Leita í fréttum mbl.is

ESB-tuðið

um Sjálfstæðisflokkinn er orðið býsna hvimleitt. Það er pirandi þegar frammámenn í flokknum eins og til dæmis Þorgerður Katrín og Ragnheiður Ríkharðsdóttir halda áfram að tala eins og að Sjálfstæðisflokkurinn sé eitthvað klofinn í málinu. Frá því er langur vegur.

Ég horfði á það á landsfundi flokksins í mars 2009 að aðildarsinnar urðu undir með svona á að giska 90 % við afgreiðslu málsins.Það er óvinafagnaður að ala svona á klofningstali um Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er ekki klofningur heldur einföld afgreiðsla eins máls.

"Sjálfstæðismenn hafa rætt ESB-málið í þaula og meirihluti landsfundarfulltrúa samþykkt stefnu Sjálfstæðisflokksins á lýðræðislegan hátt. Þessi meirihluti vill ekki aðild að ESB og hann vill heldur að rætt verði meira um aðild við ESB án samþykkis þjóðarinnar" segir Björn Bjarnason á Evrópuvaktinni. 

Kristján Þór Júlíusson reið um öll héruð landsins og hélt fundi  með Sjálfstæðismönnum  og skilaði hann skýrslu um málið í janúar 2009. Á landsfundi í mars 2009 segir Björn:  ",,,samþykkti flokkurinn að endurnýjað hagsmunamat leiddi ekki til grundvallarbreytinga á þeirri afstöðu flokksins að aðild að ESB þjónaði ekki hagsmunum íslensku þjóðarinnar. Taldi landsfundurinn að þjóðin ætti að skera úr um svo stórt og umdeilt mál. Í ályktuninni frá mars 2009 segir:

„Komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að Evrópusambandinu er það skoðun Sjálfstæðisflokksins að fara skuli fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna.“

Þetta sjónarmið flokksins varð undir í atkvæðagreiðslu á alþingi 16. júlí 2009. Á landsfundum sem efnt hefur verið til eftir fundinn í mars 2009 hefur andstaða flokksins við ESB-aðild orðið skarpari. Sú skoðun hefur jafnframt verið áréttuð að hætta beri ESB-viðræðunum og vilji einhverjir hefja þær að nýju gerist það ekki án heimildar þjóðarinnar í atkvæðagreislu.

Ekkert af þessu hefur verið samþykkt umræðulaust á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það stenst því ekki að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú „hræddur við að taka samtalið um alþjóða samstarf“ eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir orðar það.

Sjálfstæðismenn hafa rætt ESB-málið í þaula og meirihluti landsfundarfulltrúa samþykkt stefnu Sjálfstæðisflokksins á lýðræðislegan hátt. Þessi meirihluti vill ekki aðild að ESB og hann vill heldur að rætt verði meira um aðild við ESB án samþykkis þjóðarinnar..."

Það liggur alveg hreint fyrir hvernig Sjálfstæðisflokkurinn kemur að umsókn um inngöngu í ESB. Það verður ekki nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt tal um ríkisstjórnin eigi að klára aðildarviðræðurnar er tuð út í loftið sem er tæknilega óframkvæmanlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Helgi Guðjohnsen

Algjörlega sammála. Yfirgnæfandi meirihluti í þéttsetnum sal, með hátt í 2000 landsfundarfulltrúum, samþykkti ályktun gegn aðildarferlinu. Það á að virða landsfundarsamþykktir en ekki tala gegn þeim.

Viðar Helgi Guðjohnsen, 26.12.2013 kl. 13:18

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

"Sjálfstæðisflokkurinn sé eitthvað klofinn í málinu" - allir með opin augu sjá það. allt annað er bara tuð

Rafn Guðmundsson, 26.12.2013 kl. 13:19

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

Viðar Helgi - 2000 sjálfstæðismenn eru ekki sjálfstæðisflokkurinn

Rafn Guðmundsson, 26.12.2013 kl. 14:08

4 Smámynd: Þorkell Guðnason

Gleðileg jól Dóri, til þín og þinna.

Gott að þú ætlar að ná andanum eftir kræsingarnar.

Það sjá allir sem vilja sjá - og horfa og hlusta, að minnihluti þjóðarinnar sem aðhyllist inngöngu í ESB, hefur átt ötulan og traustan hóp talsmanna í röðum fjölmiðlafólks og handvalinna álitsgjafa þess.

Þær raddir heyrast, sem telja Þorgerði Katrínu mikinn eðalkandídat og óskakost fyrir Sjálfstæðisflokk, í útvarpsstjórastól á RÚV.

Mér er til efs að slík ráðstöfun drægi úr "ESB tuðinu" eða ESB slagsíðu í íslenskum fjölmiðlum.

Þorkell Guðnason, 26.12.2013 kl. 14:37

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Gleðilega hátíð allir saman.

2000 manna landsfundur er ekki Sjálfstæðisflokkurinn?

Nei hann er stærri en það. En hann er svona svipað og að segja að Alþingi með 63 fulltrúa er ekki þjóðin en stjórnlagaráðið hafa frekar verið það eins og Pétur á sögu heldur fram.

Maður hét Adolf og var uppi á síðustu öld. Hann skipulagði sinn flokk á sama hátt og allir stjórnmálaflokkar hér á landi hafa verið síðan skpulagðir. Svæðafélög mynda héraðssambönd sem svo mynda landssambönd og sem svo koma saman til heildastefnumótunar á landsfundi. Ef að fulltrúalýðræðið er ekki þannig þá kann ég ekki betri aðferðir. Þjóðstednur voru reyndar i Aþenu og Spörtu en það hefur sannast síðan að fulltrúalýðræðið gefst betur til lengdar.

Það ruku nokkrir á dyr á landsfundinum 2009. Síðan hafa þeir talað eins og þeir séu flokkurinn og viti betur hvað eigi að gera.

Já Keli, miki vildi maður stundum að hlutirnir væru öðruvísi en þeir eru. En þeir eru yfirleitt bara eins og þeir eru.

Halldór Jónsson, 26.12.2013 kl. 14:59

6 Smámynd: Ólafur Als

Ekki veit ég á hvaða villigötum Rafn Guðmundsson er, en skoðanakannanir sýna að stór, stór hluti Sjálfstæðismanna eru afhuga því að innlimast í ESB - sem landsfundir tveir síðustu hafa staðfest. Þorgerður hefur því miður verið tapsár í þessu máli og skaðað flokkinn með ummælum sínum, ítrekuðum, um þessi mál. Eins og gefur að skilja er einungis hægt að líkja ásælni ESB sinna við trúarbrögð og forvitnilegt að fylgjast með þeirra blætisviðbrögðum þegar rætt er um ýmislegt sem farið hefur miður innan sambandsins. Þeir móðgast og afneita öllu slæmu, líkt og sé verið að ráðast á helga ritningu eða eitthvað álíka. Og svo geta þeir verið dálítið fyndnir, þegar þeir vilja kenna okkur sem ekki viljum ganga ESB veginn, við einangrunarstefnu. Jafnvel þegar bent er á, að margir vilja líta til heimsins alls, þegar kemur að viðskiptahagsmunum okkar, tala um Bjart í Sumarhúsum, líkt og sá hluti Evrópu sem telst til ESB sé upphaf og ENDIR alheimsins. Vitanlega á að hafa sem best samskipti við ESB, líkt og aðra og rækta það samband sem best á grunni gagnkvæmra hagsmuna. Helst hefði ég kosið að segja upp EES og semja beint við ESB, ef þess væri nokkur kostur. Gleðilega hátíð.

Ólafur Als, 26.12.2013 kl. 15:14

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Helst hefði ég kosið að segja upp EES og semja beint við ESB, ef þess væri nokkur kostur. Gleðilega hátíð.

Eigum við ekki þennan fína samning sem er ennþá í gildi við ESB, þennan sem var í gangi áður en EES samningurinn kom!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 26.12.2013 kl. 16:26

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jæja - fyrst við esb sinnar erum svona fáir hvers vegna er 'flokkurinn' þá svona hræddur við athkvæðagreiðslu um áframhald á esb samningi?

Rafn Guðmundsson, 26.12.2013 kl. 16:28

9 Smámynd: Þorkell Guðnason

Að vanda ríður þráhyggja ESB sinna ekki við einteyming.

Það má öllum vera ljóst, að í "PAKKANUM" er aðeins áframhaldandi AÐLÖGUNARFERLI. ESB gefur EKKI kost á að SEMJA um neitt til frambúðar, sem hugnast frelsisunnandi og sjálfstæðissinnuðum Íslendingum. Þess utan eru aðildarmálin -sem betur fer- í höndum samstarfsflokksins og á hans ábyrgð.

Þorkell Guðnason, 26.12.2013 kl. 17:49

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gleðileg jól kæru vinir.  Ég er búinn að kíkja í alvöru jólapakka frá fjölskyldunni og er enn í jólaskapi og ætla því ekki að segja eitt aukatekið orð um "kíkja í pakkann ESB".

Sigurður Þórðarson, 26.12.2013 kl. 18:17

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU [Evrópska Sameingingin] er Alþjóðlega samansett af 31 Ríki og Ríkjasamböndum. 27 Meðlima ríkjum [Samböndum] , [EES= hlutdeildar lögsaga]] Noregi, Íslandi, Lichtenstein , og Sviss.   Höfundar EU stofnunnar er Frakkar og Þjóðverjar sem hafa frá upphafi að felstra manna áliti , haft hæfan meirihluta í þessar grunn fjármálastofnun.  Stjórnarskráforsendur Stofnunarinnar tryggja hæfum Meirhluta Meðlimaríkja  öll völd til uppfylla stjórnaskrárbundin markmið sömu stofnunar og Samþykki Löggjafns við öllum breytningu [með lögum, reglu og tilskipunum]. 

"Sjálfbærar" Meðlima velferðalögsögur EU eru sem ein í Alþjóða samstarfi: til að tryggja sér fyrst og fremst hráefni og orku utan EES næstu öld.     Ísland fær í dag, vegna EES, allt nauðsynlegt til að auka "hcip" [það sem EES  borgarar staðgreiða fyrir sem er vinsælast á hverju ári] til að raunvirði heimsölu efnis og orkuþátta [grunnurinn sem má vigta og veðja á ]  og þess huglæga sem flokkast "Service" þjónusta greidd með velferðasköttum, í skiptum fyrir orku og hráefni frá  EES.  

Íslendingum er best að læra fyrst á að það vera inn á lögsögu II áður en farið er inn á EU lögsögu I.    Þar sem skattakröfur eru meiri til
Meðlimaríkja.

Eunhven tíma verður hagvaxtarkarfa allra ríkja á EES einsleit með  sömu hlutfallslegu skiptingu hulglægra servicis álagningar þátta, einhverntíma  verður hagvaxtar karfa  allara borgara jarðarinnar eins. 

Alls ekki meðan ólæst lið á efnisleg málefni  veður upp í stjórnmálaflokkum.  það er að gera á Íslandi í að byggja hér upp social security í grunn.

http://en.wikipedia.org/wiki/Social_Security_%28United_States%29

Ísland er eitt fárra ríkja þar sem ekki er neinn samtíma grunn öryggissjóður.

Hugmyndin erlendis [Otto von Bismark]  er að tryggja alltaf sömu lámarks grunn eftirspurn á efnislegri framleiðslu  það er 10% til 20% er alltaf með sömu körfu bæði í góðærum og kreppum.  Hinir skera niður í kreppum sparnað, utanlandferðir og sumarbústaða fjárfestingar t.d. 

Vera eins og hæfur Meirihluti Meðlima Ríkja leggja hér á á hcip gengi í dag 400 milljarða á heildar reiðfjár útborganir til allra einstaklinga  hlutfalslega jafnt og lát skila hlutfallslega jafnt í Tryggingarsjóð sem greiðir öllum hinu tryggðu það lágmark sem langtíma lög segja til um.   Gera svo eftir reiðufjár innkomu geira lögaðila ekki af holdi og blóði tekju skattfrjálsa með frelsi innan verðlags hámarka og lámarka.

Hreinsa stjórnmálflokka af tossum sem  eru ekki með Pisa læsi.

Greiða skuldir við Erlenda með að auka hér heima huglægan hagvöxt, hækkar bókað heildar raunvirði hcip og PPP sannarlega en tryggir ekki nauðsynlega niðurgreiðslur á bundnu eiginfé [=framtíðar skuldum] Íslands.  Óþarfa fórnir á heima velferð. 

Tryggja Íslenskum Borgurum sama heima fersli og gildir í öðrum ríkjum  með social securty í anda Otto van Bismark. Auk virðingu á heima þjónustu grunni.

Júlíus Björnsson, 26.12.2013 kl. 19:30

12 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég get alveg lofað þér því Halldór. Að ef þjóðin fær ekki að kjósa um framhaldið, munt þú ekki lifa "ESB tuðið" af.

Atli Hermannsson., 26.12.2013 kl. 20:09

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Flokkurinn hræddur við atkvæðagreiðslu? Hvað meinar Rafn með þessu?

Á að greiða atkvæði um að sækja um aðild?

Á að greiða atkvæði um að aðlögunarviðræður í gamni?

Á að greiða þjóðaratkvæði um að slíta núverandi aðlögunarviðræðum?

Þeim hefur þegar verið hæt. Bæði af ESB og ÍSlendingum

Skilur Rafn ekki að Sjálfstæðisflokkurinn krefst þjóðaratkvæðis áður en sótt er um aðild að ESB. Hann er ekkert hræddur við það.

Nú er hann í ríkisstjórn sem vill ekki sækja um aðild. Fyrir því er mikill þingmeirihluti. Fyrir því þarf ekkert þjóðaratkvæði. Málið er ekki á dagskrá.

Halldór Jónsson, 26.12.2013 kl. 21:24

14 Smámynd: Elle_

Hvað meinar Atli með ef þjóðin fái ekkiFái ekki hvað?  Hvar kom eiginlega fram að ÞJÓÐIN vildi það sem mikluminnihlutinn hans og Þorgerðar vill?   Það er satt hjá Þorkeli að þráhyggja þeirra ríður ekki við einteyming.  Það er líka satt hjá Halldóri Björgvini að við ERUM með samning við ESB.  Við ættum að fara úr EES og kannski nota hann, ef við viljum.

Elle_, 26.12.2013 kl. 22:00

15 Smámynd: Rafn Guðmundsson

jú Halldór - 'flokkurinn' er skít hræddur við að heyra álit almennings í þessu ESB máli - nokkuð viss um að það sé óumdeilt hjá flestum

Rafn Guðmundsson, 26.12.2013 kl. 22:14

16 Smámynd: Halldór Jónsson

Ertu að halda því fram Rafn að flokkurinn haldi að þjóðin vilji ganga í ESB? Hann sé skíthræddur við það? Ætti hann þá ekki bara að flytja allur til Canada ef hann passar ekki fyrir þjóðina lengur?

Hvað finnst mönnum um þá sýn?

Halldór Jónsson, 26.12.2013 kl. 23:17

17 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Halldór ertu svona mikið viss að það sé svona mikill þingmeirihluti? af hverju er þá ekki sett fram atkvæðagreiðsla á alþingi um málið til að útkljá það endanlega?

Þú væntanlega svarar á móti "Málið er ekki á dagskrá"

Það er af því að ríkisstjórnin treystir ekki þjóðinni til að taka ákvörðun um ESB.

Þetta er alls ekki flólkið.

Friðrik Friðriksson, 27.12.2013 kl. 09:30

18 Smámynd: Elle_

Það er þessi yfirgangur sem er verulega flókinn.  Það er pínulítill minnihluti Jóhönnu og Össura og Þorgerða sem vill þetta, ríkisstjórnarflokkarnir vilja þetta ekki, hvorugur þeirra, og málið er bara ekkert uppi á pallborði fjöldans frekar en fíflar á túnum.  Við ætlum ekki að halda þjóðaratkvæði um fífla á túnum. 

Elle_, 27.12.2013 kl. 16:30

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað eru  margar þjóðir á Íslandi? Hvaða þjóð treystir Íslenskum Ríkistjórnum?

Júlíus Björnsson, 27.12.2013 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband