Leita í fréttum mbl.is

Gull fyrir Geysi

Strolkkr2013-09-05 13.12.00

eigum við að sækja í ferðamannaiðnaðinn. Borum í hverinn og  endurvekjum þetta mikla náttúrufyrirbrigði. Eitt lítið gat í botninn getur gert þessa þjóðargersimi aftur að því sem hún var og hefur gefið nafn sitt um víða veröld.

Sem leiðsögumaður get ég fullyrt að ekkert vekur athygli ferðamanna meira á þessu landi en Strokkur.

Hann var vakinn með borun fyrir mörgum árum.700.000 flykkjast að honum ár hvert og horfa á hann hugfangnir fyrir ekki neitt nema kaupa mat og kaffi af einkafyrirtækinu á Hótel Geysi. Þar er líf og fjör en svæðinu sjálfu er lítið og ófullnægjandi sinnt svo þjóðarskömm er að. Ferðamannaiðnaðurinn borgar ekkert til svæðisins sjálfs eða náttúru Íslands.

Sé drukkið kaff er erfitt að losna við það fyrr en í Perlunni í Reykjavík þar sem engin klósett eru við Gullfoss og ekki er stoppað fyrr en 2 tímum liðnum. Rútuklósettin eru lokuð því bílstjórarnir segja að verði séu svo niðurpínd að það borgi ekki fyrir þrif.

Af hverju ekki að búa okkur betur undir 1.500.000 ferðamanna sem á að koma og skaffa þeim eitthvað meira til að horfa á. Gera svæðið mannsæmandi með bekkjum, skógarlundum, klósettum osfrv.

Endurvekjum Geysi gamla og gerum hann að því sem honum sæmir. Stærsta goshver í heimi.  

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Geysisnefnd stóð fyrir því á sínum tíma (1963) að Strokkur var lífgaður með borun. Borað var 40 m ofan í hann og hefur hann gosið síðan líkt og nú.

Strokkur lifnaði við jarðskjálftann 1789 (fremur þó 1784), en lognaðist út af í skjálftunum 1896.

Þegar dregur niður í hvernum sjást leifar af ferhyrndu borplani.

Heimild. Íslenskar orkurannsóknir,  ÍSOR

http://www.isor.is/mannaverk-hverasvaedum

Ágúst H Bjarnason, 1.10.2013 kl. 08:31

2 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Líklega er þetta afleit hugmynd með tilliti til friðunar Geysiss. Nær væri að loka útrás frá hvernum þannig að hann nái að endurnýja hverahrúðrið sem nú grotnar niður og er auk þess fótum troðið af ferðamönnum.

Geysisvæðið, eins og það er í dag, er í raun til háborinnar skammar. Umgegni öll er með ólíkindum og ekki að sjá að þarna sé náttúrperla sem verið er að flagga sem álitlegum stað fyrir ferðamenn að njóta. Sama á því miður við um margar af okkar náttúruperlum.

Í gær var fyrirlestur á vegum Náttúrufræðifélags Íslands í Öskju. Þar var kynnt erindi starfsmanna Náttúrfræðistofnunar sem bar yfirskriftina: „Um verndun jarðminja á Íslandi“ Jarðfræðingarnir Sigmundur Einarsson, Kristján Jónasson og Lovísa Ásbjörnsdóttir voru höfundar erindis þessa.

Því miður voru engir fulltrúar fjölmiðla á svæðinu til að gera landsmönnum grein fyrir stöðu þessara mála sem hugsanlega gæti leitt til vitrænnar umræðu um þennan málaflokk og tengsl málsins við einn af vaxtarbroddunum í atvinnusköpun í landinu, nefnilega ferðamannaiðnaðinn.

Og ef menn kynntu sér málin betur þá væri kannski hægt að fjalla á vitrænni hátt en nú er gert um hugsanlega sölu Landsvirkjunar, illa hugsaða vegagerð og borun í hveri og aðrar náttúrperlur.

Áhugavert væri t.d. að skoða hvaða umfjöllun útsýnispallur við súlubyggðina á Langanesi hefur fengið? Það er stórkostlegur staður með mikla möguleika og í sjálfu sér mjög þarft framtak að byggja þarna útsýnispall til að minnka

Ómar Bjarki Smárason, 1.10.2013 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband