Leita í fréttum mbl.is

Skýr rödd frambjóðanda

prófkjörs Sjálfstæðismanna í Reykjavík heyrist í Morgunblaðinu í dag. Björn Jón Bragason skrifar afdráttarlausa grein um það hvernig hann sér framtíð flugvallar í Vatnsmýri. Það er óvenjulegt að frambjóðandi tali með svo afgerandi hætti sem Björn Jón gerir.

 "Fulltrúar ríkisins, Reykjavíkurborgar og stærsta flugrekanda á Reykjavíkurflugvelli skrifuðu 25. október síðastliðinn undir samkomulag um að fresta því í níu ár að leggja af norður-suðurbraut Reykjavíkurflugvallar, en samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagsdrögum stóð til að þeirri braut yrði lokað árið 2016. Þá var ákveðið enn fremur að skipaður yrði starfshópur til að finna »varanlegt stæði fyrir flugvöllinn á höfuðborgarsvæðinu« eins og það er orðað.

 Þeir sem heykjast á að taka erfiðar ákvarðanir eiga það til að fresta þeim von úr viti. Það að fresta raunverulegri ákvörðun um framtíðarstaðsetningu flugvallarins er í reynd aðför að þeirri margþættu starfsemi sem þar er að finna. Ákvörðun um að skipa starfshóp um staðarval nýs vallar hljómar sem lýðskrum, enda allir flugvallarkostir á höfuðborgarsvæðinu verið þaulkannaðir. Hið eina nýja sem gæti komið út úr slíkri athugun er hærri verðmiði - fleiri milljarðatugir en fyrr.

 Í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að aðstöðu fyrir almannaflug, einka- og kennsluflug, verði fundinn staður annars staðar en á Reykjavíkurflugvelli. Það er með hreinum ólíkindum að stjórnmálamenn láti sér detta í að leggja milljarða í byggingu og rekstur sérstaks kennsluflugvallar með stjórnuðu loftrými á sama tíma og Reykjavíkurflugvöllur er í fullum rekstri. Nýlegar fréttir af neyðarástandi í heilbrigðisþjónustu ættu að vera mönnum nægt tilefni til að hverfa frá öllum fyrirætlunum um sérstakan kennsluflugvöll.

 Sú óvissa sem ríkt hefur um Reykjavíkurflugvöll um langt árabil hamlar frekari uppbyggingu starfsemi þar, en ljóst er að sóknarfærin eru mikil, til að mynda í ljósi stóraukinna umsvifa á Grænlandi. Hljóðmengun af vellinum þyrfti ekki að aukast að ráði með auknum umsvifum enda nýjustu vélar mjög hljóðlátar, til að mynda hin nýja Airbus þota Færeyinga sem er hljóðlátari í aðflugi en Fokkerar Flugfélags Íslands.

Hér á landi er gríðarleg þekking til staðar á flugi og flugtengdum greinum og tækifærin mikil á næstu árum og áratugum. Reykvíkingar mega ekki að láta þessi tækifæri sér úr greipum ganga. Það skal vera eitt fyrsta verkefni nýrrar borgarstjórnar að rifta þessu gervisamkomulagi og festa völlinn í sessi í Vatnsmýri, til hagsbóta fyrir reykvískt atvinnulíf og samgöngur."

Hér er sagður sannleikurinn um skrípaleik flugvallarandstæðinganna.  Seinni uppákoman virðist hafa verið hönnuð með það fyrir augum að reyna að dreifa athygli kjósenda frá fjandskap sumra áberandi fyrrum og núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins eins og Hönnu Birnu sjálfrar, Þorbjargar Helgu Vigfússdóttur, Áslaugar Friðriksdóttur sem eru á öndverðum meiði við og á móti vallarvinum eins og Júlíusi Vífli, Kjartani Magnússyni og Mörtu Guðjónsdóttur. Beinlínis reynt að slá ryki í kjósendum vegna komandi prófkjörs Sjálfsyæðisflokksin í Reykjavík.

Þessi ungi maður Björn Jón Bragason sem nú kveður sér hljóðs bætist í hóp þeirra síðartöldu ásamt Halldór Hallddórssyni sem er nýr frambjóðandi, sem styðja flugvöllinn í Vatnsmýrinni ásamt 70.000 öðrum Íslendingum. Hann vill hreinlega rifta þessu gervisamkomulagi sem þarna var gert á svo ómerkilegan hátt sem hugsast getur.

Merkilegt að ríkisstjórnin sem skipuð er af flokkum sem báðir töluðu afdráttarlaust um áframhald flugvallar í Vatnmýri skuli líða einum ráðherra að ganga þvert á stjórnarsáttmálann eins og Hanna Birna gerir og það sem er enn merkilegra er að Sigmundur Davíð skuli sjálfur hafa verið viðstaddur og samþykkt þetta með þessu fólki. Sé einhver dulinn pólitískur gambítur fólginn í þessu, þá kem ég ekki auga á hann og þarf að fá hann útskýrðan áður en ég segi amen. 

Vallarvinir verða nú  að sameinast að vinna gegn flugvallarandstæðingum hvar sem þeir finnast á öllum vígstöðum sem þeir geta.

Styðjum þá frambjóðendur sem vilja standa vörð um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni og á Skildinganesmelum.  Látum þá tala skýrri röddu.

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Maður þarf að fara að kalla eftir afstöðu sinna kandidata í forystusætin til flugvallarins. Vilji þau flugvöllinn burt, þá lít ég svo á að þeirra tími sé kominn til að víkja líka.....

Nú er betra að þau tali skýrt....!

Ómar Bjarki Smárason, 9.11.2013 kl. 00:51

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Eggsaggly vinur Ómar Bjarki. Tala skýrt en ekki í gátum eins og Tobba og Lauga eða Harðlynda Hanna.

Halldór Jónsson, 9.11.2013 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband