Leita í fréttum mbl.is

Hanna Birna

var gestur á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn.

Fyrirfram bjóst ég ekki við miklu þar sem ég varð mjög óhress þegar hún undirritaði samkomulagið við Jón Gnarr um lokun SA brautarinnar og brotthvarf einkaflugsins úr Vatnsmýri.   Ég taldi að þetta væru svik við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um áframhald flugstarfsemi í Vatnsmýri og hafði stór orð um.

Hanna Birna fór yfir málaflokka sína. Athygli mína vakti sérstaklega sú ákvörðun hennar að taka á máli hvers hælisleitanda innan 48 stunda eins og Norðmenn gera.  Sú málsmeðferð sem beitt hefur verið fram að þessu er til stórra vandræða svo ekki sé meira sagt. En nú á að verða breyting á. 

Hann Birna ætlar líka að finna nauðsynlegt fjármagn til að sinna löggæslu betur þar sem slíks er þörf. Talaði hún um 500 miljónir í því sambandi sem lágmark. Hún ræddi vanda vegamála, en þungaflutningar á landi hafa mulið niður vegina þar sem allt viðhald var skorið niður í tíð fyrri ríkisstjórnar.  Hún tók undir nauðsyn þess að efla strandsiglingar á kostnað þungaflutninga á landi auk þess að sinna vegunum betur.

Þegar kom að flugvallarmálinu sperrtust eyrun á nærri hundraði fundarmanna. Hanna Birna sagðist hafa staðið frammi fyrir því að Jón Gnarr og Dagur hefðu í fúlustu alvöru ætlað að loka N-S brautinni og hefðu komist upp með það. Neyðarástand hefði þvi verið fullskapað og samkomlagið hefði verið gert sem nauðsynlegur biðleikur í stöðunni. Lokunin hefði verið óásættanleg fyrir innanlandsflugið og flugvöllinn.

Ég þurfti að fara á annan fund þegar hér var komið sögu. En mér var sagt að fundurinn hefði verið hinn líflegasti eftir það. Hanna Birna hefði staðið sig með ágætum vel og náð fundarmönnum vel til sín með léttleika og rökvísi.  

Ég fór sjálfur með aðeins meiri skilning á samkomulaginu við Borgarbrjótana sem nauðvörn fyrir innanlandsflugið sem þeir ætluðu NB í alvöru defakto að stöðva ef svo bæri undir í valdatafli sínu. Ósvífni vinstrisins og purrkunarleysi er ótrúlegt. 

Það er verkefni fyrir vallarvini að fara að berjast fyrir því að opna augu fólks fyrir því hvað Reykjavíkurflugvöllur getur fært Borginni ef hann verður virkjaður til meiri nota en er í dag. Það þarf að hefja starfsemi sem getur orðið  tekjulind og lyftistöng fyrir efnahagslífið í Borginni  í stað þess að halda öllu í því lágmarks ástandi sem er á vellinum í dag þar sem ekkert er gert, ekkert má gera og allt er bannað eins og með þeirri stefnu sem Borgaryfirvöld framfylgja nú í ofsóknum sínum gegn Reykjavíkurflugvelli og allri starfsemi þar.  Því í Reykjavíkurborg fara blindir og illviljaðir með alla framtíðarsýn í flugsamgöngum.

Því miður er ekki ástæða til bjartsýni um breytingar miðað við skoðanakannanir um fylgi flokka í næstu kosningum. Reykjavík er orðin eyja í íhaldshafinu umhverfis hana. Því alls staðar annars staðar hefur Sjálfstæðisflokkurinn náð vopnum sínum í sveitarstjórnum nema í Reykjavík þó misjafnlega vel sé auðvitað að því staðið.

Efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður hreinlega að verða nýr Davíð og feta í þau fótspor að sundra og sigra í  villta vinstrinu í Borginni.

Þar duga engin vettlingatök frekar en Hanna Birna sagði að nein slík yrðu viðhöfð í ríkisstjórnarsamstarfinu, sem gengi alveg eftir áætlun og prýðilega í alla staði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband