Leita í fréttum mbl.is

Kjaramál kennara

eru með þeim hætti að þeir telja laun sín alltof lág.

Þeir sem taka við pródúktinu frá þeim finnst þeir fá allt of lítið í sinn hlut. Helmingurinn ólæs upp úr grunnskóla.

Eiginlega enginn nemandi  kann margföldunartöfluna upp úr 10.bekk í grunnskólanum. Til hvers líka spurði hún yndisleg mín, ég er með reiknivél. Já, en ef þú ert nú úti í móa og hefur gleymt reikninvélinni heima og þarft að margfalda 6x9?? Iss ,það er allt í lagi, ég er með reikninvél í símanum mínum.

Hvað er hægt að gera? Enginn peningur til, of margir kennarar og nógir krakkar.

Mér hefur dottið í hug að raða í bekki eftir námsgetu sem hlýtur að vera hægt að meta. Í A og B bekkjum verði kennurum borgaður bónus  fyrir hvern nemanda sem er umfram 20 í bekk. Í C og D bekkjum verði borgaður hærri bónus upp að 25 nemendum úr 18 þannig að betri kennarar keppi þangað.  

Kennari fær bónus fyrir hvern 0,1 sem einkunn nær yfir eitthvað ákveðið viðmið. Kennari fær bónus fyrir hvern nemanda upp úr 10. bekk sem kann margföldunartöfluna. Sömuleiðis fyrir hvern læsan nemanda.

Fækkað verði starfsdögum kennara og skólinn lengdur. Hægt sé fyrir foreldra að kaupa heimanám undir kennaraeftirliti sem fer þá fram í skólanum. Sveitarfélög greiði tekjulágum styrki til þessa. 

Nettó niðurstaða:

Kostnaður lækkar við skólahaldið.

Kjör kennara batna .

Bætt geta nemenda.

Ánægðari kennarar sem þurfa ekki að fara í verkfall. 

 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband