Leita í fréttum mbl.is

Hringnum lokað

í ferð Morgunblaðsins um landið þann 1. desember í tilefni 100 ára útgáfuafmælisins, var táknrænt gert í beinni útsendingu á vef Mbl.is með viðtali við þá Sigmund Davíð  Gunnlaugsson forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins og Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðsflokksins.

Þetta var einskonar vakningarsamkoma. Maður kom þarna kannski mæddur og þreyttur af því að hlusta í síðustu 4 ár á talsmenn fyrri ríkisstjórnar tala út í eitt um ekki neitt. Í fjögur löng ár voru  engin vonarljós fyrir stafni heldur útlistun á því hvernig þetta lánlausa og getulausa lið sem ekki kom sér saman um neitt ætlaði að bera sig að við það verkefni að skipta skortinum einum milli landsmanna í nafni norrænnar velferðar. Engin úrræði í fjárfestingum og framfarasókn. Aðeins bókhaldsmillifærslur á ríkisreikningi með halla.

Allt sjálfshólið og talið um rústabjörgunaraðgerðir Steingríms Jóhanns og frumjöfnuð  var innistæðulaust  þar sem uppsafnaður ríkissjóðshalli norrænu velferðarstjórnarinnar var 400 milljarðar á 4 árum, Þetta var allt tekið að láni í útlöndum. Ekki minna en 5 % aukning á öllum núverandi skuldum íslenska ríkisins. Ein  fjárlög ríkisins. 

Þeir vildu bara halda áfram á þessari braut samkvæmt kosningaplaggi sínu.  Þeir gátu ekki leyst dæmið um skuldaniðurfellingu heimilanna. Þeir gátu ekki leyst dæmið um hagræðingu í ríkisrekstrinum.  Þeir bara gátu ekki neitt nema þvælt og þvaðrað um eitthvað sem engin skildi og alls ekki þeir sjálfir.  Greinilega var fólk orðið þreytt á lygunum og bullinu sem kom best  fram i kosningunum í vor. Þjóðin hafnaði leið þeirra um fullveldisframsalið til ESB sem allsherjarafréttara á loforðafylleríinu um velferð fólksins.

Þarna sátu þessir ungu menn og töluðu á yfirvegaðan hátt um  hvað þeir vildu gera til að efla kaupmátt landsmanna, efla framfarasókn þjóðlífsins og draga úr íþyngjandi regluverki og ofurskattlagningu sem fyrri ríkisstjórn hafði stritað við nætur og daga að leggja á heimilin í landinu. Það er gerbreyting í minum huga að heyra þær hugsanir að þetta megi gera án þess að hér fari allt á hliðina eins og helvítisprédikanir fyrri fjármálaráðherra hljóðuðu ef menn  vildu til dæmis ekki samþykkja Icesavesamninga Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar. Þetta eru svo allt aðrir menn. Menn sem vilja öllum vel og sjá leiðir til þess. Þeir eru vel heima í öllum byggðarlögum og vita hvar skórinn kreppir. 

Bjarni lagði mikla áherslu á að samtök vinnumarkaðarins sýndu mikinn skilning á gildi stöðugleikans fyrir íslensk heimili. Þess sæist stað í öllu ferli samningsaðila að þeir vildu í raun og sannleika stefna að slíkri niðurstöðu. Bjarni sagði að ytri aðstæður væru hagstæðar fyrir slíka nálgun að viðfangsefninu. Engir stormar í gengismálum virtust vera í aðsigi og engir efnahagslegir váboðar væru við sjónarrönd.  Allar forsendur væru til staðar fyrir því að þetta gæti tekist með aðfararsamningum núna sem gætu lagt grundvölla af betri samningum síðar til lengri tima. Ekkert væri eins verðmætt fyrir heimilin og stöðugleikinn,

Bjarni kynnti það, að skattur á slitastjórnir föllnu fjármálafyristækjanna yrði þrjátíuogsjöfaldaður, úr 1 milljarði í 37.5 milljarða. Þetta væri í raunni mjög hóflegt miðað við hvaða kostnaðarauka þessi föllnu fjármálafyrirtæki hefðu valdið þjóðinni. Bara vextir af því lánsfé sem tekið var til að endurreisa  bankana næmu 50 milljörðum  hjá ríkissjóði  og vextir af lánum Seðlabanka til að koma upp gjaldeyrisforða næmu 100 milljörðum. Hversu lengi þessar slitastjórnir ætluðu að vera að án þess að samningar náist væri ekki vitað. En Bjarni sagði það hafa dregist úr hófi og þyrfti að ljúka því lítið hefði gerst. Sigmundur Davíð bætti því við, að Íslendingar hefðu farið mjúkum höndum um erlendu kröfuhafana þar sem þeir hefðu fengið ótæpilega vexti útgreidda í erlendum gjaldeyri á tímabilinu frá hruni.

Maður fær eignilega hroll þegar maður hugsar til þess hvernig Steingrími Jóhanni gat dottið til hugar að gefa erlendum kröfuhöfum bankanna allar kröfur þeirra á íslensk heimili með því að gefa þeim Íslandsbanka og Aríonbanka.  Þessi gjörningur er óskiljanlegur hversu margar bækur Steingrímur Sigfússon á eftir að skrifa um það hvernig hann hefði viljað sjá söguna endurskrifaða sér í hag. Sannleiksgildið bóka Steingríms verður næsta lítið og sagnfræðin vafasöm í flestu. Afleiðingin verður því helst áfall fyrir regnskógana og hugsanlega einhver eftirlaunauppbót í vasa hins fallna foringja ef einhverjir nenna að lesa.

Geðleysi Íslendinga sem birtist í því hverning þeir versla af bestu lyst við þessa banka í eigu hrægammasjóðanna er svo  með nokkrum ólíkindum. Vonandi hafa íslensk stjórnvöld bráðum kjark til að taka á þessu ruslaraliði með blautum íslenskum skinnvettlingum en ekki parfumeruðum innfluttum silkihönskum.

Þessir ungu menn vöktu mér vonir um að það sé ekki úti um Ísland sem var vissulega það sem mér var ofarlega í huga þegar ég horfði á hvert axarskaftið af öðru hjá fyrri ríkisstjórn. Yfirvegaðir og leitandi að leiðum til hins  besta og með næga djörfung til að takast á við málin í stað þess að láta reka á reiðanum.

Nú getur eiginilega framtíðin byrjað því hringurinn er að lokast. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband