21.9.2013 | 17:07
Reykjavíkurbréf
Morgunblaðsins, algerlega nafnlaust að vanda, hittir vel í mark að þessu sinni:
Fyrir þá sem ekki lesa Morgunblaðið er ekki úr vegi að víkja nánar að því helsta:
"......Oft hefur verið á það minnt að á legsteini Jóns Þorlákssonar, forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, standi að þar hvíli Jón Þorláksson borgarstjóri og það einatt talið sýna hvernig Jón og aðstandendur hans horfðu til þess embættis. Skýringin gæti auðvitað verið önnur, því Jón var jú borgarstjóri þegar hann féll frá. Enginn vafi er þó á að Jón Þorláksson, sem var verkfræðingur, naut sín vel í embætti borgarstjóra, enda framtakssemi hans viðbrugðið. Hann hafði áður, sem verkfræðingur og kjörinn fulltrúi í borgarstjórn, komið að mikilvægum verkefnum sem skiptu miklu fyrir velferð borgarbúa og atvinnustig og styrk borgarinnar um langa tíð.
Á hálfrar aldar tímabili, frá árinu 1940 til ársins 1991, gegndu fjórir menn embætti borgarstjóra í 41 ár sem síðar áttu allir eftir að verða forsætisráðherrar og gegna því embætti sameiginlega í rétt tæp 28 ár (með Jóni Þorlákssyni 29 ár). Aldrei hefur þurft að vefjast fyrir borgarstjórn hver laun borgarstjórans ættu að vera. Þau fylgja einfaldlega formúlunni: Borgarstjóri skal hafa sömu laun og forsætisráðherra. Aldrei var að þessu fundið. Það segir með öðru hvernig innan borgarinnar og utan var litið til þessarar stöðu. Og lengi var það svo, að Reykjavík, höfuðborg landsins, var mótandi í mörgum efnum þjóðfélagsmála og önnur sveitarfélög og ríkisvaldið fylgdu í kjölfarið.
Borgarstjórinn og borgarstjórnin tóku sín verkefni mjög alvarlega og hátíðlega eins og sjálfsagt var. Borgin var í algjörri forystu í margvíslegum verklegum framkvæmdum og varð þekkt af skipulögðum, öguðum vinnubrögðum og viðbrögð yfirmanna þar á bæ þóttu gjarnan snarpari og sneggri en gerðist og gekk hjá ríkisvaldinu, sem bjó við flóknara stjórnkerfi eins og víðast er.
Í einhverri ímyndaðri baráttu við Sjálfstæðisflokkinn og »embættismannakerfi hans« ákvað R-listinn að hringla öllum verkferlum og stjórnkerfi borgarinnar og breyta heitum á flestum embættum, kubba þau í sundur svo einföld álitamál féllu undir fleiri en eitt embætti og fleira í þeim dúr. Málaflokkar, sem áður höfðu lotið gagnsærri stjórn, lutu nú óljósu stjórnkerfi og embætti borgarstjórans var veikt meðvitað, svo hann hefði ekki áberandi meira vald en aðrir foringjar þeirra flokka og flokksbrota sem stóðu að R-listanum. Borgarstjórinn hafði áður verið sagður sitja efst í píramítanum, í stjórnkerfi sem stundum er einmitt kennt við píramíta, sem er ekki endilega nákvæmt. Hvað sem því leið kom borgarstjórum þeirrar tíðar aldrei til hugar að varpa sinni ábyrgð á herðar embættismanna eða annarra starfsmanna borgarinnar. Borginni og fyrirtækjum hennar, sem áður höfðu verið nær skuldlaus, var svo steypt í skuldir, en allri þessari eyðslu sá þó ekki stað í neinu hlutfalli við stjórnlaus útgjöldin. Það var þó ekki fyrr en að R-listinn riðaði í átt að falli við brotthvarf forystumanns hans úr borgarmálum að borgarstjóraembættið laskaðist varanlega. Í framhaldinu komu og fóru borgarstjórar svo ótt og títt að borgarbúar festu vart á þeim tölu.
Í kosningunum vorið 2010, þegar mikið fall blasti við Samfylkingunni í Reykjavík, var búið til framboð við hlið hennar til að taka við því fylgi sem hrykki þaðan og öðrum þeim sem mætti fá til fylgilags með töfrabrögðum og blekkingum. Bragðið lánaðist.
Jón Gnarr Kristinsson hefur síðan haldið bæði titli, launum og bíl borgarstjóra og er ekkert athugavert við það. Í raun hefur hann ekki orðið mikið öðruvísi »borgarstjóri« en hann gaf til kynna að hann myndi verða. Hann hefur vissulega svikið öll sín kosningaloforð (líka það eina sem hann lofaði að svíkja ekki). En öfugt við venjulega stjórnmálamenn hafði hann tilkynnt fyrir kosningar að það stæði til. Nægilega mörgum kjósendum þótti þetta fyndið nægilega lengi. Eitthvað hefur gleði þeirra spillst sem áttuðu sig á að loforðið um svikin virtist það eina sem Jón sagði í fullri alvöru.
Þeir hafa sumir reynt að gleyma grínistanum og segja nú í fullri alvöru að Jón Gnarr Kristinsson gegni í raun embætti sínu sem borgarstjóri. Það er sennilega fyndnara en flest það sem Jón hefur sagt sjálfur. Jón hefur mætt á fundi með borgarbúum og lesið upp skrifaða ræðu og síðan setið þegjandi hjá og látið embættismenn alfarið um að svara þeim spurningum sem borgarbúar bera fyrir brjósti.
Hann tilkynnti óvænt að hann hefði flutt skrifstofu borgarstjórans upp í Breiðholt til að vera nær borgarbúum og sást þar ekki meir eftir að þeim blaðamannafundi lauk. Það er óþarfi að draga úr því að Jón hefur klætt sig upp í kjóla og peysuföt nokkrum sinnum á kjörtímabilinu og sent eitt bréf til borgaryfirvalda í Moskvu, sem ekki hefur fengist staðfesting á að hafi borist þangað eða verið svarað. Jón Gnarr Kristinsson getur ekki kvartað yfir því.
Bæjarstjórinn á Akureyri sagðist nýlega hafa beðið svars við sínu bréfi til Jóns í hálft ár og ef horft er til hlutfalls vegalengda er sennilega langt í að svarbréfið frá Moskvu berist. En auðvitað er ekki útilokað að borgarstjórnin í Moskvu hafi fengið þá útskýringu frá Sendiráði Rússlands á Íslandi að bréf úr þessari átt eigi að taka sem hverri annarri vitleysu, enda standi vilji bréfritarans til þess og á heimaslóð taki hann enginn alvarlega.
Það er ekkert óbærilegt að borga á einu kjörtímabili 80 milljónir króna í laun og launatengd gjöld til Jóns Gnarr Kristinssonar fyrir uppistand, sem staðið hefur í tæp fjögur ár. Ef tímakaupstaxti uppistandara er skoðaður er meira að segja sennilegt að borgarbúar hafi fengið Jón ódýrt. Og við hann er persónulega ekkert að sakast. Segja má að hann hafi komið til dyranna eins og hann er klæddur það og það sinnið. En þeir sem bera ábyrgð á honum og láta út á við eins og hann sé að sinna venjulegum störfum borgarstjóra í Reykjavík hafa enga afsökun.
Borgin hefur drabbast niður þessi fjögur ár sem hún hefur lotið stjórn Samfylkingarinnar. Og þar sem stjórn borgar er langtímaverkefni er ljóst að áhrif aðgerðarleysis meirihlutans munu smám saman koma fram á næstu árum og mun taka töluverðan tíma og fjármuni að bregðast við og bæta úr. Borgarstjórnarmeirihlutinn er meðvitað að stofna til umferðaröngþveitis í bænum. Ekki eru efni til að fullyrða að meirihlutinn vilji umbjóðendum sínum illt. En þótt slíkir gjörningar byggist algjörlega á meinlokum og dillum eru þeir ekki betri fyrir það. Þegar upp úr sýður einhvers staðar í borginni út af einstökum asnaspörkum eru embættismenn látnir taka fram að borgarstjórinn og borgarfulltrúar hafi hvergi nærri ruglinu komið! Það er þó óþarfi af embættismönnunum að draga borgarstjórann inn í þetta. Það datt ekki nokkrum manni í hug að hann hefði átt nokkra aðild að ákvörðunum borgaryfirvalda.
Hann er að auki upptekinn við að skoða inn í fataskápinn og bíða svars frá Moskvu, á milli þess sem hann veltir fyrir sér hvers vegna þessi tjörn með gargandi öndum sé stödd fyrir utan nýju borgarstjóraskrifstofuna í Breiðholti. Meira en þetta er ekki hægt að leggja á einn mann.
En embættismennirnir halda því sem sagt blákalt fram að kjörnir fulltrúar hafi hvergi komið nærri óvinsælum ákvörðunum og samt eru þær ákvarðanir eftir svo óvenjulegar játningar látnar standa áfram í óþökk borgarbúa, sem þær bitna á, eins og ekkert hafi ískorist! Og borgarfulltrúar allra flokka eða þessa eina flokks sem nú virðist í borgarstjórninni þegja þunnu hljóði.
En þar sem minnst var á Tjörnina: Það var nokkuð kvartað yfir mávageri á þeim slóðum í sumar, en nú hafa flestir mávar látið sig hverfa. Það kemur ekki á óvart. Þeir héldu upp og suður því þeim er það gefið að vita hvenær þeir eiga að láta sig hverfa.
Núverandi borgaryfirvöld virðast í einlægni telja það sitt helsta verkefni að hjóla í borgarbúa, hvenær sem því verður viðkomið. Í maí á næsta ári mun mávaskarinn skynja að nú skuli hann fara norður og niður.
Mikið yrði það gott fyrir Reykvíkinga, ef núverandi borgaryfirvöld þekktu þá jafn vel og vargurinnn sinn vitjunartíma. "
Í laugardagsblaðinu hélt Kolbrún Bergþórsdóttir því fram að Jón Gnarr hefði hugsanlega staðið sig vel sem borgarstjóri á PEN þingi rithöfunda. Þessu skal ég alveg trúa. Ég skal alveg viðurkenna að ég hef oftar en einu sinni hlustað á Jón Gnarr flytja afbragðs góðar ræður án þess að lesa þær upp. Var hann líka ekki sagður lesblindur að einhverju leyti? Ég held að menn skuli ekki vanmeta Jón Gnarr á neinn hátt. Hann er óvenjulegur maður á margan hátt og hann er Borgarstjórinn í Reykjavík þó að hann virðist sumum vera einskonar strengjabrúða hjá DayBee.
En kjósendur í Reykjavík hljóta að meta verkin en ekki merkin þegar kemur að málefnum borgarinnar og nærumhverfinu.Reykjavík er orðin raunaleg borg, þar sem margt virðist reka á reiðanum en reynt er að dreifa athyglinni frá því með glæstri framtíðarmúsíkk eins og breytingum á Aðalskipulagi sem nú er hampað sem mest. Þar skal Flugvöllurinn til dæmis lagður niður hvað sem 70.000 undirskriftir segja. það skipulag skal keyrt fram með illu eins og vegurinn í gegn um Gálgahraun. Mótmæli eða skoðanir kjósenda skipta suma kjörinna fulltrúa engu máli. Vi alene vider sögðu kóngarnir okkar í gamla daga.
En það sem höfundur Reykjavíkurbréfsins segir er í flestu tilliti rétt. Kjörnir fulltrúar eiga aldrei að geta varpað ábyrgð sinni á embættismenn. Hinsvegar finnst mér dæmin sanna að embættismenn eru sumir svo frekir að þeir valta yfir kjörna fulltrúa. Þeir lyppist niður fyrir heimaríkum hundum eins og sumir embættismenn verða líkastir þegar þeir eru búnir að hreiðra lengi og vel um sig og sömu fulltrúarnir eru ýmist í meirhluta eða minnihluta. Kannast engir við þetta ástand ? Þetta á sérsklega við um bæjarfulltrúa sem ekki hafa neinn tæknilegan bakgrunn og geta því litla rönd við reist gegn alskyns fræðingum í apparatinu.
Borgarfulltrúar eru kjörnir til að sinna málefnum borgaranna. Mér hefur alltaf fundist vel koma til greina að það sé fullt starf og þeir eigi að sinna því sem slíku. Auðvitað kostar það sitt. En slugs borgar sig yfirleitt aldrei.
Og Reykjavíkurbréfið er einmitt að lýsa slugsi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Það sannast enn og aftur að eitt mesta og besta afrek Óskars Magnússonar lögmanns, hefur verið að sannfæra Davíð Oddsson um að taka að sér ritsjórn á Morgunblaðinu.
Gaman að sjá tengingu hans við bréf Friðriks VI 26. febrúar 1835 sem svar hans hátignar vegna kröfu 572 borgara um óbreytt lög um prentfrelsi 21. febrúar 1835, prentfrelsisávarpið, í kjölfar réttarhaldanna gegn C.N. David.
Þessi setning er þó ekki orðrétt eins og hún er lögð konunginum í munn „Vi alene vide” og algengast er að hafa það eftir. Orðrétt er þetta svona í samhengi:
„Det har været Os uventet at see, at flere af vore kjære og tro Undersaatter har kunnet ansøge om, at Ingen Forandring i Trykkefrihedsanordningen maa foretages, thi ligesom Vor landsfaderlige Opmærksomhed stedse har været henvendt paa at bidrage Alt, hvad der staar i Vor kongelige Magt, til at virke for statens og Folkets Vel, saaledes kan heller Ingen uden Vi alene være i Stand til at bedømme, hvad der er til begges sande Gavn og Bedste.”
Þessi texti mun þó hafa verið saminn af Poul Christian von Stemann sem var „gehejmestaatsminister” á þessum árum, en hann á ættir sínar að rekja til Westfalen.
Þetta Reykjavíkurbréf er stórkostleg lesning, sem og flest, ef ekki allt sem frá Davíð kemur.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.9.2013 kl. 13:37
Cacoethes góður, það er víst ég sem misfer með tilvitnunina en ekki Davíð. Takk fyrir þetta innlegg sem er fróðlegt. En ég er ekki viss um að þetta sé sama og ég vitna til.
Um flestallt er ég þér sammála í skrifinu.
Halldór Jónsson, 22.9.2013 kl. 18:51
Sendu mér mail á halldorjonss@gmail.com hver þú ert, ég er ekkert hrifinn af nafnleysi
Halldór Jónsson, 22.9.2013 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.