halldór Jónsson, 10.8.2013 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 3420080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband