19.8.2013 | 09:21
Reykjavíkurflugvöllur er frá 1919
þar sem hann er enn í dag.
Reykjavíkurflugvöllur er ekkert fyrirbrigði sem Bretar dengdu yfir okkur nauðuga. Heldur er hann skipulagslega ákveðinn löngu fyrir þann tíma.
Þaðan fór fyrsta atvinnuflugið fram árið 1919:
"Í frétt á forsíðu Mbl þann 4. sept 1919 stendur:
"En um kl 5 í gær gerðist óvæntur atburður suður á Flugvelli"
Þar er verið að segja frá fyrsta flugtaki flugvélar af íslenskri grund. Avro504 flugvél Flugfélags Íslands (nr1)
flaug með farþega gegn gjaldi og var flug á þess vegum því auðvitað atvinnuflug.
Sami flugvöllur, en endurbættur, var t.d notaður af Hollendingum sem stunduðu þaðan veðurrannsóknir árin 1932-3
http://www.aerofile.info/fokkerd7/d7html/polaryr.htm "
Í Morgunblaðinu 13.janúar 1940 er fyrirsögn:
" Flugvöllurinn verður við Skerjafjörð
Lengi hefur verið bollalagt hvar flugvöllur Reykjavíkur ætti að vera í framtíðinni. Ýmsir hafa haft augastað á Vatnsmýrinni....
Efti því sem valgeir Björnsson bæjarverkfræðingur skýrði blaðinu frá í gær, er nú fundinn mjög álitlegur staður fyrir flugvöll suður við Skerjafjörð. Svæði vestur af hinu fyrirhugaða íþrótasvæði vestan við Öskjuhlíðina. Þar eru mýrar sem sljetta má fyrir flugvöll Tilvalinn staður. Þó ekki of nálægt.."
Í Vísir 11.mars 1940(áður en Bretar komu) stendur á forsíðu Vísis sem var fyrstur með fréttirnar að vanda :
Á síðasta fundi sínum samþykti bæjarráð tillögu Skipulagsnefndar um flugvallarstæði, fyrir sunnan Vatnsmýrina, að
Skerjafirði. Er þá ólíklegt annað en að bæjarráð samþykki tillöguna einnig.
Skipulagsnefndin hefir látið fara frani rannsókn á mörgum stöðum i nágrenni Reykjavikur með tilliti til flugvallagerðar og varð Vatnsmýrin fyrir valinu.Hefir hún m. a. þann kost, að liggja að Skerjafirðinum, þar em talin er ágæt lendingarstöð yrir sjóflugvélar.Er haganlegt að geta sameinað lendingarstöðvar land- og sjóflugvéla. Heildarstærð lands þess, sem tlað er undir flugvöllinn, er 6.8 ha., þar af 40.2 ha. í einkaeign, en 8.6 ha. af landi þvi, sem bærinn á, er í erfðafestu. Á þessu landsvæði er nægt landrými fyrir flugvöll, þar em allstórar millilandaflugvélar geta lent....
Merkilegt að því skuli vera haldið að okkur í dag að þessi flugvöllur hefi verið settur niður af Bretum í óþökk allra sannra Reykvíkinga. Þessvegna fari okkar nýmóðins skipulagsfræðingar okkar í dag fram þeim hætti sem þeir gera.
Flugvöllur í Vatnsmýrinni er það sem allir sannir Reykvíkingar hafa stefnt að allt frá 1919.
En nú er oss fæddur frelsarinn Gísli Marteinn sem kunnugt er. Er því ef til vill við hæfi að miða hið nýja tímatal við þanna atburð. f.Gísla eða e. Gísla.
Enda nokkuð langt síðan að árið 1919 leið og vísir menn fjölluðu um málefni Reykjavíkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:12 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.5.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
-
ghe13
-
sigurjonth
-
andrigeir
-
annabjorghjartardottir
-
ansigu
-
agbjarn
-
armannkr
-
asdisol
-
baldher
-
h2o
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjarnimax
-
zippo
-
westurfari
-
gattin
-
bryndisharalds
-
davpal
-
eggman
-
greindur
-
bjartsynisflokkurinn
-
elfarlogi
-
eeelle
-
sunna2
-
ea
-
fuf
-
fhg
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gilsneggerz
-
gudni-is
-
lucas
-
zumann
-
gp
-
gun
-
topplistinn
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
gustaf
-
heimssyn
-
diva73
-
helgi-sigmunds
-
hjaltisig
-
minos
-
hordurhalldorsson
-
astromix
-
fun
-
jennystefania
-
johanneliasson
-
johannvegas
-
jonatlikristjansson
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonlindal
-
bassinn
-
jvj
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
kje
-
ksh
-
kristinn-karl
-
kristinnp
-
kristjan9
-
loftslag
-
altice
-
ludvikjuliusson
-
maggij
-
magnusthor
-
mathieu
-
nielsfinsen
-
omarbjarki
-
huldumenn
-
svarthamar
-
pallvil
-
peturmikli
-
valdimarg
-
ragnarb
-
samstada-thjodar
-
fullveldi
-
siggus10
-
sisi
-
siggisig
-
ziggi
-
siggith
-
stjornlagathing
-
pandora
-
spurs
-
kleppari
-
saethorhelgi
-
tibsen
-
ubk
-
valdimarjohannesson
-
skolli
-
valurstef
-
vilhjalmurarnason
-
vey
-
postdoc
-
thjodarheidur
-
icerock
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
icekeiko
Athugasemdir
Fróðlegt, takk
Sigurður Þórðarson, 19.8.2013 kl. 10:04
takk fyrir innlitið Sigurður vinur
Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 11:13
Þetta er fróðlegt og ég er einn af þeim sem var kennt að völlurinn hefði verið lagður af hernámsliðinu.
Er einhverstaðar hægt að nálgast teikningar af skipulaginu á þessum tíma? (t.d. 1919-1940)
Ég er sjálfur flugdellukarl og einnig með brennandi áhuga skipulagi - sérstaklega hvernig það breytist í gegnum tíðarandann. Það er nefnilega ýmislegt sem breytist í hugsunarhætti á milli kynslóða og jafnvel bara á milli kosninga. Reykjavík ber þess augljóslega merki.
Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2013 kl. 12:02
Takk fyrir gott innlegg. Ég er árgerð 1941 og hef heyrt þetta sem þú segir, og að herinn hafi svo endurbætt völlinn. Þannig að við Íslendingar eigum allt frumkvæði að þessum velli, allt annað tal er ekki rétt með farið, og ekki von að litla Skógarmúsin viti það.
Eyjólfur G Svavarsson, 19.8.2013 kl. 12:20
Sumarliði
Ég hef ekkert svoleiðis en það hlýtur að vera til á borgarskipulaginu.
Eyjólfur
Já mér finnst þetta eiga erindi í umræðuna. Þarna hafa feður Reykjavíkur ákveðið að hafa flugvöll fyrir land og sjóvélar. Það er eins og núna sé allt annað uppi á teningnum.
Munið eftir www.lending.is
Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 14:35
Efnið í þetta innlegg kemur frá Þorkatli Guðnasyni eða Kela eins og allir vita hvaða Keli það er á vellinum. Hann er óþreytandi baráttumaður hann Keli ef flugmál eru annarsvegar
Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 14:37
Frábært innlegg!
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.8.2013 kl. 15:29
Það eru til teikningar af flugvellinum eins og hann átti að verða frá því fyrir stríð, með minnst tveimur flugbrautum og var byrjað á að hreinsa grjót af Skildinganesmelum.
Það er nefnilega rangt að flugvöllurinn sé í Vatnsmýri þótt það skipti svo sem ekki jöfuðmáli, en hentar afar vel vallarandstæðingum, af því að Vatnsmýrin er næst miðbænum.
Aðeins 30% flugvallarins er í Vatnsmýri en 70% (m.a. öll austur-vestur-brautin) er á Skildinganesmelum og í Skerjafirði.
Þungamiðja flugvallarins þar sem allar brautir hans skerast, er á Skildinganesmelum.
Ómar Ragnarsson, 19.8.2013 kl. 15:32
Ég hef meira að segja sýnt á Stöð 2 möguleika á að flugvöllurinn fari alveg úr Vatnsmýrinni með því að lengja austur-vestur-brautina og búa til nýja norður-suður-braut, en vallarandstæðingar í borgarstjórn eyðileggja það ef samningur þeirra við ríkið um nýja byggð á brautarstæði na-sv-brautarinnar verður framkvæmdur.
Ómar Ragnarsson, 19.8.2013 kl. 15:34
Avro 504K í Vatnsmýrinni árið 1919:
Ágúst H Bjarnason, 19.8.2013 kl. 15:44
Ómar, hvar er hægt að nálgast þennan þátt sem var sýndur á Stöð 2?
Áttu einhverjar skjámyndir/grafík/teikningar úr þættinum sem þú getur sett á netið til fróðleiks fyrir okkur sem misstum af þessum þætti?
Sumarliði Einar Daðason, 19.8.2013 kl. 15:51
Þakka þér Ómar fyrir þetta skilmerkilega innlegg. Eignaðist ríkið Skildinganes þegar Bretar byggðu völlinn? Ergo hlýtur ríkið að eiga völlinn.
Það þarf að afmá þann gerning þegar Ömmi og Gnarrinn sömdu um að eyðileggja völlinn með því að taka 05/25. Þeir áttu ekkert með þetta. Svívirðilegast var að þeir skyldu undirrita þetta í flugstöðinni. Svona álíka þegar Hitler lét Frakka skrifa undir í sama járnbrautarvagninum og notaður var til að skrifa undir uppgjöf Þjóðverja 1918.
Maður fyllist lotningu fyrir Hollendingunum sem flugu upp í þessa svaka hæð í 63 stiga frosti í þessum vélum. (Sömu tegund og Cecil Lewis kenndi sjálfum sér aerobatics á 1915, sjá Sagittarius Rísandi). Höfðu þeir súrefni?
Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 16:34
Já og tillagan þín Omar um að lengja n-s brautina út í sjó var vitræn lausn en alveg óþörf þar sem völlurinn á að vera kyrr. Völlurinn blífur en Gísli Marteinn ekki!
Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 16:36
Reykjavíkurflugvöllur var vissulega lagður af Bretum sem hófust handa við gerð hans í október 1940. Þangað til er varla hægt að segja að flugvöllur í eiginlegri merkingu hafi verið á svæðinu, þó Cecil Faber hafi hafið flugtök og lendingar á grasbala þar árið 1919, og tilraun gerð til flugrekstrar á árunum 1928-1931. Fram til 1940 var nánast allt flug á Íslandi nefnilega meira og minna framkvæmt með sjóflugvélum vegna skorts á flugvöllum og heppilegum lendingarstöðum á landi.
Flugfélag Íslands, hið þriðja, hafði nýbyrjað áætlunarflug vorið 1940 frá grasbrautum á svæðinu þar sem nú er Reykjavíkurflugvöllur. Þá var vissulega búið að ræða um að staðsetja flugvöll á svæðinu, eins og bent hefur verið á. En held það sé ofsögum sagt að hann hafi verið skipulagður sérstaklega þar til framtíðar, heldur fremur litið til þess hvar hægt væri að útbúa hann fyrir sem minnstan tilkostnað á stað sem ekki var of langt frá væntanlegum farþegum. Sama grein og Halldór bendir á segir nefnilega að flugmenn hafi líka ágirnst Kringlumýrina fyrir flugvallarstæði.
Síðan gerist það að Bretar mæta vorið 1940 og þurftu almennilegan flugvöll strax. Og viti menn, flugtök og lendingar voru praktíseraðar á opnu svæði við Skerjafjörð. Stuttu síðar bættist Kaninn við og þurfti líka flugaðstöðu. Kaninn hófst hins vegar fljótlega handa við að byggja annan flugvöll, Meeks flugvöll, á hentugra svæði heldur en Reykjavíkurflugvöllur stendur á. Sá völlur stendur enn og heitir Keflavíkurflugvöllur í dag.
Það er því alveg hægt að segja Reykjavíkurflugvöllur eins og hann er í núverandi mynd hafi orðið til óvart. Núverandi staðsetning var sennilega sú heppilegasta út frá aðstæðum á þeim tíma.
Og þar er hann enn og þarf svo sem ekkert að víkja fyrir mér.
Erlingur Alfreð Jónsson, 19.8.2013 kl. 18:04
Erlingur Alfreð
Hvað þú "held(ur) að sé ofsögum sagt", breytir engu um staðreyndir. Í Mbl 10.mars 1940
http://timarit.is/files/12228054.pdf
http://timarit.is/files/12228065.pdf
og í Vísi 11.mars 1940 eru fréttir um að Bæjarráð Reykjavíkur hafi á síðasta fundi sínum samþykkt tillögu Skipulagsnefndar Rvk um framtíðarstaðsetningu innanlands- og millilandaflugvallar sunnan Vatnsmýrar.
Tillagan studdist við uppdrátt Gústafs E Pálssonar verkfræðings frá 12.sept. 1937 sem sýndi frumhugmyndir að "Flughöfn í Vatnsmýrinni, Reykjavík"
Þann uppdrátt má t.d. sjá á forsíðu Nýja dagblaðsins 23.janúar 1938
Þessi stórframkvæmd sem hlotið hafði samþykki skipulagsyfirvalda í Reykjavík, varð síðan að veruleika löngu fyrr en nokkurn gat órað fyrir og barst íslenskri þjóð upp í hendurnar eins og á silfurfati.
Þetta er eitt fjöreggja þjóðarinnar, vagga- uppeldis- og menntastofnun fyrir flugstarfsemi eyþjóðar langt norður í Atlantshafi, sem á allt sitt undir flugsamgöngum.
Er ekki nóg komið af hrokafullum pólitíkusum sem reyna að slá keilur og fleyta sér til metorða með froðusnakki og hræðsluáróðri gegn flugi en ofdekri við boltaleik, golf og jafnvel hrossasport.
Þorkell Guðnason, 19.8.2013 kl. 23:08
Afsakaðu Þorkell. Ég þakka leiðréttinguna og tek þessi ummæli mín, sem þú vísar í, bara til baka auðmjúklega. Gerði reyndar stutta leit á timarit.is áður en ég ritaði fyrri færsluna en sá ekki þessar greinar sem þú bendir réttilega á, og hefðu þurrkað þessi ummæli út.
Er sjálfur með um 2-300 lendingar á Reykjavíkurflugvelli og finnst bölvuð vitleysa að hugsa um að "færa" hann. Sérstaklega eftir að brautirnar voru endurbyggðar í kringum 2000, sem var mikil bót. Hitt er svo spurning hvort megi breyta honum eitthvað.
Tek annars undir lokaorð þín, það má vissulega gera betur við flugið og held að of fáir geri sér grein fyrir hversu margir vinna við flug- og flugtengda starfsemi á Íslandi.
Erlingur Alfreð Jónsson, 19.8.2013 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.