Leita í fréttum mbl.is

Leiguhúsnæði

er víst sagt af skornum skammti.

Ég heyrði í Viðari Guðjohnsen á tali við Pétur á Sögu og þeir voru að ræða þessi mál. Viðar sagðist eiga lóð undir 18 íbúðir. Byggingameistarar teldu að það kostaði þá 300.000 kall að byggja fermetrann. En markaðurinn væri 270. Viðar taldi sig myndu byggja fyrir minna.

Setjum svo að það kosti 35 milljónir að byggja 115 fermetra íbúð. Ef verðbólga er lítil þá er fjármagnskostnaðurinn einn um 150.000 á mánuði. Svo koma fasteignagjöld og viðhald þar ofan á og svo umsýsla ofl. Manni skildist á samtalinu að arðsemi þess að byggja venjulegar útleiguíbúðir fyrir  fátækt fólk gæti ekki verið mikil. Það þýðir þá að það verður ekki gert í miklum mæli án þess að opinbert fé komi til sem er sama og niðurgreiðsla.

Ef á að byggja svonefnda félagslega íbúð sem fólk getur ráðið við þá sést að þar að verður að koma opinbert fé í talsverðu magni svo dugi.  Sveitarfélög hafa viðurkennt þörfina með því að kaupa félagslegar íbúðir en ætíð í mun minna mæli en eftirspurn nemur. Enda er alltaf eftirspurn eftir afslætti.  Ég held að til dæmis Kópavogur eigi meira en 400 slíkar íbúðir og Reykjavík mun meira. Mér var sagt i dag að Garðabær hefði keypt íbúðir í Hafnarfirði til ráðstöfunar til sinna þurfandi þegar engar blokkir voru til í Garðabæ. Sumir brostu út í annað yfir þessu.

Ég var að hlusta á upplestur úr bók um braggatímabilið. Þarna bjó fjöldi fólks sem hafði ekki í önnur  hús að venda. Ég man vel eftir bröggunum. Ég man líka eftir Höfðaborginni  sem var tilraun til að reisa ódýrt leiguhúsnæði. Hún var auðvitað höll miðað við braggana.Svo voru sænsku húsin sem voru fínni.

Það er yfirleitt svo að félagsleg úrræði kosta fé en eru ekki arðbær á beinan hátt. Þau geta auðvitað verið réttlætanleg og afstýrt öðru verra. En það er úr vöndu að ráða þegar vantar peningatil alls.

Af hverju er þá ekki komið upp gámabyggðum eins og tíðkast á vinnustöðum við virkjanir. Geta til dæmis  einhleypir ekki frekar búið í slíkum húsum tímabundið þar til betra býðst? Úrræði fyrir fleiri í Höfðaborgarstíl?

 Ég fæ litlar undirtektir hjá ráðamönnum í mínu bæjarfélagi  þegar ég vil rifja upp byggingu Smáíbúðahverfisins á sínum tíma. Þar notaði fólkið sjálft lúkurnar sínar. Hverfið var kallað CasaBlanca eftir blánkheitum byggjendanna.

Manni er sagt að það eigi ekkert að gera lengur svoleiðis. Enginn kunni neitt til neins. Allt saman lögvernduð fagmennska. Ég reyni að halda þvíí fram að það borgi sig fyrir sveitarfélag að láta fólki í té litla lóð fyrir lítið hús án nokkurar útborgunar og án annarar skuldbindingar að á henni byggi viðkomandi og búi í næsta tiltekin tíma. Þá fari að greiðast afborganir af lóðinni og þá er komið útsvar líka. En þetta má ekki einu sinni ræða enda ég svo gamall, vitlaus og úreltur að ég má ekki einu sinni bjóða í hönnunarverk hjá Kópavogi. Líklega ekki hugsa heldur. Þó ég sé bæði hest-og ölfær ennþá  að eigin áliti.

Spurning er líka hvort við Íslendingar byggjum ekki allt  of efnismikil hús? Allt of miklar kröfur til allskyns hluta í Byggingareglugerð. Sjá húsin sem þeir byggja á Florida á hvirfilvindasvæði. Eldspýtur í burðarvirkjunum. Klætt með krossvið og svo fallegum plötum að utan. Lítur út eins og vönduð hús. Þarna fá menn ódýr hús og reisuleg. Af hverju þurfum við að byggja til hundrað ára úr rándýru efni?. Ég man eftir Pólunum. Þeir voru líka viðleitni í að byggja léttara.

En það verður víst áfram skortur á leiguhúsnæði og við bara rífumst um það hvort keisarinn sé í fötum eða ekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reglugerðir maður. Til þess eru þær að gera fólki erfitt fyrir. Þú til dæmis mátt ekkert bara taka þig til og byggja hús sjálfur.

En þetta virðist fólk vilja.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2014 kl. 22:42

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skrítið er það, að þeir sem hafa mestar áhyggjur af skorti á félagslegum úrræðum í húsnæði hafa akkúrat engan áhuga á að fólk megi byggja ódýrt.

Halldór Jónsson, 19.1.2014 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 3420155

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband