Leita í fréttum mbl.is

Tuðið heldur áfram

um að þjóðin vilji kíkja í pakkann eins og það er kallað í Evrópusambandsaðildarviðræðunum.

Það er talað um að Sjálfstæðisflokkurinn svíki landsfundarsamþykktir sínar með því að gangast ekki fyrir þjóðaratvæðagreiðslu um að halda áfram viðræðunum. Hið rétta er að flokkurinn  samþykkti með meira en 90 % atkvæða að gera hlé á viðræðunum og hefja þær ekki á ný nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.Ríkisstjórnin gefur tilkynnt að aðildarviðræðum hafi verið frestað. Það stendur ekki til hjá ríkisstjórninni eða hennar þingmeirihluta  að Ísland gangi í Evrópusambandið. Meirihluti Alþingis er á þeirri skoðun að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Er þá líklegt að Alþingi vilji þá ákveða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland vilji ganga í ESB?

Samt tuðar minnihlutinn og Þorsteinn Pálsson um efna beri til þjóðartkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Aðild er ekki á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Hvernig í veröldinni er hægt að eyða tíma eftir tíma í þetta tuð í þessu fólki?

Það  vita allir sem vilja vita, að aðildarviðræðurnar snúast aðeins og það að hveru miklu leyti Íslendingar hafi aðlagað sig að lögum og regluverki sambandsins. Sem lýtur stjórnarskrá hinn 27 ríkja sem er Lissbonssáttmálinn. Hann liggur alveg klár fyrir í íslenskri þýðingu og er aðgengilegur á vefnum. Samt harpar þetta lið, frá Þorsteini Pálssyni til Ingva Hrafns  á því að það sé nauðsynlegt að aðildarsamningur Íslands liggi fyrir svo þjóðin geti tekið afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu til umsóknar um aðild. Hvað er að þessu fólki?

Gamalt Alþingi  ákvað að sækja um aðild með naumum meirihluta sem var jafnvel keyrður fram í handjárnum og með hótunum.

Núverandi Alþingi vill ekki aðild.

Það er Alþingi sem getur ákveðið að draga umsóknina til baka.

Ríkisstjórnin sótti ekki um aðild.Hún vill ekki sækja um aðild. Hún hefur aðeins ákveðið að gera hlé á viðræðunum.

Afgreiði Alþingi málið sem það sjálft byrjaði, þá hlýtur ríkisstjórnin að tilkynna fyrir hönd þjóðarinnar að viðræðum aðild sé slitið. Alveg án þjóðaratkvæðis eins og þegar umsóknin var send.

Enginn af þáverandi stjórnarherrum lagði til að spyrja þjóðina um hvort senda ætti umsóknina. Það benti nefnilega allt til þess þá, að ekki væri stuðningur við umsóknina.

Alveg sama hvað staðreyndir málsin eru oft rifjaðar upp. Áfram tuðar Þorsteinn Pálsson og öll ESB-hjörðin um einhverjar pakkagæjur.

Tuða og tuða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

já já Halldór - þú mátt tuða og tuða þar til þú verður blár í framan EN staðreyndirnar standa. tuðið í þér breytir þeim ekki.

Rafn Guðmundsson, 5.1.2014 kl. 23:05

2 Smámynd: Ólafur Als

Mikið rétt, Halldór. Að vísu er þetta ekki bara tuð, heldur óheiðarlegur málflutningur í alla staði. Og undir taka málpípur á borð við Rafn Guðmundsson.

Ólafur Als, 6.1.2014 kl. 00:35

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hvað er þetta Rafn ertu nú farinn að gefa út leyfi fyrir tuð,? Mín vegna (og örugglega skoðanasystkyna minna)) megið þið eiga tuðið sem sérgrein,það er bara ekki marktækt í lýðræðisríkinu Íslandi og fær ekki neinu breytt til ranglætis. Lestu nú orðsendingu ESB. "The turm of negotion can be misleading”.!!!

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2014 kl. 00:46

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Leiðrétt. Negotiation. Koma svo nei-sinnar.

Helga Kristjánsdóttir, 6.1.2014 kl. 00:48

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Greinarnar þínar Halldór eru skynsamlegar. Morgunblaðið er ólíkt skemmtilegra og betra blað efttir að Landsbankinn seldi ráðandi hlut sinn í blaðinu.

Sigurður Þórðarson, 6.1.2014 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband