Leita í fréttum mbl.is

Ranghugmyndir um Kínverja

eru útbreiddar hér á landi.

Ég var eitt sinn vikum saman í Hong Kong og reyndi að kynna mér hugsunarhátt fólks. Eftir það sannfærðist ég um að þetta fólk hugsar allt öðru vísi en við. Sjálfsagt vegna þeirrar óvægnu lífsbaráttu sem það verður að heyja.

Í stuttu máli líta þeir á viðskipti aðeins út frá sínum þrengstu hagsmunum. Samúð, samviska er held ég eitthvað sem þeir þekkja bara ekki. Ef þeir geta snuðað þig þá gleðjast þeir ákaflega og vilja á engan hátt gera neitt meira fyrir þig.

Það er alger sveitamennska að gæla við það að hleypa þeim inn í íslenskt efnahagslíf.Þetta er grimmt og samviskulaust fólk sem myndi rústa okkur gersamlega og breyta allri hegðun okkar til langframa.

Það eru ranghugmyndir um Kínverja að halda að Íslendingar geti átt við þá viðskipti eftir okkar heiðurshugmyndum og siðalögmálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Sæll Halldór,

þetta er merkilegt að lesa, að þú skulir hafa reynslu frá ferð til Hong Kong sem var svona slæm.

Og að sú reynsla leiðir þig til þessarar niðurstöðu, að þeir bregðist í siðferðislegum efnum.

Þín lýsing á nefnilega mjög vel við marga sem misstu fótfestu hér á árum áður. Þar fóru fram  Íslendingar og höfðu enginn siðalögmál sér til halds og trausts.

Hvernig komumst við fram hjá þeim vonbrigðum, eftir að hafa sjálfir upplifað tímabil þar sem handaband heiðursmanns var meira virði en undirskrifaðir pappírar hjá mörgum öðrum?

Ég dreg annars ekki í efa lýsingu þína á viðskiptaháttum Kínverja, enda setti ég þegar í stað spurningamerki við að herra Nubo yrði hér stór landeigandi.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.8.2013 kl. 10:06

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Herlufsen. Já það var einu sinni að handsal var nægilegt.

Styrmir Gunnarsson veltir þessum málum fyrir sér:

"....Svo er hægt að kaupa upp lykilfyrirtæki í fjármálakerfum sjálfstæðra þjóða. Þá getur verið stutt í að lýðræðislega kjörin stjórnvöld missi völdin og fjármálafyrirtækin stjórni í raun. Við Íslendingar höfum reynslu af því. Bankarnir stjórnuðu Íslandi síðustu árin fyrir hrun. Ekki löglega kjörin stjórnvöld, Alþingi og ríkisstjórn.

Í Morgunblaðinu í dag birtist frétt þess efnis, að fjárfestahópur frá Asíu, sem m.a. hafi innan sinna vébanda fjárfesta frá Kína vilji kaupa Íslandsbanka. Hvað er að því? Er ekki gott að fá erlenda fjárfestingu inn í landið? Þuirfa ekki kröfuhafar í þrotabú Glitnis að fá sem mest fyrir sinn snúð? Þetta eru bara viðskipti er setning, sem mun hljóma hér á næstu vikum og mánuðum.

En eru þetta bara viðskipti?

Af hverju hafa fjárfestar í Asíu áhuga á að kaupa banka á Íslandi. Hér er ekki stór markaður. Fjárfestar í Asíu hafa stærri markaði í kringum sig, ekki sízt Kínverjar. Varla er hægt að græða svona mikið á 320 þúsund hræðum hér norður í hafi? Eða hvað?

Fyrst kaupa þeir Íslandsbanka og reka svo augun í Arionbanka. Það eru svo mikil samlegðaráhrif. Það er svo mikil hagræðing fólgin í því að sameina þessa banka. Það er hægt að fækka fólki verulega o.sv. frv. Við þekkjum þessar röksemdir.

Svo verður sagt að það sé nauðsynlegt fyrir hinn sameinaða banka fjárfestanna frá Asíu að komast inná stærri markað. Þá kemur kannski í ljós hvers vegna þeir hafa áhuga á banka í svo litlu landi. Hann á að verða stökkpallur á stærri markað. Og verður fljótur að stækka upp í tífalda verga landsframleiðslu Íslands eða jafnvel meira. Í Lúxemborg er bankakerfið 22 sinnum stærra en verg landsframleiðsla þess ríkis.

En hvers vegna Ísland til þess að búa til stökkpall? Er ekki bara hægt að kaupa banka í Evrópu? Kannski er ódýrara að kaupa banka hér. Það er hugsanlegt.

En svo getur líka verið önnur skýring. Kannski snýst þetta ekki um viðskipti. Getur verið að þessi áhugi fjárfesta frá Asíu, meðal annars frá Kína snúist um pólitík?

Ef fjárfestar frá Asíu þar á meðal Kína kaupa annars vegar upp jarðir á Íslandi og hins vegar banka eru þeir komnir í sterka pólitíska stöðu.

Er það ekki svo?"

Er ekki Kína grimmilegt einræðisríki? Ræður ekki flokkurinn einhverju um það hverjir mega verða millar?

Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að Nubo sé eitthvað sjálfstætt fyrirbrigði.Hann er bara fulltrúi Kínakeisara.

Halldór Jónsson, 10.8.2013 kl. 10:30

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gott mál Halldór þakka þér fyrir.

Hrólfur Þ Hraundal, 10.8.2013 kl. 11:35

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þetta er allt satt og rétt Halldór.

Ég las einnig með athygli grein Styrmis.

Hann er alltaf kjarngóður.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 10.8.2013 kl. 11:45

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kínverjar eru líka með veruleg áhrif hér í áliðnaðinum og á Grundartanga. Það gæti komið niður á íslenzkum fyrirtækjum, ef "fjárfestahópur" með bein tengsl (eins og Nubo) við kommúnistastjórnina í Peking færi að ráða hér tveimur jafnvel af stærstu bönkunum og þar með beina útlánum þangað sem þeim sýnist. Peking-stjórnin væri þar með líka komin með kverkatak á íslenzk stjórnvöld, en gæti notað bankann/bankana til að dæla fé í dularfullar fjárfestingar Nubos hér.

Nú verða sjálfstæðismenn eins og þið Halldór, Styrmir og Hrólfur að beita ykkur gagnvart hinni háskalegu stefnu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í Kínverja- og landakaupamálunum. Þá er líka gott að hafa þessa mikilvægu frétt, þ.e. grein eftir Egil Ólafsson blaðamann (Mbl.is í fyrradag), í huga: Má setja skilyrði fyrir jarðakaupum, þ.e.a.s. að stjórnvöld geta sett slíka skilyrði -- en þetta einhver athyglisverðasta fjölmiðlagrein þessarar viku.

Jón Valur Jensson, 10.8.2013 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband