Leita í fréttum mbl.is

Rugludallar

þjóðfélagsins virðast allir á sjó dregnir til að þvæla um það að ríkisstjórnin sé að svíkja þjóðina um þjóðaratkvæði.

Það segir skýrum stöfum í málefnasamningi  rikisstjórnarinnar að hlé skuli gert á aðildarviðræðum og þær skuli ekki hafnar að nýju fyrr en að undagenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Hvernig í veröldinni fá Þorsteinn Pálsson og allir aðrir ESB sinnar út þá niðurstöðu að ríkisstjórnin sé að svíkja það að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu?

Segir eitthvað um það í þessum tilvitnuðu línum?

Sannast sagna liggur ekkert á þjóðaratkvæði meðan þessi ríkisstjórn situr. Hún mun ekki hefja viðræður aftur án þjóðaratkvæðis eftir að hafa gert hlé á þeim nú þegar.

Svo einfalt og kýrskýrt er þetta. Samt berja þessir aðilar lóminn og þvæla og þvæla og hver étur upp eftir öðrum.

Þetta er klár  rugludallaháttur eftir mínum skilningi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta eru engir klárir rugludallar. 

Þessir aðilar heimta nú þá þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir sig sem þeir áður vildu meina öðrum.

Klókir rugludallar væri nær sanni.

Kolbrún Hilmars, 18.8.2013 kl. 17:43

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nú er þú að rugla halldór - það var EKKI kosið um það sem stendur í "málefnasamningi rikisstjórnarinnar". allt bendir til að þinn flokkur logið um þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna esb. einfallt

Rafn Guðmundsson, 18.8.2013 kl. 17:46

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Utanríkisráðherra sagði á Bylgjunni í morgun að viðræðum við ESB hefði verið slitið fyrir fullt og allt og því engin þörf á þjóðaratkvæðagreiðslu um eitt eða neitt.

Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í gær að stjórnarflokkarnir hefðu ekki sömu sýn á málið og að það hefði ekki verið rætt, enda sögðu hann og varaformaðurinn margsinnis fyrir kosningar að kosið yrði um það á kjörtímabilinu hvort viðræðum skyldi slitið eða haldið áfram.

Hvað er í "rugli" og hvað ekki?

Ómar Ragnarsson, 18.8.2013 kl. 17:46

4 Smámynd: Ágúst Marinósson

Það er háttur rökþrota fólks að ráðast að viðmælanda sínum með ásökunum um eitthvað sem ekki kemur málinu neitt við. Það sem upp úr stendur hvað varðar þessar aðildarviðræður er þetta: Alþingi samþykkti að hefja viðræður og þær hófust. Eigi að slíta viðræðum þarf Alþingi að ákveða það. Núverandi stjórnarflokkar gáfu báðir mjög sterklega í skyn fyrir kosningar að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram á kjörtímabilinu um áframhald viðræðna. Þjóðin kallar eftir því að staðið verði við sögð orð. Við hvað eru einangrunarsinnar hræddir?

Ágúst Marinósson, 18.8.2013 kl. 17:56

5 Smámynd: Þorkell Guðnason

AÐLÖGUNARFERLI Íslands að ESB - án undangengins þjóðaratkvæðis er hreint ekki það sama og sú aðildarumsókn og samningaviðræður sem alþingi heimilaði.

Ég lít á þetta blekkingaferli sem landráð

Mér sýnist evrópskum skriffinnum og valdhöfum vera að takast með fjáraustri ESB og blekkingum, það sem Hitler tókst ekki með stáli og sprengjum.

Hér er hlekkur á umsóknarheimildina frá Alþingi:

http://www.althingi.is/altext/137/s/0283.html

137. löggjafarþing 2009.Nr. 1/137.

Þskj. 283 — 38. mál.

Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning...

Þorkell Guðnason, 18.8.2013 kl. 19:08

6 Smámynd: Elle_

Alveg satt hjá Þorkeli.  Það var engin heimild frá alþingi að ganga svona langt og Jóhanna og Össur og co gerðu.  Og líka rangt af ykkur sem segið að núverandi ríkisstjórn hafi lofað þjóðaratkvæði um þetta mál.  Viðræður verði ekki hafnar að nýju NEMA að loknu þjóðaratkvæði er ekkert lof um þjóðaratkvæði.  Þessum ruglviðræðum er lokið og mikluminnihluti Össurar ræður þessu ekki.

Elle_, 18.8.2013 kl. 19:22

7 Smámynd: Elle_

Og hverjir eru einangrunarsinnar, Ágúst, þið sem viljið lokast inni undir Brusselmúrum og yfirráðum eða við sem viljum vera fullvalda?

Elle_, 18.8.2013 kl. 19:28

8 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Rugl Rugl Rugl og aftur Rugl. Um hvað er verið að rugla, liggur málið ekki ljóst fyrir. Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla á þessu kjörtímabili,punktur! Eru menn að missa sig?

Eyjólfur G Svavarsson, 18.8.2013 kl. 19:52

9 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Heimild til umsóknar um aðild að ESB var þvinguð í gegnum þingið, menn voru sendir heim ef þeir voru ekki sammála og aðrir fengnir í staðin vilhallir umsókn. Enn aðrir hræðslupokar urðu skyndilega mjög veikir og mættu ekki, það voru þeir sem voru hræddir um þingsetu sína, og svo framvegis.Þjóðin var aldrei spurð, svo menn ættu að fara varlega í ásökunum hver í annars garð!!!!!!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 18.8.2013 kl. 20:03

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer um mann hálfgerður kjánahrollur þegar fréttastofa RUV dregur menn eins og Össur Skarphéðinsson inn í þessa umræðu. Þegar svo sá maður fer að bulla um ósamtöðu núverandi stjórnarflokka um ESB málið, verður maður gjörsamlega bit.

Össur er greinilega búinn að gleyma þeim erjum sem voru innan síðustu ríkisstjórnar um þetta mál. Þar komu saman flokkar og mynduðu ríkisstjórn, flokkar sem voru algerlega andhverfir í afstöðu til aðildar. Samt var sótt um og ríkisstjórnin óstarfhæf allt kjörtímabilið vegna þess.

Nú sitja í stjórnarráðinu tveir flokkar sem eru að öllu leyti samhuga um afstöðu til ESB.

Gunnar Heiðarsson, 18.8.2013 kl. 21:05

11 identicon

Landsfundarsamþykkt Sjálfstæðisflokksins er skýr og stjórnarsáttmálinn einnig. Það þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, það væri bara peningasóun.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 21:24

12 Smámynd: Þorkell Guðnason

HEIMILD ALÞINGIS hljóðaði upp á:

..."að loknum V I Ð R Æ Ð U M við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning"...

VIÐRÆÐUR þeirra urðu að AÐLÖGUNARFERLI - blekkingaleik sem var að leiða þjóðina í stöðu gagnvart ESB þar sem ekki yrði aftur snúið.

Þjóðaratkvæðagreiðslan um "væntanlegan aðildarsamning" hefði þá verið um orðinn hlut og því marklaust fálm út í loftið.

Landráð í mínum huga, því örþjóðin Ísland heldur ennþá stöðu sjálfstæðs ríkis meðal þjóða heimsins þrátt fyrir að íbúafjöldi sé á við lítið bæjarfélag í Evrópu (t.d. Aachen í Nordrhein-Westfalen)

- Það þarf varla æðri menntun - hvað þá heila doktorsgráðu í kynferðismálum ferskfiska - til að sjá í hendi sér að áhrif Íslands innan ESB yrðu tæpast meiri en þau áhrif sem íbúar Kolbeinseyjar eða etv. Haganesvíkur hafa nú á íslenskt stjórnkerfi.

Þorkell Guðnason, 18.8.2013 kl. 22:08

13 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvernig í Andskotanum stendur á því að ESB sinnar flitja ekki til Brussels???????????

Vilhjálmur Stefánsson, 18.8.2013 kl. 23:05

14 Smámynd: Elle_

Og þeir svara aldrei þessari spurningu, Vilhjálmur.  Yfirgangurinn er svo mikill að þessi mikluminnihluti ætlar að stjórna landinu þvert gegn vilja hinna.

Elle_, 18.8.2013 kl. 23:13

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

EES er flokkað undir : nágranna saminga sem Umboðið Brussel  [N.B ekki allra Meðlima ríkja , heldur að vali hæfs meirihluta þeirra]  fékk til að útvíkka framtíðar grunn efnahagslögsögu  þeirra. Sviss er búið að losa sig unda þessu þroska ferli væntalegra Umsækjenda [vegna fjámála sérstöðu sinnar] og það að Ísland er orðið viðurkendur Kandidat, segir líka að EU þarf ekkert semja við Ísland: Ísland  getur verið til eilífaðar inn á Efnhagslögsögu II, eins og fleiri eyríki t.d: Falklandeyjar , Kanarý  og Franka Polensía. Vanmeta höfunda EU: Þjóðverja og Frakka  gerir lið  með svipaða greind og 1933.      Að efast um hæfi Umboðisns : þeirra hæfust í EU til uppfylla EU grunnlög, lög [samþykkt í dag af Þinginu, með reglum og tilskipunun og Seðlabanka kerfi og Fjáfestingarbanka, leyniþjónustu og skatta tölfræðistofnum , eða aðgang að öllum hæfustu stofnum EU Meðlima ríka, gera þeir sem skilja ekki að þeir hæfust sigra alltaf með eða án samninga.    Sá sem er orðin Kandidat, þar að hafa stjórnskrá í samræmi  og góðan meirihluta sinna Ríkisborgara sem hann ber framfærsluskyldu á, bak við til að auka skatta Brussel með góð í framtíðinni. Vita hvað hans einka heilsölu inn kaupa aðilar vilja fá úr sameiginlega lávirðis heildsölu grunninum á móti því sem hans einka heildsölu aðilar losna við inn í EU kvóta pottinn.  80% í millríkja vöru viðskiptum er ekki proffitable á öllum 30 árum. Kallast Prime market: grunnúr  fyrir  elítu og secondary market.  Það er hægt að umorða hlutina. 

Standa sig inn á EES er númer 1. 2 og 3, hámarka . Raunvirði launaskatta og vsk. af þeim inn á Íslands markaði. Launaskattar í EU fjármagna heima  lífeyrisframskyldu meðlima ríkja [80% fer til sveitarfélags=Borgar] rest í ramma þrepum til Ríkis [og  Ríkja sambanda: Sjá Ítalíu, Frakkland, Þýskland og Bretland ].  Söluskattar fara [ríkis innkoma] fer svo í að tryggja vsk. geiranna [lögðilanna] í samræmi. Reiðufjárinnkomuskattar á einstaklinga eru lagið á fyrir sameiginlegu grunntryggingarkostnaði, Borgarar með virkilega innkomu fá persónuaflátt á 1 þrepi sem rann til Amtanna á Norðulöndum og rak aumingja spítala. Síðar er hefðin að þessi rammi [heildarinnkoma mínus 1 þreps afláttur: x  % ] fari beint í grunn heilsutryggingar allra.  Danir og Bretar er í vandræðingum , vegna LÁSKATTA STEFNU SEM ÞEIR TÓKU UPP: SeLJA Sitt  LÁLAUN framfæsluskyldulið MEÐ LÆGRI NETTÓ SKÖTTUM FYRIR atvinnurkendur.    Danir sögðu um 2000 að innkoma ríkisins á 1 þrepi stæði lengur ekki ein undir grunn heilbrigðistrygginum þar.  Ég skil ekki hvernig hæfur meirihluti í EU telur Ísland hæfan umsækjanda. Hægri Frakkar skildu heldur ekki þjóðverja, þegar þeir töldu : Portugal, Spánn, Grikkland á sínum tíma ekki potentiel í grunn sinnar velferðar til framtíðar.  Sumir eru ekki að sækast eftir ríkjum sem eru hæf til innri samkeppni um elítu tekjur í EU. Útsvar á Íslandi er ekki skilið frá á launseðlum hér  [grunn skattur sem ekki afláttabær erlendis: allir  einstaklingar hlutfalllega jafnt: fá endur greitt síðar]. Hér eins og í USA eru líka lagðir starfsmanna skattar á Vsk. aðila sem ekki koma fram á launseðli. Í Skandinavíu  , Þýsklandi teljast allir skattar á starfsmenn hluti þeirra heildar launa.    Starfsmenn í USA og Svíþjóð er samt í augum atvinnurekenda kosta álíka mikið í heildina. Atvinnurekendur greiða þess skatta með sínum sölu tekjum vsk. og líka útborgaðar skattalagt  reiðufé til starfsmanna á hverju ári. Þegar bændur [leiguliðar] voru um 90% íbúa í sumum ríkjum, þá greiddu þeir tekjuskatta það er hreppstjórinn kom og hirti af þeim hluta til senda í skemmur yfirvaldsins. Erlendis er ekki tekið neitt af sem ekki var lagt á áður.  Ríkið þarf ekki prenta seðla [eða selja neitt] fyrir launaskatti sinna strafsmanna: þetta eru millifærslur bakfærðir jafn óðum , svo þeir megi njóti sömu virðingar og þeir sem skila raun launasköttum.  Ef hætt er að leggja [launa] skatt á ríkistarfsmenn hér þá lækka þeir í Heildarlaunum. Raunvirði þjóðartekna breytist ekkert.
  Bara það reiðfé á hverju ári sem hefur farið í gegnum söluskattskylda veltu til einstaklinga , telst raun reiðufé í umferð og virði er þá allt vegið magn vöru og þjónustunnar sem fékkst fyrir þá á sama skatta ári. PPP er vístala allra markað heims, hCIP er sérstaklega fyrir EU: þar seljast krælkóttar gúrkur til dæmis á hlufallslega hæsta verði í heiminum, beyglaðar gúrkur, gríseyru, og ,margt annað: styrkir þá Evru í augum hennar borgarar.  

Hlé á aðildar viðræðum með Íslendingar eru byggja hér nýtt framtíðar heimgengi : Hækka hcip-gengi eða PPP-gergi raunvirði seldrar  vsk þjónustu og vöru á Íslandsmarkaði. Til dæmis með láta alla atvinnurekendur skila sama útsvari [Prósentu] á reiðufé sinna starfsmanna. Skilgreina eins og í USA. lámarksvinnu tími á Íslandi er 1000 kr. klukkstund og kostar Atvinnurekenda [starfsmannleigu] líka 400 kr. í Útsvar.  Heildar lámarks launastund þannig 1400 kr. [einyrkjar skila 200 kr. USA gerir þenna mun auðveildar einstaklingu að ráða starfsmenn síðar og gerir almenn söluverð í dreifbýli ekki eins dýr í samanburði] Öll stéttar félög, einstaklingar og atvinnurekendur   sitja þannig við sama borðið. Sveitafélag sem vill gefa afslátt að barnavinnu og lausráðningu [130 tímar] t.d. réttlættir þessar niðurgreiðslur opinberlega, fyrir þess tilteknu atvinnurekendur: svo þeir njóti ekki sömu virðingar [meðalgreindra stjórnmámálmanna hér].

Júlíus Björnsson, 19.8.2013 kl. 04:01

16 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Elle,kæri bloggvinur, þetta er elveg hárrétt hjá þér.Margir þessarra manna eru ekki svaraverðir, en þeir munu blogga í sama dúr fram í rauðann dauðann.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 19.8.2013 kl. 07:39

17 Smámynd: Halldór Jónsson

Það skiptir ekki máli hvað menn segja að sé sinn vilji fyrir kosningar.Hafi menn sagt eitthvað vera ófávíkjanlegt atriði þá hafa menn útilokað sig frá samningum um eitthvað annað.

Þegar gerður er samstarfs samningur við aðra gildir það sem í honum stendur. Þar í er skráð hvaða stefnumál muni samstarfið hafa uppi. Er ekki ljóst að það sem ekki stendur þar hefur ekki hlotið framgang í samningnum?

Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 07:40

18 Smámynd: Baldinn

Það verður að kjósa um þetta mál því annars verður þetta hangandi yfir okkur.  Ruglið hér og annars staðar heldur annars áfram t.d. að þeir sem vilja ESB eigi bara að flytja til Brussel.  Þeir sem eru á móti ESB eru greinilega skit hræddir við að þjóðin fái að kjósa um málið.

Baldinn, 20.8.2013 kl. 15:52

19 Smámynd: Elle_

Það á ekki að kjósa um framhald á óleyfilegum stjórnsýslubreytingum í ríkisstofnunum.  Það segir sig sjálft að það á að stoppa þetta.

Elle_, 21.8.2013 kl. 12:47

20 Smámynd: Elle_

Það er líka ekkert rugl að þeir sem vilja þetta, eigi bara að flytja þangað.  Væru nokkrar manneskjur að heimta dýrt þjóðaratkvæði um að sameinast Bandaríkjunum, þætti ykkur líklega rökrétt að við bara flyttum þangað, eða hvað?

Elle_, 21.8.2013 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 3419704

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband