Leita í fréttum mbl.is

Þýskur 11 ára snáði

kunni margföldunartöfluna þegar ég spurði hann hvað 7 x 8 væri. Hann hugsaði sig um og sagði svo 56.

Ég var að tala við foreldra hans á hlaðinu á Geysi. Við töluðum um menntamál og ég sagði að nú ætti að stytta námið á Íslandi. Það væri auðvitað ágætt að menn yrðu fyrr stúdentar eins og mér hefur skilist á menntamálaráðherra.

En ég sagði það mína skoðun að vandamálið okkar væri í grunnskólanum. Við blönduðum öllum saman í bekki óháð námsgetu. Þau sögðu að þetta væri líka svona í Þýskalandi og væri ekki gott. Ég sagði þeim að ég hefði ekki hitt neinn grunnskólagenginn Íslending hérna nýlega , 11- 12 ára,  sem kynni margföldunartöfluna. Að því búni vatt ég mér að piltinum og spurði. Hann svaraði sem áður segir. Foreldrarnir urðu ekkert hissa á þessu og sögðu þetta kennt í skólanum. Ég sagði þeim að minn árgangur í góðum bekk hefði kunnað töfluna í 10 eða 11 ára bekk. Það væri ekki svo lengur. Í blönduðum bekkjum leiddist öllum, þeim sem gætu lært en fengju það ekki því það væri verið að bíða eftir þeim seinni.

Ég hef marglýst þeirri skoðun minnni að grunnskólanemi sem ekki kann töfluna á ekkert erindi í gagnfræðaskóla til að læra algebru eða stærðfræði. Grunnskólinn okkar hefur að mínu viti gersamlega brugðist nemendum sínum í þessu atriði og því er ástandið svona slæmt þegar ofar dregur í gagnfræðaskólann.  Brottfall verður auðvitað þegar fólkið getur ekki fylgst með í stærðfræði af því að grunninn vantar. Það kann ekki að reikna, deila eða margfalda eða skrifa upp dæmi. Ég held að menntamálaráðherra ætti að kanna þetta ástand áður en hann fer að útskrifa stúdenta sem ekki kunna töfluna.

Það var gaman að hitta þessa þýsku foreldra og þennan 11 ára snáða. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sammála, börn sem eru (miklu) fljótari að grípa ,verða hálferfið í bekk því þau þurf að bíða í staðin fyrir að halda áfram.

Helga Kristjánsdóttir, 21.8.2013 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband