Leita í fréttum mbl.is

Hvaða mynt?

hentar okkur Íslendingum?

Er það króna sem við prentum sjálf og bankarnir framleiða stjórnlaust? Eða eitthvað annað?

Af hverju ekki bara hvaða mynt sem er  og fólk vill versla í?

Dollari væri að sönnu góð mynt fyrir okkur. Enn betra væri að hér væri frjáls fjölmynt, menn gætu valið. Það heimskulegasta af öllu heimskulegau er að banna mönnum að taka lán í þeirri mynt sem menn kjósa.

Ofstjórnaráráttan ætlar seint að renna af þessari þjóð. Af hverju eru hér ekki íbúðalán í evrum á ca. 2 % vöxtum til 40 ára? Nú eða þá dollar, USD eða CAD. Þeir dollarafrændur eru vel til þess fallnir að treysta tengslin vestur um haf og fjarlægja okkur þessari kratavellu sem öll Evrópa er undirlögð af og við hálfveikir líka. Vesturheimur á betur við okkur Íslendinga sem eru miklu meiri Ameríkumenn en Evrópusveitamenn. Aðalatriðið er að við séum frjáls þjóð í frjálsu landi og engum háð. 

Burt með landsöluhugmyndir kratismans. Frjálst Ísland utan  tollabandalaga umheimsins og án eignar Kínverja á landinu eða miðunum. Það er það sem skiptir máli. Ekki hvaða mynt við notum daglega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gættu að því sem þú biður um Halldór minn kæri. Neikvæðir raunstýrivextir eru ekkert grín.

En í praxís ertu í raun að biðja um það að market-making-hluti peningakerfisins sé afnuminn. Þú ert að biðja um að gengisskráning sé afnumin. Og þegar sú ósk rætist, þá munt þú koma hlaupandi heim og kalla á hana mömmu. Mamma hvar er gengið mitt? Mamma!, markaðurinn er allur orðinn svartur.

Íslenska hagkerfið gerir þjóðarbúskap sinn upp í íslenskum krónum. Landsframleiðslan er hér ekki gerð upp í mynt annarra ríkja sem við ekkert höfum um konvertabilitet þeirra né annað að segja - og sem litast, mótast og stjórnast af hagstærðum í heimalandi þeirrar myntar.

Þetta uppgjör þjóðarbúsins í íslenskum krónum gerir okkur kleift að hafa hér fjármálakerfi í landinu, sem þjónar þjóðarbúskap okkar og stuðlar að hagvexti sem býr til velmegun. Þetta uppgjör þjóðarbúsins í íslenskum krónum gerir okkur einnig kleift að alþjóðavæða vissan og nauðsynlegan hluta bankakerfisins.

Landsframleiðslan og afkoma íslenska þjóðarbúsins í magni, stundum og stærð er mæld og gerð upp í krónum. Íslenska þjóðarbúið gerir bú sitt upp í krónum því það er þjóðríki.

Þetta uppgjör ásamt stöðu ríkissjóðs þjóðríkis Íslendinga, myndar sjálft vaxtagólfið í fjármálakerfinu og í hagkerfinu öllu. Varla viltu að vaxtamyndun sé hér í engu samhengi við þjóðarbúið og afkomu þess.

Ég held að þú ættir að varpa sumum þessara spurninga fyrir forráðamenn í löndum eins þeim sem eru t.d. í Evrópusambandinu.

Af hverju er almennum Austurríkismönnum og Þjóðverjum til dæmis bannað að taka húsnæðislán í erlendri mynt? Bannað í sjálfu helgi-landi hinna monetary-transvestíta Austurríska skólans. 

Af hverju er almenningi í flestum löndum bannað að eiga gjaldeyrisreikning í bönkum sínum? Hefur þú prófað sem almennur launþegi í útlöndum að opna gjaldeyrisreikning í banka í útlöndum?

Heldur þú virkilega að almenningi standi þar til boða að eiga gjaldaeyrisreikning í bankakerfum flestra landa?

Hvaða fábjána-ríkisstjórn í siðmenntuðu landi heldur þú að vilji leggja peningakerfi sitt á hliðina í þágu svona brain-bleeding þvaðurs.

Komdu nú bara heim aftur Halldór minn kæri: og í sameiningu vinnum við að convertability. Kakkalakka-hugmyndir eins og þessar sem og aðrar í peningamálum, gagnast okkur ekki neitt. En þær halda því miður áfram að skríða upp á borðið undir áföllum. En detta svo alltaf dauðar niður aftur.  

Enginn viðskiptabanki er fær um að búa til peninga, Halldór. Bara svo það sé á hreinu. Hann getur einungis gírað sama peninginn upp eins og honum sýnist. Bankar eru nefnilega einkafyrirtæki og þannig á það að vera. Þér er svo frjálst að kaupa í þeim hlut til að tapa eða græða á honum. Vilt þú eiga hlut í banka. Það er spurningin.

Menn verða að passa sig á að rugla ekki sjálfu peningakerfinu saman við sjálft fjármálakerfið. Þetta eru tvennir og algerlega aðskildir hlutir.

Seðlabankinn sér um sitt (peningakerfið). Viðskiptabankar og fjármálafyrirtæki svo um sitt (fjármálakerfið). Seðlabankinn (peningakerfið) getur hins vegar kippt teppinu undan bönkunum ef nauðsyn krefur í nafni fjármálalegs stöðugleika - en ekki öfugt.

Ekkert getur hins vegar kippt teppinu undan Seðlabankanum; EKKERT!, svo lengi sem við eru frjáls, fullvalda þjóð í sjálfstæðu lýðveldi Íslendinga.  

Gearing er stunduð út um allt.

En á endanum verða menn að leggja það á sig að hugsa. Þeir verða að vita hvað þeir eru að gera.

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.9.2013 kl. 22:57

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er nú svo að mörg lönd sem hafa verið komin út í óðaverðbólgu eins og t.d. Zimbabwe að USA dollar var tekinn í gang.

Af hverju ekki Euro fyrir Zimbabwe?

Hver veit, kanski að það þurfi einhverja sér samninga við Seðlabanka Evrópu en kanski þarf ekki sér samninga við USA Fedral Reserve Bank?

Það hefur sannað sig að það hefur haft góð áhrif í þeim löndum sem tóku up á því að nota USA dollara og leggja sinn eigin gjaldmiðil í gröfina, t.d. Panama og Costa Rica.

Svo eru ríki sem binda gjalmiðil sinn við USA dollaran eins og t.d. Saudi Arabía og Bahamaeyjar.

En af hverju að binda gjaldmiðil við einhvern annan gjaldmiðil?

Hvers vegna ekki að fara alla leið og taka up gjaldmiðilinn sem gengið er bundið við?

Ef það væri gert þá væri hægt að leggja niður Seðlabanka landana og losna við þann kostnað, af því að Seðlabankar landana hafa hvort eð er engin áhrif á gengi USA dollaran.

Ekki veit ég hvernig það mundi ganga að hafa hvaða mint sem er?

Hvernig ætti að verðsetja vörur í landinu?

US dollar í dag, evru á morgunn og Svissneska Frankan næsta dag.

Ég held að það þurfi að vera einhver stöðugleiki með verðlag í landinu en ekki einhver hentusemi sem hentar þeim í dag vegna gengis breytinga sem er að selja vöruna en annað á morgunn.

Ég er ekkert frá því að það væri best að íslendingar legðu krónna niður og tækju upp annan stöðugan gjaldmiðil, hver svo sem sá gjaldmiðill er. Það hefur sýnt sig í gegnum þau ár sem ég man eftir mér að íslendingar geta ekki stjórnað gjaldmiðli landsins.

Kveðja frá Lagos.

Jóhann Kristinsson, 15.9.2013 kl. 03:17

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Gunnar

Varstu ekki búandi á Íslandi á Davíðstímanum?

Þá ríkti hér frelsi til að eiga hvaða mynt sem var, stofna reikninga í íslenskum bönkum í hvaða mynt sem var, sem maður gat tekið út hvenær sem mann lysti. Við héldum að þetta ástand myndi endast eilíflega því Ísland var orðið að fjármálamiðstöð alheimsins og Hreiðar Már Sigurðsason var svo klár bankastjóri að aðeins 80 milljónir á mánuði og félagskapur við Sigurð Einarsson stjórnarfomanna fengu haldið honum frá því að ganga til liðs við erlenda banka.

Allan þennan tíma gastu átt verðtryggða innlánsbók í íslenskum banka, fengið gjaldeyrislán á miklu lægri vöxtum en stýrivextir Seðlabanka gáfu tilefni til. Já þá voru hér brandajól allt árið.

Við gerðum upp þjóðarbúið í íslenskum krónum sem við prentuðum eftir þörfum. Svo kom krassið og innistæður okkar í gjaldeyri í bönkunum frusu og hafa ekki sést síðan. Við prentuðum áfram okkar peninga og gerum enn upp í íslenskum krónum. Við gátum haft viðskipti í hvaða mynt sem var og við kusum.

Þú ert ekki að lýsa frjálsum markaðshagkerfum þegar þú lýsir evruheiminum.

Hvert stefnum við núna? Var þetta stjórnlaust fyllerí? Eða kemur þessi tími aftur? Getur hann komið aftur' Mitt svar er að hann getur komið aftur.Þó að Davíð komi líklega ekki aftur þá verðum við að vona að okkur verði stjórnað af víðsýnu fólki en hugsanlega gætnara.

Jóhann, það er búið að tala um þetta lengi en prentvélin er líftryggingin sem enginn þorir að afsala sér til dæmis í ljósi gríska harmleiksins.

Halldór Jónsson, 15.9.2013 kl. 12:26

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Perú er gott dæmi um land sem notar bæði eigin gjaldmiðil, sol og dollara.  Um 50% húsnæðislána í Perú er í dollurum en vandamálið er að flestir sem taka þau hafa ekki tekjur í dollurum og nú þegar dollarinn er farinn að hækka gagnvart sol hækkar greiðslubyrðin, nokkuð sem Íslendingar þekkja vel.

Almenna reglan í OECD löndum er að einstaklingar geta tekið húsnæðislán í þeim gjaldmiðli sem þeir hafa tekjur í.  Þetta er nokkuð sem ekki hefur fengið mikla umræðu ef gjaldeyrishöftunum verður einhvern tíma létt.  Þá geta þeir sem eru í útflutningi eða ferðamennsku og eru með tekjur tengdar evrum eða dollurum tekið lán í þessum myntum á mun lægri vöxtum en krónum.  

 Þetta yrði mikil búbót fyrir þá sem hafa tekjur í erlendum gjaldeyri þar sem vaxtakostnaður þeirra yrði lægri en hjá Íslendingum sem fá greitt í krónum.  Þannig gætu þeir ráðið við dýrara og stærra húsnæði.  Þegar þú bætir við að þeir sem standa í útflutningi eru oft með hærri tekjur en þeir sem fá greitt eftir kjarasamningum í krónum er hér komin uppskrift af stéttaskiptingu sem byggir á gjaldmiðlum.  Hverfi eins og 101, 103 og 108 yrðu frátekin fyrir gjaldeyriselítuna, aðrir hefðu ekki efni á að kaupa eða leigja þar.

 Krónan verður alltaf annars flokks gjaldmiðill í eigin landi. Hana verður að vernda og hlúa að með höftum, hún á ekkert í opna samkeppni við dollarann eða evruna.

PS. Athyglisverð útfærsla á þessu er að þeir sem eru með tekjur í gjaldeyri stofni sinn sparisjóð sem starfar í gjaldeyri, tekur við innlánum t.d. í dollurum og láni í dollurum.  Slíkur sparisjóður er ekki með fortíðarvanda í krónum eða verðtryggingu og gæti starfað eftir erlendu rekstrarmódeli þar sem kostnaði yrði haldið í lágmarki.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.9.2013 kl. 13:32

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Halldór
 
Þú ert að lýsa því frelsi sem vanþakklátir velta sér upp úr núna og kalla hér samt allt verst í heimi. Já við búum við klessukeyrt bankakerfi í bili. Það er þannig. 
 
Virkar kreditkortið þitt kannski ekki í útlöndum? Ertu kominn í SUDDEN STOP vegna þess að greiðslan fer í gegnum peningakerfi okkar? Hvað er að? Hvar bitnar íslenska krónan á þér núna? 
 
Máttu kannski yfirgefa landið með bara einn seðil í vasanum, eins og á Kýpur.
 
Eru hér yfirfærsluhöft á milli bankareikninga innanlands? Eru hér úttektarhöft í eigin gjaldmiðli? Gengur peningakerfið ekki snurðulaust fyrir sig hér í þessu landi? 
 
Hvað er að? Ætlum við ekki að vinna okkur út úr þeim vanda sem hinn hámenntaði bankageiri keyrði hér upp í eina stóra klessu.  
 
Andri
 
Almenna reglan í þvaðurblöðru apaveldis OECD í París, glæpagengi BIS-bankans í Sviss, ESB í Sovét og EMU í Gúlag, er sú, að núna fær enginn nein lán af neinu tagi: Það sem sagt: LOKAÐ, GJALDÞROTIÐ, INSOLVENT, LÆST, EITRAÐ, DAUTT, og SUDDEN STOPP
 
Þetta er "Almenna reglan". Hún gildir í til dæmis þrem af sex kerfislega mikilvægum og nú þjóðnýttum bönkum Austurríkis - með restina sem gangandi zombie-draugaskip niður allan Balkanskaga, hangandi sem kyrkjandi taugahrúga utan um háls seðlabankans sem getur ekki neitt. Restin af öllu bankakerfinu á evrusvæðinu er litlu betri.
 
Það eru engar "almennar reglur" til. Það eru bara til þær útlánareglur sem bankar setja upp hverju sinni. Séu þeir á hausnum þá gildir regla X. Séu þeir á fylleríi þá gildir svallregla YoY.
 
Summa: Bankar eru einkafyrirtæki; þeir skammta sér innlánareglur - og sanctionera sér útlánareglum. Þeir eru ekki félagsmálastofnanir. Þar er engin almenn regla til önnur en sú að þeir eiga að græða peninga handa eigendum sínum. Geri þeir það ekki, þá verða þeir að loka. Græði þeir ekki peninga handa eigendum sínum, þá eiga þeir sér engan tilverurétt.
 
 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2013 kl. 17:31

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú er hægt að fá framkvæmdalán í Þyskalandi til að byggja fyrir á 2,6 % vöxtum. Hvernig getur þá verið lokað hundrað metrum frá?

Hvernig útfærirðu regluna um bankan á nýja og gamla Landsbankann og skipti þeirra á milli?

Er okkar núverandi fjármálakerfi ekki að fara nákvæmlega eftir þeim kapli sem Steingrímur J.Sigfússon lagði fyrir það? Hefur eitthvað breyst?

Halldór Jónsson, 15.9.2013 kl. 18:10

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ertu að meina það Halldór að menn séu hér á landi að taka lán í evrum í Þýskalandi á 2,6 prósent ársvöxtum? Til að byggja fyrir þá peninga hér á Íslandi?

Eða ertu að meina að hægt sé í Þýskalandi að fá lán á 2,5 prósent vöxtum, sem eru fimm sinnum hærri en stýrivextir eru í landinu og meira en tvisvar sinnum hærri en verðbólgan er þar í landi?

Hvað ertu að meina?

Hér eru ársvextir á 10 ára húsnæðislánum í Þýskalandi síðustu 15 ársfjórðungana:

Þú veist kannski að raunverð húsnæðis í Þýskalandi hefur lækkað um 25 prósent frá aldamótum. Og vinsamlegast athugaðu Halldór, að þó svo að vextir séu auglýstir sem verandi X, þá þýðir það ekki að þú fáir hvorki lán né þá vexti sem auglýstir eru á skiltum í búðargluggum banka, sem í raun og þegar á reynir eru almenningi og fyrirtækjum lokaðir.

4.38 - IV 2009

4.30

3.90

3.64

3.77

4.26

4.32

3.80

3.54

3.45

3.17

3.03

2.94

2.99 - I 2013

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2013 kl. 18:48

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið

Rétt skal vera rétt: þetta eru þeir lengstu vextir sem hægt er að fá fasta í Þýskalandi til húsnæðiskaupa. Lánin geta verið lengri, en þetta er sá lengsti vaxtatími sem hægt er að semja um á föstum vöxtum í landinu; 10 ár. Lengra treysta menn sér ekki til að spá fram í tímann.

Halldór

Þú þekki vel skoðun mína á málunum. Aldrei hefði átt að hleypa AGS inn í landið. Og skoðun mína verkum fyrrverandi ríkisstjórnar þekki þú allt of vel.

En nú erum við hér: föst undir brúnni og 100 dagar nýrrar ríkisstjórnar hafa ekki lyft henni né hleypt lofti fyrrverandi ríkisstjórnar úr dekkjunum. Við stöndum því hér, og getum ekki annað svo lengi sem málum er þvælt.

Landsbankinn?: veit það ekki. Hver þekkir þau myrkraverk?

Gunnar Rögnvaldsson, 15.9.2013 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband