Leita í fréttum mbl.is

www.lending.is

er síða sem ég hvet alla til að heimsækja.

Það er mikil nauðsyn á því að fá Borgaryfirvöld Reykjavíkur til að átta sig á því, að þau eru að taka afstöðu gegn hagsmunum landsins alls, Reykjavíkurborgar meðtaldrar, með því að taka þá stefnu sem sett er í drögum að aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2030.

Að loka norður- suður braut Reykjavíkurflugvallar árið 2016 er sama og að leggja niður innanlandsflug frá Reykjavík frá sama tíma.

Enginn annar flugvöllur mun verða byggður í nágrenni Reykjavíkur fyrir þennan tíma. 2016 er nánast á morgun!. Kostnaður við nýjan flugvöll myndi ekki nema minna en 30 milljörðum króna, og þá án pí-faktorsins sem kemur oft inn í opinberar framkvæmdir.

Það er því einsýnt að flest flug mun flytjast til Keflavíkur með þessum atburðum árið 2016. Þau þúsund störf sem nú tengjast Reykjavíkurflugvelli munu flytjast með fluginu. Reykjavík hefur þá afsalað sér höfuðborgarhlutverki sínu að umtalsverðu leyti og falið það öðrum.Vilja Reykvíkingar þetta í raun og veru?

Það er illt til þessarar þróunar að vita, því allir Íslendingar eiga þessa höfuðborg með þeim sem hana byggja. Allt Ísland er efnahagsleg heild sem þarf á skilvirkum samgöngum að halda. Greikkun samgangna fremur en hindrun þeirra eða götuþrengingar. Það á að greiða fyrir viðskiptum og þar með samskiptum manna á öllu Íslandi. Öll viðleitni sem miðar gegn þessu grundvallaratrið er óþjóðholl og röng. 

Reykjavíkurflugvöllur hefur þjónað  þjóðinni í nær sjö áratugi. Um völlinn fara hundriðir þúsunda farþega árlega. Reykvíkingar geta ekki sagt við þetta fólk að það skipti þá ekki máli.

Þessvegna þarf að taka til varna og hindra frekari skerðingar á umhverfi Reykjavíkurflugvallar en þegar eru orðnar. Landsmenn eiga heimtingu á því að byggð séu nauðsynleg og löngu tímabær mannvirki við völlinn til að hann geti sem best þjónað hlutverki sínu. Það þarf að efla Reykjavíkurflugvöll en ekki rýra.

Til þess að sýna samstöðu landsmanna um samgönguhagsmuni skora ég á alla hugsandi borgara þessa lands  að skrifa undir áskorunina á vefsíðunni. Við verðum að beita fjöldanum gegn þeim skammsýnu öflum sem ætla að eyðileggja eina af grunnstoðum samfélagsins, Reykjavíkurflugvöll.

Skrifum undir á www.lending.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Tek undir hvert orð í þessari færslu þinni, Halldór. Og auðvitað búinn að skrifa undir áskorunina.

Ómar Bjarki Smárason, 17.8.2013 kl. 22:10

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Ómar Bjarki

Og mundu endilega að hvetja þitt nánasta umhverfi til að vera með í þessu nauðsynlega átaki gegn eyðingaröflunum

Halldór Jónsson, 17.8.2013 kl. 23:07

3 Smámynd: Jens Guð

  Því má bæta við að verði flug flutt frá Reykjavík til Keflavíkur verður álag á "Keflavíkurveginn" gríðarlegt.  Við erum að tala um að hella út á þann veg hundruð þúsunda bílaumferð.  Ég er ekki með nákvæma tölu en mig minnir að undanfarin ár hafi hátt á fjórða hundrað þúsund farþega farið um Reykjavíkurflugvöll.  Þessi gríðarlegi aukinn umferðarþungi á "Reykjanesbraut" er ávísun á miklu fleiri umferðarslys og allskonar kostnað við breytingar og viðhald á þeirri leið. 

Jens Guð, 18.8.2013 kl. 00:22

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Hef nú verið að reyna það, Halldór.

Það væri nú fróðlegt að fá umhverfismat fyrir tillögu að flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur. Allar flugleiðir innanlands lengjast, nema e.t.v. flugið til Ísafjarðar, og það eykur eldsneytisnotkun og þar með útblástur gróðurhúsalofttegunda auk þess sem aukin bílaumferð bætir í þetta líka. Og svo má búast við auknum fjölda bílslysa þegar allir eru að flýta sér í flug til Keflavíkur, eins og Jens bendir á. Við þetta á e.t.v. líka bæta aukinni hættu á að fólk aki frekar en að taka flug, og þá gætu sumir verið að flýta sér....

Ómar Bjarki Smárason, 18.8.2013 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband