Leita í fréttum mbl.is

Hver á hver?

inn Geysi? Strokk og Blesa?

Stórhöfðinginn Sigurður Jónasson, sá sami og gaf ríkinu Bessastaði gerði eftirfarandi gjörning: 

", Sigurður Jónasson fram-kvæmdarstjóri, Reykjavík, geri kunnugt að ég fyrir hönd
hr. Hugh Charles Innes Rogers í Beechcroft, Nitton, Bristol,samkvæmt umboði dagsettu
15. ágúst þ. á., sel og afsala Ríkisstjórn íslands til fullrar
eignar, hverina Geysi, Strokk,Blesa og Litla-Geysi, sem öðru
nafni nefnist Óþerrishola, allir liggjandi í Biskupstungna-
hreppi í Árnessýslu, ásamtlandspildu þeirri, sem takmark-
ast þannig: að vestan afbeinni línu frá Litla-Geysi 50falðma í norður, norður fyrir
Blesa, að sunnan af beinni línu frá Litla-Geysi sunnanverðum og 130 faðma í austur, þaðan 50
faðma beint norður, en að n o r ð a n ræður bein lína það-
an og í landamerkin að vestan-verðu, norðanvert við Blesa,allt eins og umbjóðanda mín-
um var afhent það með afsals-bréfi dags. 19. desember ,1925.
Salan er þó bundin þessum skilyrðum: í fyrsta lagi, að bóndinn í Haukadal hafi rétt
til að hafa á hendi umsjón yfir hverunum fyrir hæfilega borg- un, þegar eigandinn sjálfur eða
nienn hans eru fjarverandi. 1 öðru lagi, að bóndinn í Hauka-dal sjtji fyrir allri hestapössun,
Með því að RSkisstjórn Is-lands hefir greitt mér fyrir hönd umbjóðanda míns hið
umsamda kaupverð kr. 8000,00 — átta þúsund krónur — að
iullu, lýsi ég hann réttan eig-anda að ofannefndum hverum og landspildum.

Þessu til staðfestu er undir-ritað nafn mitt í viðurvist tveggja tilkvaddra vitundar-
votta.

Reykjavík, 30. ágúst 1935.

Sigurður Jónasson 
skv. umboði.

Vitundarvottar:
Jón Árnason
Valtýr Blöndal.  
Nú er mér sagt að einhverjir prívataðilar séu með Landeigendafélag um Geysisvæðið.
Hvenær fór svæðið úr eigu ríkisins?  Eru Bessastaðir kannski líka farnir?
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband