Leita í fréttum mbl.is

Framleiðni

og aftur framleiðni er það sem lyftir lífskjörum Íslendinga.

Hver kannast ekki við spurninguna sem einhver bar fram á opinberum vinnustað: Hvað vinna hér margir? Svarið var sagt vera :Helmingurinn.

Á Hrafnaþingi hjá Ingva fór Tryggvi Þór yfir ástæður þess að það er verið að selja frystitogarana og flytja vinnsluna í land. Ævintýralegar tekjur sjómanna á frystitogurunum hafa löngum verið landkröbbum öfundarefni. Nú er það veiðigjaldið og olíuverðið sem knýr á með hagræðinguna. Vélbúnaðurinn í landi sem nýtir hráefnið kannski 2-3 % beturog ódýrara fólk ræður úrslitum. Rafmagnið, vatnið, maturinn, aðbúnaðurinn  í landi er ódýrara en um lúxusinn um borð í þessum fögru fleyjum. 

Þei félagar ræddu fram og aftur um nauðsyn framleiðninnar sem framkallaði þessar breytingar í sjávarútveginum. Í heild var þetta skemmtilegur þáttur með vitrænni umræðu þar sem fleiri fengu að tala en Ingvi Hrafn.

Ég fór að velta því fyrir mér að á Íslandi eru 4100 bankastarfsmenn. Í Evrópusambandinu eru  þeir 3 milljónir. Í Bandaríkjunum innan við 2 milljónir. Deilum þessu með fjölda Bandaríkjamanna sem eru þúsund sinnum fleiri en við og fjölda Evrópusmbandsfólksins sem eru meira en 1400 sinnum fleiri en við. Sé litið til fjölda útibúa er sama uppi á teningnum. Greinlega óhagstæður samanburður.

Svona mætti reikna áfram og taka fjölda stjórnarráðsmanna. kennara, lækna, verkfræðinga, hjúkrunarfræðinga og sjúkraflutningamanna. Ef til vill kæmi eitthvað út sem er okkur álíka óhagstætt.

En það er segin saga ef minnst er á eitthvað sem hefur með störf að gera, þá er rekið upp ramakvein og allt úrskurðað bull og vitleysa sem viðkomandi er að segja. Íslenskar séraðstæður kalli á allt annað en í Bandaríkjunum þekkist. Við verðum að hafa mörg og lítil fjárbú. Mörg býli frekar en stórbýli.Þjóðlega sveitamenningu.

Bandarísk þjóðarframleiðsla nemur 17 trilljónum dollara. Meðallaun eru um 45 þúsund dollarar. Útflutningur er 1.7 trilljónir dollara. Innflutningur til Bandaríkjanna nemur 2.3 trilljónnum og kemur 19% frá Kina en 14 % frá Canada. Aðeins innan við 5 % koma frá Þýskalandi. Þessi 19 % haldi Kína uppi og án þeirra væru þeir slappir. Vinnuafl þeirra nemur 156 milljónum.Ríkistekjurnar eru 2.77 trilljónir. Ríkisútgjöld eru 3.4 trilljónir. Herkostnaðurinn er 18 % af því og ef þeir leggðu herinn niður yrði ríkissjóður hallalaus. Það eru áreiðanlega til einhverjir hagspekingar í Bandaríkjunum sem koma með svo snjallar hugmyndir í kratískum stíl.

Þetta segir okkur að við Íslendingar erum í sérflokki svona fáir.(trilljón = þúsund milljarðar. Milljarður er billjón) Við erum einstakir með öll þessi gríðarlegu auðævi landsins okkar. Það er enda að Evrópusambandið líti okkur hýru auga og ásælist bæði orku, makríl og Norðurslóðir. Það er enda að Kínverjar vilji kaupa hér Grímsstaði og þökk sé Ögmundi fyrir að hafa stoppað það.

En málið er samt það, að ef við framleiðum meira á mann þá geta kjörin batnað. 2.8% launahækkunin til hinna hæstlaunuðu( það er óþarfi að telja láglaunafólkið með þar sem 2.8% af næstum núlli er næstum núll) er þegar horfin í gjaldskrárhækkanir opinberu fyrirtækjanna og eftir stendur bara aukin verðbólga.2.8 % launalækkun til allra hefði hinsvegar þýtt raunverulegar kjarabætur fyrir alla.  Svo koma bráðum opinberir starfsmenn og þeir ætla sko ekki að láta bjóða sér neina svona smámuni og gera bara skrúfu ef svo ber undir. Það gætir verið athugandi að setja á ráðningabann hjá ríkinu sem þýðir að ekki verði ráðið í þau störf sem losna nema hugsanlega í heilbrigðis og löggæslugeira. Og engin ný embætti stofnuð.

Það vantar meir framleiðni víðar en í útgerðinni og bönkunum.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

"En er ekki einmitt verið að "hagræða" með því að flytja fiskinn að ódýrara vinnuafli í landi" spurði ég í færslu hjá Jóni Ríkarði Ragnarssyni.

Svarið sem hann gaf var:
"Ómar, eflaust spilar það inn í en meginskýringin er sú að það gengur betur að selja ferskan fisk úr landi en frosinn. Þess vegna veiðum við visst magn í túr sem hægt er að vinna strax iog senda með flugi og við höfum þurft að gera mikið til að auka gæðin til að hann geymist lengur í kæli."

Ómar Bjarki Smárason, 3.1.2014 kl. 23:53

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

GDP - composition, by end use:

household consumption: 68.6%
government consumption: 19.5%
investment in fixed capital: 14.8%
investment in inventories: 0.4%
exports of goods and services: 13.5%
imports of goods and services: -16.9%

Skipting á loka framleiðslu [það er þegar síðasti eigandi staðgreiðir nýjustu eignina [raunvirðiþáttinn] á sama skatt ári ]  með sölu skatti.

Factor [þáttur] merkir það sem hugsanleg fæst staðgreitt með söluskatti í samhengi : in terms.  Heildar raunvirði - agriculture, industry skilar heildar service þáttum [laun m. vsk].

Hér er Íslenska framleiðni skiptingin.


household consumption: 53.7%
government consumption: 25.3%
investment in fixed capital: 14.5%[Viðhald  t.d. tækja kostur grunn heilbrigðisgeira]
investment in inventories: 0.3% [birgðastaða vsk. aðila]
exports of goods and services: 59.4%
imports of goods and services: -53.3%

Sjá og EU Þýskland.

household consumption: 57.4%
government consumption: 19.3%
investment in fixed capital: 17.7%
investment in inventories: -0.4%
exports of goods and services: 51.9%
imports of goods and services: -45.9%

 
Raunvirði söluþátta [eru í raun sundurliðanir í heildar rekstrar reikningi] vsk. 

Samsetning PPP-Krónu [ísl-ppp-evru]  skiptir máli, hvað er flutt inn af þáttum og hvað er flutt út af þáttum.  USA græðir á því flytja inn meira en út á  næstu öld þetta ár og flytur því meira inn. Sparar námur[ resources]. 

Sossar á Ísland auka hér service framleiðslu þætti sem kosta efnislegan inn flutning. 

Sossar í Þýsklandi , flytja inn efnislegt lávirði á móti útflutningi á efnislegu og huglægu hávirði. Borga ekki öðrum fyrir að skein sér að hætti Íslenskra.  

Elítur USA, UK , Þýskalands, Frakklands, hljóma í mínum eyrum rökrétt. Þar er alltaf verið að tala um hafa trausta velferða innkomu.  Enda er þar álagð föst velferðskatta skila ábyrgð á allar útborgar til einstaklinga.  Vinnuveitendur þurfa í Þýskalandi og USA að skila jafn miklu.  35% lagt á útborgunar veltur í USA of 40% í þýskalandi, hlutlaust.
Þetta samgrunntryggingargjald  er fyrir þrepaskatta sem fjármagn rekstur stjórnsýslu stiga. 

Þetta tryggir þannig stöðuga eftirspurn eftir grunn vsk sölu vöru og þjónustu í USA og Þýskalandi.

Hvervegna er Ísland ekki með hlutfallslega fasta fjármögnum á velferðakerfi ef öll ríki OCED eru það. Þau er líka flest öll með starfsmanna + vinnuveitenda TRYGGINGAR FRJÁLSAR TIL HLIÐAR.

LÁMARKSTRYGGING  SEM TEKUR MIÐ AÐ MÖGRU ÁRI Á ÖLLUM ÁRUM. TRYGGING SEM FÆSTIR ÓSKA SÉR,  en virka betur en engin örugg á Íslandi.

Flytja inn ódýr efni og þjónustu til sölu á Íslandi => lækkar raunvirði sölu mælt hcip og PPP.  útlendingar sem skipamáli eru með Pisa læsi.

Takið eftir hvernig apa á eftir Germany? í Lykiltölum?   Apar skap ekkert  hinsvegar hingað til þeir er alltaf einum leik á eftir.

Þýskir neytendur og UK, fjárfesta í að lækka raunvirði á fiski og orku.  Það er það sem kostar sannarlega að koma þessu til smásölu í Þýskalandi og UK næstu öld.   Frjáls markaður  eyðir öllu skammtíma  okri.  Þeir sem skulda lítið eru verðugri til græða meira en þeir sem skulda meira en nóg.  Finnst mörgum utan Íslands, sem skipta öllu máli.

Júlíus Björnsson, 4.1.2014 kl. 02:19

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/geos/us.html

Júlíus Björnsson, 4.1.2014 kl. 02:19

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Evrópskum Borgríkjum þá vill markaðir þeirra 10% ríkustu borga meira fyrir ferskt og 1 flokks en eldra og ódýra að raunvirði [lægri verðflokkar].  Einnig er sú hefð hjá uppum víða að kaupa ekki það sem Service geirinn kaupir helst og það sem er of ódýrt.     Góður sölumaður selur því vöru merki sem uppfyllir slíka sölu sögu.  Íslendingar er mjög góðir að selja almennt og ódýrt : lækka eigið raunvirði á sölu einingu. Enda hefur raunvirði PPP-Krónu lækkað hér í samanburði við alla keppnismarkaði á EES línulega vaxandi síðan 1974 þökk lykil Seðlabönkum Heimsins [ekki veldisvísilega opinberlega].
Keppni EES markaða um að auka raunvirði síns fasta hlutfallslega þjóðar framlags til velferðar í grunni. Þetta sem er ekki þrepa innkomu skattur [til borga skyldu rekstur ríkisins: því minni rekstrar afköst : því betra þar sem óarðbærar skyldur kosta skatta AF NÝJUM EIGNUM].   Heldur auka raunvirði framlags sem loka neytendur nýrra verðmæta á hverju ári staðgreiða [vsk] og seljendur skila.  Pisa-læsi.  

HERMA EFTIR  samsetningu þátta í heima gengi. Það er til fyrirmyndar.  Hvað selja Þjóðverja mest inn á sínum heimamarkaði?

Ekki hvað selst mest í S-Afríku, eða Rúmeníu eða  eða Norður-Kóreu. Þessara ríkja hagfræði byggir ekki á Íslensku kringumstæðum og aðstæðum: alla slíka sérfræðinga má segja strax upp störfum hjá Íslenska ríkinu.

Hver efnahaglögsaga byggir sína hagfræði á sínum efnislegum forsendum. Ísland getur ekki heilþvegið [valdið hugarfarslegri breytingu á neyslu] almennings í Þýskalandi og UK t.d.  Raunvirði gengis er talið marktækt ef 80% neytenda hafa val, hitt er kallað ráðstjórnar gengi.   Ó marktækt.   Íslenskt uppgefið  gengi er ekki marktækt þegar öll efnisleg laus veð er búinn.  Brussel stefndi að útvíkkun og EES er veruleiki í Dag. EU [UK] mun verja Atlandshaf og USA Kyrrahaf. 30.000 of virkir Íslenskir neytendur auka ekki hagvöxt hér PPP samanber reynsluna síðustu 30 ár.   Umframþættir  í vöruverði geta verið stjórnunar kostnaður, vextir og arður: kaupendur kaup ekki neitt umfram  sem prútta má niður.   Enginn okrar hlutfallslega svona mikið eru góð rök á almennum mörkuðum.  Lækka raunvirði aðfanga til Sölu í Borgum eru alda gömul raunvísindi. Sem fyrrum hjálendur geta ekki breytt.      Gæði vöru, þjónustu, og markaða [kaupenda ] skiptir öllu máli.

Brussel lokaði Súr-Áls bræðslum á N-Ítalíu, jók bræðslu á Íslandi og í Noregi,  Þökk EES og hagstæðu hcip-gengi krónu. Álverið hér þjónar hagsmunum loka kaupenda sem staðgreiða. Álverið kaupir bræðslukostnað hér vegna neytenda aðallega í EU.    Alþjóðahefðir Stöndugra Nýlendu velda eru ennþá ráðandi  á Alþjóðamarkaði.  

Íslendingar verða passa vel upp á sitt öregg. FRLS.  er innan ramma rökréttra hlutlausra laga.  

Júlíus Björnsson, 4.1.2014 kl. 05:31

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eitthvað hlýtur að vera vafasamt í þessum útvegsfræðum LÍÚ og hagfræðinganna.

Enginn, ekki einn einasti tekur til andsvara þegar deilt er á núverandi veiðikerfi og stofnvernd sem snúist hefur upp í andhverfu sína svo greypilega að nú, eftir 30 ára stofnvernd erum við að veiða rúmlega þriðjung þess sem við veiddum áður en lögsagan var færð út.

Þessi fiskveiðstjórnun er í slíku rugli að skaðann má reikna í tugum ef ekki hundruðum milljarða í töpuðum útflutningstekjum.

Þá er ótalið tjón á sálarlífi fólks á landsbyggðinni sem hefur jafnvel þurft að yfirgefa verðlausar og óseldar fasteignir.

Að enn skuli finnast fullorðið fólk sem mærir þennan djöfulsins ósóma og þjóðarglæpi er mér óskiljanlegt enda þótt ég sjái daglega merki um pólitískan trúarbragðahita. Horfi þó aldrei á Ómega. 

Árni Gunnarsson, 4.1.2014 kl. 17:40

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í Borgum þar sem fiskur er hluti neysluvístölukörfu í heimum , þá eru það þeir tekjuhærri og betur menntaðri sem versla hann langmest.  Þess vegna má spyrja hvort fiskneysla á  Íslenskan ríkisborgara hefur aukist eða minnkað síðan 1972?  það er: er  velferðaskattaskilaborgarinn, í raun tekjuhærri og menntaðri?    Allir erlendis verða að skila minnst  15% af heildar reiðfjár innkomu til að fjármagna samtíma grunn tryggingarkerfi , áður fyrir upplýsinga öld var þetta um 10 und  sem veittu Borgarréttindi: það vera skuld laus 65 ára eiga ein fasteign og kjós í borgaráð. Hvar læra mörlandar sögu?     Kostur við gera ráð fyrir lámarks innkom þörf óháð árferði  láta ekki fara til Borgarráðs eða Alþingis sannast í Þýskalandi og er viðurkenndur af núverandi stjórn USA í óbeint.  Í þýskalandi þá fer föst upphæð í valhaldsfjárfestingar á grunn heilsugeira. Einstaklingar sem hefja rekstur þurfa ekki að óttast að verða öreigar í framhaldi.     Kostir við beina skilaskyldu til að fjármagna grunn Velferðkerfi , sem kemur ekki við í höndum : einstaklinga í sjóðum hagsmuna hópa eru augljósir , gjaldi á borgar verðu lægra að raunvirði.  Ísland er eina ríkið í af þeim sem teljast velferðríki [USA. skilgreinir velferðríki þau sem fjármagna slíkt með hlutlausum flötum sköttum]  sem er ekki öryggisnet í grunni.  10% með lægstu innkomu í alvöru velferða ríkjum hjá honum er öll ár mögur. Á Íslandi eru þau þau mögur í góðærum  [hjá sumum reglur um hámörk til hinna tryggðu óljósar] og í kreppum ekki mannsæmandi hjá flestum.

Íslenskir hagfræðingar borða þeir fisk?  Hversvegna eru þeir á móti föstu flötu velferða gjaldi á allar útborganir í hendur einstaklinga? 

Láta svo þá sem  eru með virkilega innkomu skatta , borga skerðandi þrepa skatta til fjármagna laun stjórnsýslu einstaklinganna  fyrir gegn sínum skyldum?   Þar sem þetta er það sem er öðruvísi í grunn hér en annarstaðar í Velferðaríkjum , þá eðlilegt að leita skýringa á klúðri Íslenskra hagfræðinga þar.  

Í Skandinavíu þá var 1 þrep látið fjármagna heilsu grunn, Í Danmörku þá fækkaði þeim sem skiluðu einhverju á fyrst þrepið og þá þurfti að  lagaskatta kerfið hjá þeim. UK er eða var með hliðstætt vandamál.   í USA þá vilja margir bæta 5% við 35% á útborganir til starfsmanna það er fara þýsku leiðina leggja 40% á.  Þetta kemur vinnuveitenda lífeyrissjóðum ekkert við, þeir eru valfrjáls viðbót. Svo kaup þeir Íslensku ekki hlutfallslega jafnt endurfámögnunar bréf í öllum fyrirtækjum.  

Ég tel að stórir kaupendur í UK og Þýskalandi stjórni hér fiskveði stefnu bak við tjöld stjórnmálanna.   Hér hefur allt gengið út að fækka seljendum fiskafurða síðan um 1970 , það lækkar raunvirði og gefur kaupendum betra taka á færri seljendum, í ríkjum frjálsra markaða.  Réttlæta raunvirði fyrir kaupanda getur tekið nokkrar kynslóðir, en bara eina að hagræða.  Erlendis USA, UK , Þýskalandi þá er allir vinnuveitendur eða flestir ennþá allaf að kvarta yfir árangurs rekstrar innkomu tengdum skerðingar sköttum , hér eru Húsmæðurnar í Vesturbænum  allar greinlega komnar yfir móðuna miklu.     Tvískatta og þrí skatta sömu reiðufjár eign á sama skatta ári  gerir lið sem hefur ekki vit á rökréttum skattlögum.

Marginal tax system er settu fyrir árs innkomu erlendis. Segjum 100 milljónir brúttó.  þá er þess skipt í  5 milljónir +  10 milljónir  + 20 milljónir + 40 milljónir  + 80 milljónir.

  Fyrst er skatt lagt [100 - 5] milljónir, síðan [100 - 10] miljónir  
þá [100 - 20] milljónir  síðan [100 -  40] milljónir loks [ 100 - 80]   miljónir.  Hér er 5 þrepa stofnar. Hér gætu  5 milljónir verið stjórnsýslu skatta lausar.  En Velferðaskattur 15 % er tekið af 100 milljónum.

Margins:  [ ].  Íslendingar skilja [sjá ekki] ekki myndmálið.  Skatt prósenta lækkar þegar þrepa skattahöfuðstóllinn vex. 

80% í USA borga eiginleg ekkert nema vera bókað fyrir velferðaskilum. Launþegar.  Lýðræði er stundað á kaffihúsum erlendis á kostnað þess sem kjaftar.  Ef lög í grunnur er ekki föst þá er grunn ekki fastur. Til breyta grunni  þá þarf oftast siðspillingu.  Ný-orðasmíðar.  Sjá Grikki og Rómverja.  

Júlíus Björnsson, 4.1.2014 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband