Leita í fréttum mbl.is

Baldur í Múrbúðinni

lýsti því í viðtali á ÍNN hvernig hann fer útúr samkeppni við bankana. Þeir hafa afskrifað milljarða á stóru byggingavöruverslanirnar frá hruni. Baldur hefur ekki fengið krónu eftirgefna. Hinir stóru beita hann öllum bellibrögðum, dumpa verðum á þeim spýtum sem Baldur á mest af, en hækka þær sem hann á ekki. Og svo framvegis.

Þetta er auðvitað svínarí. En Íslendingar gefa ekkert fyrir svona upplýsingar og fara bara eitthvað annað en í Múrbúðina. Fara bara í Íslandsbanka og Aríonbanka eins og ekkert hafi ískorist og þetta séu gömlu góðu bankarnir okkar sem voru allra vinir og þjóðareign. Undir stjórn gamalreyndra og jafnvel alræmdra  fjármálamanna. Hvað er að  Íslendingum?

Stundum finnst mér að Óli Björn Kárason sé eini Sjálfstæðismaðurinn sem er eftir. Hann er óþreytandi við að skrifa fyrir litla manninn og halda fram gildum Sjálftæðisstefnunnar. En það er eins og enginn hlusti. Óli er bara varaþingmaður og enginn hlustar á svoleiðs fólk. Hitt fólkið er allt upprekið af allskyns skraursýningum, umhverfismálum, menningu og þessháttar. Enginn nennir að hugsa um litla manninn lengur. Enginn hugsar um litla atvinnurekandann sem er ofsóttur af eftirlitsiðnaðnum.

Grípum niður í grein Óla Björns í Morgunblaðinu í dag:

".......... Ríkið og sveitarfélög hafa á undanförnum árum verið dugleg við að leggja steina í götur einkafyrirtækja. Lög hafa verið sett og reglur hertar sem þrengja að einstaklingum í rekstri, auka kostnað og fækka möguleikum þeirra.

Það hefur andað köldu í garð einkafyrirtækja allt frá hruni fjármálakerfisins. Í hugarheimi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna var sjálfstæði atvinnurekandinn litinn hornauga. Meirihluti Samfylkingar og Besta flokksins í borgarstjórn hefur fylgt hugmyndafræði vinstri stjórnarinnar dyggilega allt frá byrjun.

Einkafyrirtæki hefur óskað eftir leyfi til að safna lífrænum úrgangi frá heimilum í Reykjavík, en fær ekki. Borgarráð hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að um »grunnþjónustu« sé að ræða sem sveitarfélag eigi að veita. Engu skiptir þótt Reykjavíkurborg sinni ekki þessari þjónustu. Einkafyrirtæki skal ekki fá leyfið....

..... Yfirvöld samkeppnismála sitja þögul hjá og aðhafast

Fyrir hrun bankakerfisins glímdi sjálfstæði atvinnurekandinn við stórfyrirtæki sem höfðu, að því er virtist, ótakmarkaðan aðgang að láns- og áhættufé. Staðan var ójöfn og varð verri undir stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Þeir sem höfðu rekið fyrirtæki sín af skynsemi og forðast skuldsetningu voru látnir axla þungar byrðar í formi hærri skatta, aukins eftirlits og flóknara regluverks. Ég hef bent á það áður í greinum hér í Morgunblaðinu að eftir hrun var innleidd ný vinnuregla: Stór og skuldsett fyrirtæki voru sett í gjörgæslu, þeim stungið í súrefnisvélar banka og lífeyrissjóða, skuldir afskrifaðar og þeim gert kleift að halda rekstri áfram. Eigendur annarra fyrirtækja sátu eftir og urðu að sætta sig við að aftur væri vitlaust gefið. Sjálfstæði atvinnurekandinn hefur því þurft að berjast við stórar fyrirtækjasamsteypur sem fengu nýtt líf samhliða því að verjast ágangi hins opinbera líkt og varnarbarátta Gámaþjónustunnar sýnir.......

..Það er verkefni ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að snúa þessari þróun við. Það verður gert með einfaldara regluverki, lægri opinberum gjöldum og jákvæðu viðhorfi til atvinnurekstrar...."

 

Sofa allir nema Óli Björn Kárason ? Af hverju gerist ekkert af þessu sem Óli talar um?

 

Hvert eiga gamlir Sjálfstæðismenn að fara til að leita að gömlu stefnunni okkar? Er hún bara draumsýn sem á ekkert skylt við veruleikann? Galdraþula sem er farið með til hátíðabrigða á Landsfundum og slíkum samkundum?

 

Hefur enginn samúð með Baldri í Múrbúðinni eða öðrum einkafyrirtækjum nema Óli Björn Kárason?  

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt tal um frjálsa samkeppni er skrum eitt og Óli Björn er að tala um versta forsendubrestinn sem er það ranglæti sem felst í því að stóru fyrirtækin eru álitin of stór til að hlíta reglum samkeppninnar um það að ef þau standi sig ekki fari þau á hausinn.

Nei, þeim er bjargað með tugum milljarða króna í innspýtingu til þess að fá að keppa við litlu fyrirtækin og drepa þau með því að nota aðstöðu sína og meðgjafir.

Hvaða réttlæti er til dæmis í því að lítil bílaumboð eins og Suzuki þurfi að keppa óstudd við risana, sem fengu milljarða í meðgjafir?

Þetta er svo sem ekki alíslenskt fyrirbrigði samanber björgunaraðgerðir Bandaríkjastjórnar gagnvart General Motors, en er alveg jafn mikið ranglæti samt.

Ómar Ragnarsson, 8.1.2014 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband