Leita í fréttum mbl.is

Lítil lukka af Landsneti

fyrir landsmenn felst í þessari frétt:

">Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.488 mkr. fyrstu 6 mánuði ársins 2013 samanborið við hagnað að fjárhæð 236 mkr. fyrir sama tíma...
Hagnaður Landsnets hf. samkvæmt rekstrarreikningi nam 1.488 mkr. fyrstu 6 mánuði ársins 2013 samanborið við hagnað að fjárhæð 236 mkr. fyrir sama tímabil árið 2012.

 

Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) nam 4.850 mkr. samanborið við 4.178mkr. á sama tímabili fyrra árs. Hrein fjármagnsgjöld nema samtals 1.762 mkr. á tímabilinu en voru 2.647 mkr. á sama tímabili ársins 2012., samkvæmt tilkynningu til Kauphallar.

 

Eiginfjárhlutfall í lok júní var 19,4%. Eigið fé í lok tímabilsins nam 14.751 mkr. samanborið við 13.263 í lok árs 2012. Heildareignir félagsins í lok júní námu 76.116 mkr. samanborið við 74.873 mkr. í lok árs 2012. Heildarskuldir námu 61.365 mkr. samanborið við 61.610 mkr. í lok árs 2012. "

Þetta lánlausa fyrirtæki var sett upp 2003 til að þóknast Evrópusambandinu samkvæmt einhverjum reglum sem fáir fara eftir þar á bæ. Við gátum alveg látið þetta fram hjá okkur fara. Ný stofnun. nýr forstjóri, nýir jeppar, ný fótboltalið að styðja.

Í stað þess er þetta battarí sett upp sem engin þörf var á. Aðeins til að sjúga fé af íslenskum notendum rafmagns. Eða frá hverjum halda menn að þessi gróði komi allur?

Það er eitt að því sem þessi nýja ríkisstjórn gæti gert er að loka þessari óþörfu sjoppu og færa hlutina í sitt fyrra horf.

Það er lítil lukka af Landsneti í  þessari frétt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband