1.10.2013 | 08:22
Út fyrir boxið með Blöndal
hugsaði ég þegar ég var búinn að lesa grein dr. Péturs í Morgunblaðinu í gær.
Þar segir Pétur .:
Sumt í íslensku samfélagi virðist ekki mega hugsa um. Eitt af því er sala á Landsvirkjun. Fólk tekur andköf og umræðan fer strax út í það að nú eigi að selja fjölskyldusilfrið, slátra bestu mjólkurkúnni o.s.frv.
Hvers vegna skyldu þessi viðbrögð vera? Málið er einfalt, Landsvirkjun fer með orkuauðlind þjóðarinnar, eitthvað sem margir kalla »sameign þjóðarinnar« og jafnvel þá stærstu.
Landsvirkjun selur 73% af orku sinni til álframleiðenda. Þar er áhættan margs konar. Orkuverð gæti lækkað á heimsmarkaði vegna nýrra orkulinda (gass), ný efni gætu rutt áli úr notkun og nýjar ódýrari aðferðir gætu fundist við að vinna ál, sem er þriðja algengasta frumefni jarðskorpunnar. Þá yrðu álfyrirtæki heimsins gjaldþrota og Landsvirkjun í kjölfarið þegar 73% orkunnar væru illseljanleg.
Nú er ekkert sem bendir til þess að slíkt gerist en stundum gerast atburðir sem enginn býst við. Skuldir Landsvirkjunar eru um 330 milljarðar kr. sem ríkið ber ábyrgð á. Við gjaldþrot yrði skaði ríkisins eflaust miklu meiri því eignir myndu rýrna í verði.
Tímaskyn einstaklinga og fyrirtækja þeirra er tengt starfsævinni, ca. 40 ár. Þegar fyrirtæki eru verðmetin er til dæmis hverfandi munur á verðmæti tekjustraums í 40 ár og eilífum tekjustraumi, fullri eign. Það er nánast jafngilt fyrir fjárfesta hvort þeir leigi rekstur í 40 ár eða kaupi hann. Í sögu þjóðar eru 40 ár hins vegar stuttur tími. Örstuttur. Þetta eigum við að nota okkur og hugsa út fyrir boxið.
Eftirfarandi hugmynd vil ég að fólk skoði:
Stofnað verði Kárahnjúkavirkjun01 ehf. (K01). K01 fær afnot af Jöklu í 40 ár, leigir stífluna, jarðgöngin, raforkuverið og línurnar í 40 ár og lofar og tryggir að öllu sé skilað í sama horfi að þeim tíma liðnum. K01 tekur yfir samninga við álverið við Reyðarfjörð og yfirtekur skuldir vegna virkjunarinnar og greiðir ríkisábyrgðargjald. Svo verði K01 selt. Jafnvel til útlendinga (nú taka sumir lesendur aftur andköf). Eftir 40 ár verði stofnað Kárahnjúkavirkjun02 ehf. (K02), sem fær afnot af Jöklu í 40 ár, leigir stífluna o.s.frv. í 40 ár. Þá eru skuldir væntanlega engar og hugsanlega komnir nýir kaupendur. 40 árum síðar yrði stofnað Kárahnjúkavirkjun03 ehf. (K03), sem fær afnot af Jöklu í enn 40 ár. Þannig myndi þjóðin selja afnot af Jöklu aftur og aftur. Er það ekki einmitt markmiðið? Auk þess nyti þjóðin þess að lánstími skulda Landvirkjunar er miklu styttri en endingartími virkjunarinnar.
Á sama hátt yrði stofnað Þjórsárvirkjanir01 ehf. (Þ01). Þar yrðu allar virkjanir við Þjórsá í einu fyrirtæki, sem fengi afnot af Þjórsá í 40 ár í heimanmund sem og allar virkjanir, sölusamninga og tæki yfir skuldir. Eftir 40 ár yrði stofnað Þ02 og 40 árum síðar Þ03 o.s.frv. Þannig yrðu afnot af Þjórsá »seld« aftur og aftur. Svo mætti stofna hlutafélög um restina af Landsvirkjun R01, R02 o.s.frv. Á sama hátt mætti fara með Rarik og Orkubú Vestfjarða. Landsvirkjun héldi eftir ónýttum virkjanarétti og seldi hann seinna.
Sala á K01 gæfi ríkisjóði marga tugi milljarða í hagnað vegna þess að tekjur virkjunarinnar næstu 40 ára yrðu núvirtar. »Sala« Landsvirkjunar allrar með þessum hætti ætti að gefa ríkissjóði mörg hundruð milljarða sem hann er í brýnni þörf fyrir en eigið fé Landsvirkjunar er 210 milljarðar kr. Söluverðið gæti jafnvel verið í gjaldeyri. Það er nefnilega óhætt að »selja« til útlendinga því orkan yrði »seld« aftur og aftur. Ríkissjóður hefði fé til að lækka skuldir, vexti og skatta og koma frosnu atvinnulífi í gang en fjárfesting er í lágmarki, atvinnu skortir og fólk flytur til útlanda. Nú eru góð ráð dýr, sem sjaldan fyrr.
Rekstraráhætta ríkissjóðs hyrfi og flyttist yfir á eigendur hlutafélaganna, K0i, Þ0i og R0i. Nægilega hátt ríkisábyrgðargjald hvetti félögin til að afla lánsfjár annars staðar og ríkisábyrgðin hyrfi og þar með áhætta ríkissjóðs, okkar, af þessum rekstri.
Orka fallvatnanna héldist í eigu ríkisins og héldist sem »auðlind í eigu þjóðarinnar«. Virkjanirnar og þar með orkan yrðu seldar aftur og aftur.
Hverjir myndu kaupa? Álverin? Eða samkeppnisaðilar þeirra. Eða fjárfestar sem trúa á hreina orku. Væntanlegir kolefnisskattar og þörf Kínverja og Indverja fyrir orku eykur eftirspurn eftir slíkri 40 ára nýtingu á hreinni orku.
Landsbyggðarfólk athugi að K01 hefði að sjálfsögðu höfuðstöðvar á Egilsstöðum og Þ01 á Hellu/Hvolsvelli og R01 á Selfossi. Nema hvað? Samkeppni mun aukast því skipting Landsvirkjunar í 3 fyrirtæki örvar samkeppni á raforkumarkaði sem varla er til þegar eitt fyrirtæki framleiðir 73% allrar raforku í landinu.
Samningar ríkisins við þessi 40 ára orkufyrirtæki þurfa að vera mjög vandaðir og tryggja sérstaklega að öllu sé skilað í sama horfi. Ræða þarf tímalengdina, 40 ár, í hörgul til að hámarka arð ríkissjóðs til langs tíma. Hugsanlega mætti hafa mismunandi tímalengd. Þ01 yrði t.d. selt til 25 ára og R01 til 20 ára. Meginatriðið er að við leyfum okkur að hugsa, jafnvel út fyrir boxið.
Svo sannarlega hugsar dr. Pétur iðullega út fyrir boxið. Þessvegna á hann svona erfitt uppdráttar meðal samþingmanna sinna. Þeir hafa átt svo erfitt að fylgja hugsunum hans eftir því hann hugsar svo gjarnan út fyrir boxið. Maður sem er stundum á undan sinni samtíð vekur öfund hinna sem eru tregari að skilja.
En ég skil þessa hugmynd Péturs og finnst hún snöggtum viskulegri en þeirra sem er til í að selja Grímsstaði, Landsvirkjun, Landsbanka eða gefa Grímsey til útlendra kónga. Við ættum að yfirfæra þessa aðferðafræði á alla jarðasölu til útlendinga. Ekki selja heldur leigja á minnst sama verði og allt söluverðið sem boðið er. Hitt er bara sveitamennska innan í boxinu sem við erum föst í.
Pétur var líka með hugmynd um að taka staðgreiðslu strax af greiðslum inn í sériegnarlífeyrissjóði landsmanna. Hann var ekki tilbúinn að taka málið lengra en það er að taka staðgreiðsluna af öllum iðgjöldum í sjóðina núna. Þá yrði vandi ríkissjóðs leystur á einni nóttu og skuldaniðurgreiðslur, spítalavandinn líka. Og meira að segja yrði eftir afgangur fyrir stjórnmálamenn til að spreða í vitleysu.
Af hverju erum við að vandræðast með hundruð milljarða í lífeyrissjóðinum þegar ríkið beinlínis á stóran hluta þeirra? Lífeyrissjóðafurstarnir eru svo að feilspekúlera með þetta fé okkar allra og tapa því í þúsundavís. Peningum ríkisins!
Minnkum vandamálið og áhættuna. Tökum skattinn strax og þá eiga menn lífeyrisgreiðslurnar óskiptar þegar þar að kemur.
Hugsum útfyrir boxið með Pétri Blöndal !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 3420147
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Þetta er að mínu mati arfavitlaus hugmynd. Hvernig fór með bankana, hvað skeður ef hlutafélagið fer á hausinn, er ríkið þá laust við alla skuldina, nei takk aldeilis ekki,og þegar harðnar á dalnum hjá þeim hækka þeir orkuverð til heimila í landinu og við borgum brúsann eins og alltaf. Og finnist annað efni betra en ál þá muni ríkið fara á hausinn, það er ekki rétt það er hægt að selja orkuna úr landi, o.svo mætti lengi telja. Hefur hann Pétur rekið höfuðið í eitthvað eða hvað??
Eyjólfur G Svavarsson, 1.10.2013 kl. 10:41
Ég er svo heppinn að þegar ég gleymi, þá hef ég ýmsa til að mynna mig á hlutina.
Ég er 78 ára.
Ég þakka þeim áminninguna.
Þeir sögðu við mig,
Ert þú búin að gleyma hvernig fjárfestarnir hirtu eigur fólksins út úr fjárfestingafélögunum og bönkunum?
Ert þú búinn að gleyma hvernig sparisjóðirnir tæmdust?
Ert þú búin að gleyma hvernig fjárfestarnir náðu orkulindum á suðurnesjum?
Fjárfestir setur aldrei verðmæti í fyrirtæki.
Fjárfestir tæmir verðmæti úr fyrirtækjun.
Við skiptum ekki við fjárfesta.
Við skiptum við tæknifesta.
Við ætlumst til að menntafólk landsins,
okkar besta fólk, læri á fjármálakerfi
veraldar.
Best væri að kenna á fjármálaklækina strax í grunnskólunum.
http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/
Egilsstaðir, 01.10.2013 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 1.10.2013 kl. 14:16
Sæll Halldór.
Að selja eða leigja Landsvirkjun þykir mér ógeðfelld hugmynd. Eina ástæða þess að ég las grein Péturs var hver höfundur hennar var.
En skoðum aðeins rök hans.
Pétur telur of mikla áhættu fyrir okkur að eiga Landsvirkjun, að breytt tækni og fleira gætu leitt til þess að fyrirtækið sæti uppi með 75% orkunnar óselda. Þessi rök eru góð og gild, enginn veit hvað í framtíðinni býr.
En hann ætlar samt að leigja orkuver fyrirtækis til fjörutíu ára, aftur og aftur. Það mun enginn leigjandi finnast nema markaður sé fyrir orkuna og ef sá markaður er fyrir hendi, hví getur Landsvirkjun ekki sjálf nýtt hann.
Það sem ég myndi óttast mest við þetta fyrirkomulag er að einhverjir leigjendur, erlendir eða innlendir, myndu kannski ekki horfa til Íslands í sinni sókn eftir gróða út úr leigunni. Því gæti þetta auðveldlega leitt til þess að megnið af orku landsins yrði seld úr landi, jafn skjótt og tækni til þess finnst. Að það væri ekki endilega einhver utanaðkomandi öfl eða ný tækni sem myndi útrýma álverum á Íslandi, heldur hrein og klár peningagræðgi þeirra sem yfir orkunni myndi ráða. Þetta gæti leitt til þess að orkuverð hér á landi myndi hækka svo að útilokað yrði fyrir nokkurt fyrirtæki að starfa hér á landi.
Nú hafa t.d. bræðslur verið að breyta sínum ofnum úr ólíu yfir í rafmagn. Hvernig færi fyrir þeim og öðrum rekstri hér á landi sem hafa hugsað sér að breyta sinni orkunotkun úr eldsneyti yfir í rafmagn?
Orkan er okkar gull. Hana eigum við að nýta af skynsemi okkur sjálfum til heilla og láta virðisaukann sem hún skapar verða til hér á landi. Pétur minnist á "bestu mjólkurkúnna" í sínum pistli og gerir lítið úr þeim rökstuðningi. Jafn skynsamur maður og Pétur ætti þó að vita að þau rök eru fullgild og sennilega einhver bestu rök sem hugsast getur.
Hver bóndi heldur sinni bestu mjólkurkú, meðan hún mjólkar. Hann tekur vissulega áhættu með að hún veikist eða drepist, en þá áhættu telur hann ásættanlega. Aldrei myndi hann leigja þá kú úr sínu fjósi og láta annan njóta afurðanna, til þess eins að tryggja sig fyrir hugsanlegum veikindum hennar.
