Leita í fréttum mbl.is

Sæstrengur til Bretlands

og hugleiðingar hagfræðingsins Jóns Steinssonar þar um , verða Gunnari Heiðarssyni tilefni til hugleiðinga um þá grundvallarspurningu sem vaknar um hvort við eigum að vinna vöruna innanlands eða senda hana óunna úr landi.

Gunnar Heiðarsson segir m.a.:

Það vekur vissulega upp stórar spurningar þegar dósent í hagfræði ritar grein í dagblöð, þar sem hann telur lagningu ljósshunds til Bretlands vera góðann kost. Þetta gerir Jón Steinsson, dósent í hagfræði, í Fréttablaðið...

....Fyrir það fyrsta sleppir Jón alveg þeirri staðreynd að enn er ekki til tækni eða þekking til að leggja slíkann streng milli Íslands og Bretlands. Auðvitað mun sú tækni fást, en hvenær og hversu dýr hún verður, veit enginn enn. Meðan svo er, er í raun ástæðulaust að velta þessum möguleika fyrir sér. ...

..... Hann nefnir að Bretar séu tilbúnir að greiða u.þ.b. 200 dollara fyrir hverja MWs, meðan álverin hér á landi borga 30 dollara fyrir hverja MWs. Út frá þessari staðreynd fær hann út að hagnaðurinn muni verða gífurlegur.... Hann sleppir þeirri staðreynd að vinnsla gas og olíu með aðferð sem kallast "fracking", hefur fleytt fram í Bandaríkjunum ...... Þetta hefur leitt til þess að Bretar eru þegar farnir að prófa þessa vinnslu, en vitað er að mjög mikið magn af gasi og olíu má vinna innan Bretlands með þessari aðferð og reyndar um alla Evrópu. Gera verður ráð fyrir að frekari vinnsla þar í landi með þessari aðferð muni lækka verð orku verulega, þegar fram í sækir. 

Þá fer dósentinn frjálslega með kostnað við lagningu og rekstur strengsins, enda erfitt að reikna eitthvað sem ekki er þekkt. Það liggur þó fyrir að sá kostnaður verður töluverður og þó ekki sé ljóst hver hann verður, leyfir dósentinn sér að kasta þar fram tölum. Þessi kostnaður, sem enginn veit hver myndi verða, mun auðvitað reiknast af söluverði orkunnar í Bretlandi, hvort sem ljóshundurinn verði lagður og rekinn af einkaaðilum eða Íslenska ríkinu. 

Dósentinn gerir ráð fyrir að um strenginn yrði seldar 5 TWst og gefur sér að til sé í kerfinu 2 TWst. Að einungis þurfi að virkja sem svarar 3 TWst. Það er auðvitað ekki hagfræðilegt sjónarmið, en flestir átta sig þó á því að ef slíkur ljóshundur yrði lagður, mun krafan um fulla nýtingu hans verða sterk, mjög sterk. Svo sterk að líklega yrði umframorkan áfram til í kerfinu hjá okkur, til að geta sinnt strengnum að fullu. Sjónarmið náttúruverndar færu fyrir lítið í þeirri umræðu....

Jón Steinsson gerir lítið úr störfum sem hugsanlega tapast. Nefnir þar nokkur hundruð störf í stóriðju, sem hugsanlega gætu tapast. Þarna hafði dósentinn tilvalið tækifæri til að nota gallharðar tölur í sínum málflutningi, eins og hagfræðingi sæmir. En hann velur að gera það ekki. Fyrir það fyrsta eru ekki einhver hundruð störf tengd stóriðjunni á Íslandi, heldur þúsundir starfa. Þá eru ótalin öll afleidd störf sem stóriðjan gefur af sér, sem eru enn fleiri. Allt frá þjónustu við  skúringar til hámenntaðra fræðinga. Dósentinn telur þessum störfum fórnandi, enda væri hægt að senda hverju mannsbarni ávísun upp á 130.000 krónur, árlega.

Fullyrðing dósentsins um hækkun á verði til almennings er vægast sagt undarleg. Hann fullyrðir að sú hækkun yrði einungis sem svaraði til 1.500 kr á mánuði. Hvar hann hefur þessa tölu veit ég ekki, en leyi mér að efast verulega um hana. Enda hefur forstjóri Landsvirkjunnar nefnt aðrar og mun hærri fjárhæðir í þessu sambandi. Þá þarf ekki annað en líta til Noregs til að sjá hver þróunin þar er á þessu sviði. Þar hefur orkuverð hækkað verulega frá því farið var að selja orku um streng niður til Evrópu. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að við erum illu heilli í EES. Í gegnum þann samning hefur ESB sett reglu um að mismunun megi ekki eiga sér stað innan sama viðskipasvæðis, sem segir að orka seld hérna meginn ljóshundsins væri tengt verði á hinum enda hans! 

....Eftir liggur þá sú spurning hvort betra sé að nýta virðisauka raforkuframleiðslu innanlands eða færa þann virðisauka úr landi. Hvort við viljum nýta okkar orku til framleiðslu og hagsældar, eða hvort við viljum verða þriðjaheims orkusöluland, svona eins og Súdan!!...."

Mér finnst það nöpurleg framtíð ef við eigum að byggja upp virkjanir innanlands sem skaffa aðeins örfáum vélgæslumönnum vinnu eftir að þær eru komnar í gang, í stað þess að íslenskar hendur starfi að fullvinnslu afurða með hjálp orkunnar. 

Ég tek undir með Gunnari Heiðarssyni að við eigum að nota orkuna innanlands en sleppa öllum pælingum um orkusölu um sæstreng til Evrópusambandsins. Ísland þarf á atvinnufyrirtækjum að halda en ekki örfáum mælaaflesurum við útlendan sæstreng.

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Norðmenn eru að leggja streng II - þeir eru svo ánægðir með árangur af streng I.

Auðvitað fer rafmagnið í báðar áttir. Nýir virkjanakostir skapast hérlendis:

  1. Hægt að virkja viðbótarvirkjanir við núverendi virkjanir.
  2. Í gufuvirkjunum má setja upp Þrep II og nýta láhita til arðsamrar raforkuframleiðslu verð um við tengd Evrópu.
  3. Hægt að að kaupa raforku á nóttunni gegn um strenginn (erlendis frá) til að dæla upp vatni á nætur og selja á hæsta verði yfir daginn - með viðunandi arðsemi.
  4. Hægt að selja græn vottorð
  5. hægt að virkja nýja kosti sem ekki borgar sig í dag.

Samfara þurfum við að gera ráðstafanir til orkusparnaðar hjá okkur þar sem rafmagn hækkar í verði.  Við getum vel tekist á við það.

Áfram með þessa umræðu - kosti og galla. Þannig á að þróa málin - en ekki kæfa umræðu strax í upphafi nýrra möguleika - með  neikvæðu nöldri og afturhaldi.

Kristinn Pétursson, 8.9.2013 kl. 15:33

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi

Bjarni Jónsson orkuverkfræðingur skrifaði áhugaverðan bloggpistil um sæstreng http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1304640/

og setlagagasið nýja http://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/1307211/

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2013 kl. 16:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Gústi frændi,

Geta þá verið birgðir af methanhydrate í sjónum við Ísland? Til viðbótar við olíuna?

Það er vissulega gaman að lesa Bjarna Jónsson. En hvað skyldi nafni hans Richter jarðfræðingur segja um þetta?

Halldór Jónsson, 8.9.2013 kl. 17:26

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Kristinn

Ég er hræddur um að inní grænu vottorðin verðum við að taka kjarnorkuna í ESB þannig að liturinn getur fölnað.

Ég hélt að þú vildir vinna fiskinn hér en ekki senda hann út í gámum?

Halldór Jónsson, 8.9.2013 kl. 17:28

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kjarnorkan er þegar komin á grænu vottorðin:

"Fyrir árið 2012 hefur Orkustofnun gefið út upplýsingar um uppruna raforku sem seld er á Íslandi að teknu tilliti til sölu upprunaábyrgða úr landi. Sala ársins 2012 hjá Orkuveitunni skiptist þannig:

Losun koldíoxíðs og kjarnorkuúrgangs í hlutdeild raforkusölu á Íslandi 2011 er því þannig:

Ágúst H Bjarnason, 8.9.2013 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband