Leita í fréttum mbl.is

Hvar er landsbyggðin?

Af hverju eru ekki komnir fleiri en 21.000 undirskriftir með flugvellinum?   Ég held að það séu bara við þessir nánustu vallarvinir hér í kring.

Vantar ekki fólkið sem á mest undir því að völlurinn blífi? Landsbyggðina eins og hún leggur sig?

Hvernig eiga þeir að greiða atkvæði sveitamennirnir sem eiga ekki tölvu? Verða stjórnendurnir  söfnunarinnar ekki að ná til þessa fólks líka?

Reykjavíkurflugvöllur verður bráðum hundrað ára á sínum stað á Skildinganesmelum þó að endinn á honum nái út í Vatnsmýri þar sem gullið er geymt. Hann skal verða hér lengi enn þegar þeir Gísli Marteinn og Gnarrinn eru löngu  gleymdir.

Landsbyggðin láti ekki sitt eftir liggja að lýsa stuðningi við Reykjavíkurflugvöll. Nú ríður á að skynsamt fólk taki höndum saman og stöðvi eyðingaröflin sem að honum steðja. Gerum framtíð hans glæsta. 

www.lending.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sennilega er það rétt að nú í byrjun séu það fyrst og fremst "nánustu" vallarvinir sem hafa skrifað undir.  Þeir sem skilja að flugvöllurinn er ekki síður mikilvægur höfuðborginni en landsbyggðinni.

Hitt sjónarmiðið hef ég heyrt frá landsbyggðinni - sem er íhugunarvert: 

"Okkur er sama hvar flugvöllurinn er staðsettur ef hátæknispítali er nærtækur og aðrar stofnanir sem við þurfum að leita til."

Ef höfuðborgin vill ekki standa undir nafni...

Kolbrún Hilmars, 19.8.2013 kl. 19:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Kolbrún,

ég er viss um að þetta er nærri lagi. En sérðu þessa vitringa hætta við að byggja skrímslið sem þeir eru búnir að teikna útþanið með kílómetra göngum, eins vitlaust og það er nú fyrir spítala.

Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 19:47

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, sé það ekki en þarna eru einhverjir sem vilja reisa sér minnisvarða.  Að óverðskulduðu - því ekki borgar þeir brúsann.

Sennilega væri réttast að byggja nýja sjúkrahúsið á Skaganum, nýjan flugvöll einnig og gera Akranes að höfuðborg landsins.   Flugskilyrði þar eru eflaust svipuð og hér við Skerjafjörðinn.

Kolbrún Hilmars, 19.8.2013 kl. 21:07

4 Smámynd: Halldór Jónsson

nei Kolbrún mín, það held ég ekki að neinn flugmaður taki undir með hvað veðurskilyrðin varðar

Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 21:15

5 Smámynd: Halldór Jónsson

en ÞEIR eru alltaf örlátir á okkar aura

Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 21:16

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ég hef auðvitað minna en ekkert vit á flugskilyrðum, en eru þau eitthvað skárri á Miðnesheiðinni en uppi á Skaga?

Það er jú talað um að flytja innanlandsflugið þar suðureftir.

Kolbrún Hilmars, 19.8.2013 kl. 21:31

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Færum höfuðborgina niður á selfoss.  Það má koma fyrir millilandahöfn á Þorlákshöfn þá, hafa völlinn þarna rétt hjá, skella upp sjúkrahúsi og hvaðeina.  Þetta verður fljótt að verða stórborg.

Veit ekki hvað verður um RKV á meðan.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2013 kl. 22:39

8 Smámynd: Þorkell Guðnason

Misvitrir íslenskir pólitíkusar komu í veg fyrir það 1952, að Bandaríkjaher - eftir mikinn undirbúning - gerði höfn í Þykkvabæ, austan Þjórsáróss - auk millilanda flugvallar á Geitasandi. Annars væri Hella á Rangárvöllum nú höfuðstaður Íslands og Keflavík teldist tæplega þéttbýli.

Höfninni var marg-lofað og loforðin marg-svikin og loks var höfninni stolið frá Þykkbæingum og illu heilli plantað niður austast í Landeyjum - með alkunnum afleiðingum.

Þorkell Guðnason, 19.8.2013 kl. 23:30

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Já já Kolla, það er mun betra þar en á Skaganum í Hvalfjarðarstrengnum og undir fallvindunum af fjöllunum.

Ásgrímur,

þú ert stór í brotinu.Skilyrðin eru hinsvegar verri hvað hafnaraðstöðu snetrir á Selfossi en í Reykjavík

Keli

Nú er víst staðan þannig að aðeins verður siglt í lLandeyjahöfn yfir sumarið en yfir veturinn frá Þorlákshöfn. Hafaldan er svo stríð þarna og öldulengdin svo mikil að það er vonlaust að sigla inn í hafnarkjaftinn, þó svo að dælt væri fyrir skipunu(sem er víst líka vonlaust yfir veturinn), að það rekst bara utaní garðana stjórnlaust. Hefði höfnin verið í Þykkvabænum þá væri þetta ekki vandamálið

Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 23:36

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Sem sagt,Landeyjahöfn er mislukkuð nema sem sumarhöfn ef stöðugt er dælt. Ég vil leiða Markarfljótið í endann á henni og láta það spúla hana út stöðugt en skrúfa bara fyrir þegar Herjólfur siglir inn.

Vill einhver mótmæla þessu sem bulli?

Halldór Jónsson, 19.8.2013 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband