Leita í fréttum mbl.is

Hversu mikið?

er hlutafé í hinum nýja Frumherja?

Morgunblaðið spyr spurninga varðandi tilkynningu Íslandsbanka varðandi "endurskipulagningu" félagsins. Blaðið birtir m.a. samskipti við Íslandsbanka um málið:

"Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og aðaleigandi Frumherja, hefur misst félagið í hendur Íslandsbanka. Hann keypti félagið árið 2007 ásamt öðrum og átti samtals 80% hlut í félaginu.

 

Í tilkynningu segir að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins sé lokið. Íslandsbanki eignist 80% hlutafjár í Frumherja og Ásgeir Baldurs stjórnarformaður og Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri félagsins, hafi lagt því til nýtt hlutafé og eignist með því 20% hlutafjár.

 

Morgunblaðið spurði Íslandsbanka hvers vegna bankinn seldi 20% hlut til tveggja stjórnenda Frumherja samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Blaðið benti á í fyrirspurn sinni að stefnt væri að því að selja Frumherja innan árs og það væri því óvíst að nýir eigendur að 80% hlut vildu hafa þessa menn við stjórnvölinn. »Ásgeir Baldurs, stjórnarformaður Frumherja, og Orri Hlöðversson, framkvæmdastjóri félagsins, lögðu félaginu til nýtt hlutafé og eignuðust með því 20% hlut í félaginu en þeir hafa komið að stjórn félagsins undanfarið með góðum árangri,« segir í svari....."

Morgunblaðið spyr hinsvegar ekki um fjárhæðirnar sem um ræðir. Spyr ekki hvort fyrri eigandi hafi verið búinn að taka mikið útúr félaginu? Spyr ekki um orsakir erfiðleikanna? Spyr ekki hvernig 20 % séu fjármögnuð? Spyr ekki hvaða eigið fé kaupendur hafi lagt fram til kaupa á 20 % eða hvaða tryggingar séu lagðar sem venja er í bankaviðskiptum?  Spyr ekki hversvegna Frumherji er ekki látinn fara í þrot eða nauðasamaninga? Skiptir persóna fyrri aðaleiganda máli? Er 20 % hlutur í félaginu til sölu núna og þá á hvað og gegn hvaða tryggingum? Eru viðsemjendur Frumherja um mælasöluna og þjónustuna engir aðeilar að svona máli? Hvað með útboð á samningunum? Var samningurinn til eiífðar?

Mér var auðvitað málið skylt á sínum tíma svona í Mini-Múrbúðarstíl.  Skyldi ég vera einn um að efast um að þetta allt sé með felldu og lögum samkvæmt?.

Hversu mikið? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Blaðamennska" á hérlendum fjölmiðlum hefur sennilega sjaldan verið ömurlegri. Opinmynntir, að því er virðist áhugalausir og illa upplýstir fréttamenn og konur, apa allt beint eftir einhverjum fréttatilkynningum og smella beint á prent, eða út á ljósvakamiðlana. Einskis markverðs spurst, heldur tekið "Copy Paste" á allan óhroðann, í fréttatilkynningum utan úr bæ. Metnaðarleysið algert, að því er virðist og því miður á þetta ekkei eingöngu við Mbl, heldur flest alla fjölmiðla landsins.

Er ekki kominn tími til að fréttamenn girði sig í brók og hífi sig upp á rassgatinu til betri vegar? Það er sannarlega þörf á því, ef trúverðugleiki fjölmiðla á að haldast.

Halldór Egill Guðnason, 15.1.2014 kl. 12:15

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Samkvæmt þessari frétt rennur samningur Frumherja við Orkuveituna út á þessu ári eða næsta.

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2014 kl. 12:42

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eiga bankar að eiga hluti í vsk. Landframleiðslu fyrirtækum?

Erlendis þá er vsk. Geira í keppni , og aðilar inn vsk. Geira í keppni.

Samtímis á sama skatta ári er aðilar á aðskildum secondary markaði keppni.

Fraudulent Scheme?



Júlíus Björnsson, 15.1.2014 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3420160

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband