Leita í fréttum mbl.is

Vallarvinir loksins!

er gert eitthvað raunhæft í málum okkar. 

Undirskriftasöfnun er hafin á netinu til stuðnings Reykjavíkurflugvelli.

Við vorum í eymd okkar niður á Reykjavíkurflugvelli fyrir nokkrum dögum  að bera saman ráð okkar í tilefni auglýsingar á nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. Við vorrum að gera því skóna að fara að lesa tillöguna og skrifa einhver mótmæli.

Við byrjuðum á því verki . En við komumst fljótt að því að slíkt er tilgangslaust. Tillagan er svo yfirgripsmikil og studd svo mikilli aðkeyptum fræðilegum athugunum og skýrslum að venjulegur maður kemst ekki neitt með múður. Það er svo mikið afl á bak við tillögur þessa fólks að þar kemst engin umræða að. Glæsilegur búningur og mikil þekking. Dýr og vönduð grafík og málskrúð mikið. Það er valtað yfir grundvallarspurningar eins og tilvist flugvallarins að enginn fær rönd við reist. Við nefndum því að undirskriftasöfnun á landsvísu væri það eina afl sem gæti komið til á móti Gnarristunum, Degi B. og Gílsa Marteini. Án þess að vita hvernig við gætum komið þessu af stað.

En nú er málið leyst án okkar tilstuðlan. Einhverjir framtaksamir menn eru búnir að setja af stað undirskriftasöfnun á vefnum

 www.lending.is.

Þar geta menn skrifað undir rafrænt.

Ég hvet alla þá sem vilja stuðla að áframhaldi flugs í Vatnsmýri að taka þátt. Aðeins tugþúsundir undirskrifta geta haft áhrif á forherðingu áðurnefndra afla í þeirri viðleitni þeirra að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll með einum eða öðrum hætti. Alveg sama þótt í andstöðu sé við 82 % fólks ef marka má skoðanakönnun mína sem hefur verið á þessari síðu nú um árabil. Aðalskipulagið vísar í íbúakosningu sem fór fram fyrir nokkrum árum þar sem mikill minnihluti tók þátt og atkvæði féllu hérumbil jöfn. Þetta túlka þeir  sem vilja fólksins. 

Svo minni ég á að það eru sveitarstjórnarkosningar eftir minna en ár. Þá hafa kjósendur tækifæri á að velja sér fólk. Þá er mikilvægt að vallarvinir minnist afstöðu frambjóðenda til flugvallarins áður en þeir greiða atkvæði.

Vallarvinir,  nú loksins fáum við tækifæri ! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þetta eru mennirnir á bak við þetta:

Formenn

Friðrik Pálsson, hótelhaldari, 892-1464

Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri, 861-9373

Stjórn

Arngrímur Jóhannsson

Friðbjörn Orri Ketilsson

Jara Fatima Brynjólfsdóttir

Jón Torfi Halldórsson

Leifur Magnússon

Matthías Sveinbjörnsson

Sigurður Einar Sigurðsson

Sigurður Hermannsson

Sveinn Akerlie

Sölvi Fannar Jóhannsson

Valur Gunnarsson

Vignir Örn Guðnason

Víðir Gíslason

Þorkell Ásgeir Jóhannsson

Bravó fyrir þessu úrvalsfólki. Venjulegu fólki án sérstakra minnihlutahópa svo sem homma og lesbía. Bara venjulegt fólk sem hefur skynsemina að leiðarljósi.

BRAVÓ BRAVÓ BRAVÓ

Halldór Jónsson, 16.8.2013 kl. 13:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tökum fram fyrir hendur misviturra borgarfulltrúa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.8.2013 kl. 14:25

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fór beint og skrifa undir

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2013 kl. 16:00

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Búin að skrifa undir.

Kolbrún Hilmars, 16.8.2013 kl. 16:33

5 Smámynd: Kristján Þorgeir Magnússon

Fínt framtak.  Búinn að skrifa undir

Kristján Þorgeir Magnússon, 16.8.2013 kl. 17:17

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta góðu vinir. Nú er að hvetja ala sem við þekkjum til að skrifa undir.

Halldór Jónsson, 16.8.2013 kl. 20:46

7 Smámynd: Þorkell Guðnason

Flugstarfsemin er nú einusinni lífæð þjóðarinnar og eina raunhæfa samgöngutenging hennar við önnur lönd. Hún getur ekki þrifist án Reykjavíkurflugvallar og þeirrar starfsemi sem þar fer fram.

Þótt húsið okkar á Kársnesinu sé beint undir lokastefnu fyrir braut 01 og rísi þar hæst upp undir aðflugs-hindranaflötinn, eru allir hér búnir að skrifa undir.

Þorkell Guðnason, 16.8.2013 kl. 21:09

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Dásamlegt fólk eruð þið Keli góður. Ég hef heyrt að adnstaða við flugvöllin sé mest í Grafarholtinu þar sem ekkert heyrsit né sést. Vinur minn einn sem býr í Skerjafirði til 50 ára seist aldrei minnast ónæðis af fluginu.

Í Orlando streyma milljónirnar af dolluruunum niður aðflugið, tvær vélar á 2 mínútna fresti. Mað ur getur varla talað saman meðan þær fara niður. En þetta er hljoð frelsinins eins og Rússin orðaði það fyrir fall Sovétríkjanna. Fyrir honum var þotuhljóðið tákn kúgaranna sem flugu drápstækjum sínum yfir höfðum borgaranna. Hann mátti ekki ferðast neitt, orrustuþotur stjórnarinnar sáu til þss. Kominn til Orlando vitraðist honum að þetta var birtingarform frelsins. Han mátti fara með þssum þotum hvert sem hann vildi. Hann var loksins frjáls.

Gísli Marteinn skilur þetta ekki þó frjáls sé. Hann vill kúga annað fólk til að hjóla en ekki keyra í bíl, sama hvað það vill sjálft. Svona maður er ekki í sama flokki og ég.

Halldór Jónsson, 16.8.2013 kl. 21:31

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég skrifaði strax undir, enda hef ég margbloggað um þetta mál og skrifað um það blaðagreinar. Er búinn að blogga um þetta og velta því upp, að óhjákvæmilegt gæti orðið að stofna til þverpólitísks framboðs í borgarstjórnarkosningunum, t. d. undir nafninu "höfðuborgarlistinn".

Ómar Ragnarsson, 16.8.2013 kl. 22:12

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eitthvað sem maður óskaði sér,að pólitík spillti þessu ekki. Aldrei heyrði ég nokkurn kvarta á Kársnesinu þar sem ég bjó yfir ónæði vegna flugvéla. Svo nú skal drífa sig og skrifa og boða fleiri.

Helga Kristjánsdóttir, 16.8.2013 kl. 22:48

11 Smámynd: Þorkell Guðnason

Vegna orða þinna um "Dásamlegt fólk".

Svo því sé til haga haldið: Það er ekki erfitt að sýna tillitssömum hlýhug. Hlýhug til flugstarfseminnar á Reykjavíkurflugvelli fylgja auðvitað óskir um gagnkvæma tillitssemi. Hérna fögnum við öllum tilburðum til þess að draga úr óþörfum hávaða eða ónæði af völdum flugsins.

Þökkum m.a. Gæslunni sem beinir þyrluflugi sínu (sjúkrafluginu) frá íbúðabyggð að nóttu - og fögnum því sérstaklega þegar fyrstu vélar á morgnana beygja út fyrir Kársnesið eftir flugtak á braut 19. o.s.frv.

Þorkell Guðnason, 16.8.2013 kl. 23:05

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka framtakið 

Búinn að skirfa undir

Gunnar Rögnvaldsson, 16.8.2013 kl. 23:29

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Löngu búinn :-)

Ágúst H Bjarnason, 16.8.2013 kl. 23:33

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Gunnar Heiðarsson, 17.8.2013 kl. 10:08

15 Smámynd: Halldór Jónsson

Ómar, eg þú hefur góðan hlut sem kannski hikstar eins og NSU Prins getur gert , þá fleygir maður honum ekki og pantar sér nýjan heldur gerir við. Eins er það með Sjálfstæðisflokkinn. Það er gert við hann ef hann hikstar, Nú hikstar hann á Gísla Marteini sem fulltrúa bullsins. Ég hef þá trú að flokksmenn átti sig á því hvað er að gerast og lagfæri það. Þverpólitísk framboð eru ekki skynsamleg því að þó að Gísli Marteinn sé svona þá er hann ekki flokkurinn. Flokkurinn þarf að setja fram þá einstaklinga sem fylgja skynseminni og það veltur á því að flokksmennirnir komi að málinu af áhuga. Ég þekki konu sem heitir Helga og ég er viss um að hún lætur ekki sitt eftir liggja.

Halldór Jónsson, 17.8.2013 kl. 11:53

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góða vinkona Helga, þú lætur ekki sitja við orðin tóm. Heldurðu að Kolla systir skrifi ekki líka?

Takk Keli. Auðvitað eigum við að taka tillit til hvers annars eins og við getum. Ekki angra dásamlegt fólk viljandi.

Gunnar, ég hefði ekki þurft að spyrja um þína afstöðu, nóg tel ég mig þekkja þig til þess.

Auðvitað er sama með þig Gústi frændi, ég þarf ekki að spyrja.

Og Gunnar Heiðarsson, svo vel þekki ég þín rökvísu skrif í gegnum tíðina aþð ég þyrfti ekki að spyrja.

En takk fyrir öll saman. Hvetjum okkar fólk og reynum að fá svo glæsilega niðurstöðu sem dugi til þess að jafnvel kali heitur hver og steinar tali þegar Gísli Marteinn sér ljósið og snýr sér til betri skilnings. Ég trúi því ekki að Sjálfstæðismaður geti ekki tekið rökum afgerandi merihluta kjósenda sinna.

Halldór Jónsson, 17.8.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 3419702

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband