28.12.2013 | 11:51
Ölvuð völva við tölvu
er fyrirsögn Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag.
Bréfritari leggur útaf því hversu erfitt sé að spá um framtíðina þegar mönnum veitsist svo erfitt að spá um nýliðna atburði. En tveir úr þeirr verstu ríkisstjórn sem dunið hefur yfir þessa þrautum prýddu þjóð hafa nú gefi út bækur þar sem þeir reyna að skrifa söguna upp á nýtt sér í hag. Og makalaust ef þeir ætlast til að einhhverjir lesi og trúi.
En skoðum bréfið :
Nýtt ár er innan seilingar. Þessa dagana lesa menn sér til um, hvers konar ár 2013 hafi verið, annarsvegar horft frá íslenska bæjarhólnum og hinsvegar yfir veröldina sunnan og svo austan og vestan við þann miðpunkt heimsins.
Af hverju þarf að leita frétta hjá öðrum um það, hvers konar ár þetta liðna hafi verið? Voru ekki allir sjónarvottar og vitni að því sjálfir? Vissulega. En það þarf að vinsa úr fyrir menn. Og það þarf að úrskurða hvað hafi verið mikilvægt fyrir heildina. Hvert og eitt okkar er svo auðvitað með sérskrá, sem ekki er endilega færð til bókar, um það sem merkilegast var á árinu 2013. Og þótt það vekti ekki mikla eftirtekt utan þrengsta hóps ættingja og vina er flestallt þó mun þýðingarmeira en þeir hápunktar ársins sem fjölmiðlar gera skil um áramót. En það er bara annað mál.
En sagan sýnir að stundum þarf lengri tíma en bláendann á ári sem kveður, til þess að leggja mat sem stenst á það sem gerðist. Hagspekingar eru ekki búnir að jafna sig eftir fjármálakreppuna sem sýndi alvarleg sjúkdómseinkenni um mitt árið 2007 og lagðist loks með hitasóttarskjálftum yfir heimsbyggðina snemma hausts 2008. Hagspekingar voru að meðaltali seinastir allra stétta til að átta sig á hvaða ósköp lágu í lofti. En þeir hafa vissulega bætt það upp í þúsundatali með hundrað þúsund greinum, ritrýndum af kollegunum, þeim sömu og greinarhöfundarnir sjá um að ritrýna, þar sem útskýrt er, hvers vegna svona fór.
Hinn góði fyrirvari
Ágætur íslenskur fræðimaður svaraði eitt sinn um áramót spurningu um þjóðarhag með því að taka fram að það væri mjög erfitt að spá um efnahagsþróun á nýliðnum tíma. Þetta þótti virðingarverð varfærni, en sumir gátu sér þess til að þetta væri hugsanlega gætileg gamansemi. En einhverjir úr hópi hlustenda bentu á, að svarið væri ekki síst athyglisvert vegna þess að fræðimaðurinn hafði framfæri sitt af því, um þær mundir, að spá um efnahagslega framvindu á ókomnum tíma. Með því að benda á augljósa erfiðleika við að spá um það sem þegar var orðið mátti öllum vera ljóst að grettistak var að spá um efnhagslega þróun út í tóm hins ókomna.
Þetta gildir auðvitað um fleira en efnahagsmál. Glöggur bókalesari benti nýlega á dæmi af handahófi úr nýlegri bók Össurar Skarphéðinssonar um hann sjálfan og stjórnmálaþróun ársins 2012, að svo miklu leyti sem hann væri þar miðdepillinn. Bókin er með dagbókarsniði og mun Össur hafa sagst hafa einkum fært hana í letur eftir miðnætti hvers dags. Eitt dæmið, sem hinn glöggi lesari tók, var um að Össur hefði náð að spá í dagbókarfærslu sinni rétt um úrslit frönsku kosninganna. Gott hjá honum. En lesandinn taldi að það gæti hafa hjálpað Össuri að hitta þann naglann á höfuðið að samkvæmt dagsetningum færslnanna var spáin gerð nokkrum vikum eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir. Nokkrar vikur sýna aðeins að um nýliðna atburði var að ræða og dregur því ekki endilega úr spádómsgáfunni.
Ár stórasóps
En þrátt fyrir fyrirvara af slíku tagi, þá liggur fyrir með óyggjandi hætti, að árið 2013 var ekki atburðasnautt. Ný ríkisstjórn tók við völdum. Það var þó ekki vegna þess að fráfarandi ríkisstjórn missti meirihluta sinn á Alþingi í kosningum þá um vorið. Sá var löngu farinn. Ríkisstjórnin hafði hangið, án fullnægjandi umboðs, í nærri tvö ár, verklítil og skaðleg. Vegna þessa ástands dróst að koma Íslandi á lappirnar aftur eftir bankaáfallið, sem varð fyrir fimm árum.
Á meðan stjórnin hafði meirihluta nýtti hún hann ekki bara illa heldur undarlega. Allir vita hvernig gömul forstokkun í skattalegum efnum fékk nú að njóta sín. En að þeim slepptum einbeitti hún sér ekki síst að 4-6 aðalverkefnum, eftir því hvernig talið er.
1) Að koma Íslandi í Evrópusambandið án þess að slík ákvörðun hefði verið samþykkt af þjóðinni.
2) Að gera atlögu að íslensku stjórnarskránni, án boðlegrar réttlætingar og með ruglingslegum málatilbúnaði og tilburðum sem ekki var sæmandi að viðhafa um svo mikilvægt mál.
3) Að hengja á Ísland óbærilegar klyfjar vegna »Icesave-skuldbindinga,« en Icesave má telja sem þrjú mál, þar sem þrjár atlögur voru gerðar.
4) Að gefa ótilgreindum erlendum kröfuhöfum tvo af þremur bönkum Íslands, án þess að heimildir stæðu til og með ógagnsæju og stórundarlegu ferli.
Svo mikilvæg voru þessi verkefni í hennar augum að það sem ríkisstjórnin sagðist í upphafi standa fyrir fauk furðuskjótt ógert út í veður og vind. Hún sveikst um að rétta skuldugum heimilum hjálparhönd, eins og hún hafði lofað og innifalið var með öðrum loforðum í »skjaldborginni«, sem varð svo illa úti.
Hún sveik, án þess að biðjast nokkurn tíma afsökunar á því, margvísleg loforð sem gefin voru í tengslum við gerð kjarasamninga.
Hún sveik loforð um gagnsæi og heiðarleika í stjórnmálum og kórónaði þau ósköp öll með því að sitja umboðslaus og stuðningslaus hjá þjóð og á þingi, en þó óhult fyrir vantrausti þar, því nokkrir þingmenn, sem vissu að þeir ættu aldrei afturkvæmt þangað, vildu framlengja sína setu og sín laun. Og á því hneykslinu hékk hin lánlausa ríkisstjórn á síðustu metrunum.
En svo kom blessaða árið 2013 og þá varð ekki mikið lengur hangið. Og kjósendur sýndu um vorið að þeir höfðu skömm á framferði ríkisstjórnarinnar og hafa flokkar ekki í annan tíma fengið aðra eins útreið og hennar flokkar fengu .( leturbreytingar eru bloggarans)
Lengra er bréfið þar sem höfundur fjallar um heimsmálin og daprar horfur í því að bjartara sé framundundan á heimsvísu árið 2014 en gerðist 2013. Skammsýni og dómgreindarleysi virðist því miður áberandi meðal valdamanna heimsins.
Vesturlönd eru ekki reiðubúin að fást við hugmyndafræði múslíma þegar kemur að baráttu og fórnum.Menn verða víst að trúa á sjö óspilltar meyjar á hverjum degi bíði manns hinu megin grafar til að vilja sprengja sig í tætlur í baráttunni fyrir réttrúuðum heimi alræðis og kúgunar einnar þúsund ára gamallar grundvallarbókar.
Gegn slíku fólki er erfitt að berjast með aðferðum sem við trúum á sem mannsæmandi. Því miður eru lausnir ekki í sjónmáli.
Ölvuð völva við tölu getur sem best skrifað spádóma um nýliðna viðburði sem menn hengja sig á til skemmri tíma.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 3420146
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.