Gunnar Heiðarsson, 1.10.2013 kl. 21:37
Eyjólfur
Pétur segir líka að samningarnir verði vandaaverk. Efin eru mörg.
Jónas
Það er rétt, það eru margir skuggabaldrar á ferð við að leigja eins virkjun. Það verður að vera gegnsæi svo að einhverjir þeir sem við þekkjum af prettum verði ekki viðsemjendur eða gerendur. Það er sjálfsagt mjög erfitt að sjá til enda.
Gunnar
Þú ert gagnrýninn og beittur að vanda. Þú tekur á mörgum álitamálum enda segir Pétur að þetta sé ekki einfaldir samningar. En grunnhugmyndin er að það er betra að leigja heldur en að selja þegar um er að ræða ættjörðina, jarðir og eyjar. Það var hægt að leigja Landsbankann á sínum tæima, reksturinn og allt það en halda málverkunum og kofunum. Það hefði betur verið gert. Hugsaðu þér að fá bankaleyfi á leigu? Peningapressu og skúringavél eins og sást á því hvað Björgólfarnir voru fljótir að opna útbú í Pétursborg eftir að þeir voru búnir að plata jólasveinana.
En hvað finnst ykkur um þá hugmynd að taka staðgreiðslu af lífeyrisiðgjöldum strax þegar þeur verða innheimt. Taka ekki sjáns á að tapa þeim, þetta eru jú ríkispeningar. Ef þetta yrði gert er ríkisfjármálavandinn leystur.
Halldór Jónsson, 1.10.2013 kl. 22:25
Sæll aftur Halldór.
Vissulega er leiga betri en sala, þegar um fjöreggin okkar er að ræða og vissulega er margt sem mætti skoða á því sviði. Það er fjöldi verka sem ríkið annast, verkefni sem eiga mun frekar heima innan einkageirans. Þar má hugsa sér í einhverjum tilfellum að reksturinn yrði á einhvern hátt einkavæddur en umgjörðin áfram í eigu ríkisins.
Sjálfsagt hefðum við verið betur sett í hruninu ef bankarnir hefðu verið leigðir en ekki seldir. Þó er þegar búið að gefa megnið af tveim af þrem stæðstu bönkunum og umræðan á fullu um sölu á megninu af því sem eftir er. Þar talar enginn um leigu, heldur sölu. Reyndar talaði SJS ekki við nokkurn mann, hvorki um leigu né sölu, þegar hann færði þrotabúum þessa tvo banka á silfurfati. Þar fór fram gjafagjörningur sem óvíst er að standist stjórnarskrá!
Um staðgreiðslu af lífeyrisgjöldum er það eitt að segja að auðvitað á að fara þá leið. Lífeyrir, þegar hann kemur til greiðslu, á að vera skattfrír. Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvers vegna þessi arfavitlausa leið var valin í upphafi, en það er aldrei of seint að leiðrétta það sem rangt er.
En ekki er eins víst að "alþýðumaðurinn" Gylfi sé sammála mér, enda sér sá maður rautt ef minnst er einhvejar breytingar á þessu úrsérgengna kerfi. Það er nefnilega ekki bara skattlagningin sem er röng, heldur kerfið í heild sér.
Helstu og einu rök þeirra sem á móti þessu eru, eru að þá sé launamaðurinn að greiða skatt af fé sem hann hugsanlega aldrei getur nýtt sér. Hvað þá með það fé sem fólk leggur í banka? Ætti þá ekki samkvæmt sömu rökum að greiða tekjuskattinn af því þegar það er tekið af bókinni? Og á þá ekki sá sem leggur hluta launa sinna, sem hann hefur greitt af skatt, á bankabók, á hættu að greiða skatt af fé sem hann aldrei nýtir?
Rökin falla um sjálf sig, enda megin reglan að skattur er lagður á þar sem verðmyndun verður til, ekki einhverntímann seinna.
Gunnar Heiðarsson, 1.10.2013 kl. 23:51
>Ætti þá ekki samkvæmt sömu rökum að greiða tekjuskattinn af því þegar það er tekið af bókinni? Og á þá ekki sá sem leggur hluta launa sinna, sem hann hefur greitt af skatt, á bankabók, á hættu að greiða skatt af fé sem hann aldrei nýtir?<
Hver sem hugsaði þetta og um leigu á ríkiseigum versus sölu, hugsar líka út fyrir boxið.
Elle_, 2.10.2013 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.