Leita í fréttum mbl.is

42.500 undirskriftir komnar

á www.lending.is

Þetta stefnir ákveðið upp á við en hægar. Aðeins mikil stuðningsyfirlýsing getur hreyft við þeim öflum sem nú hafa skipulagsvaldið til að eyðileggja Reykjavíkurflugvöll. Síðast í gær var ung menntuð stúlka í skipulagsnefnd held ég á ÍNN í viðtali við Helga Hjörvar. Þar var hjólhesturinn og strætó í fyrsta forgangi og flugvöllurinn fordæmdur.  Því var eiginlega mótmælt að aðrir en Reykvíkingar hefði nokkuð með Reykjavíkurflugvöll að gera og hann væri því algerlega upp á náð og miskunn borgaryfirvalda kominn. Enginn minnist á að flugvöllurinn var ákveðinn þarna sem hann er af löglegri borgarstjórn Reykjavíkur áður en Bretar kláruðu hann í núverandni mynd.

Hugsanlega er hægt að fá fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Reykjavíkurflugvöll sem afgreiddi málið í eitt skipti fyrir öll með því að nægilegur fjöldi skrifaði undir stuðningsyfirlýsinguna. Þá kæmu þjóðhagsleg áhrif flugvallarins til greina en ekki bara sveitarstjórnarlegar ákvarðanir. En til þess verða að koma fram miklu fleiri undirskriftir en þegar hafa safnast til að vekja nauðsynlega þjóðarvakningu.

Hinsvegar þurfa þeir sem Reykjavíkurflugvöll nota að sýna íbúum Reykjavíkur tilitsemi. Flugvélar í flugtaki til suðurs geta alveg beygt framhjá Kársnesi til að hlífa eyrum fólks. Sem flestar ættu að gera þetta. Þyrluútgerð með túrista er næsta ný af nálinni. Það er langt frá því að þessi umferð geri þetta. Miklu fremur fantast hún á hlustum fólks á flugvellinum og í nágrenni hans og því meir sem meira er að gera.   Sem hún gæti dregið úr ef vilji væri fyrir hendi með því að hækka flugið fyrr og velja betri leiðir. Fyrir utan þyrluflugið er samt  ótrúlega rólegt í kring um flugvöllinn og flugumferð er eiginlega hverfandi. Miklu veldur hugsanlega að einkaflugið er mikið aflagt vegna ástandsins og einnig kennsluflugið.

Flugvöllurinn þarf auðvitað að lifa í sátt við íbúa Reykjavíkur  í gagnkvæmri virðingu og tillitssemi. Margt hefur verið gert í þessum efnum en gera má betur.

Áfram með undirskriftirnar! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband