Leita í fréttum mbl.is

8702

höfðu nú í þessu svarað spurningunni um hvort viðkomandi vilji loka Reykjavíkurflugvelli. Af þeim eru 18.1 % því samþykk en 81.9% andvíg.

Þetta fellur ósköp vel að þeirri kenningu að fólkið í landinu vilji hafa Reykjavíkurflugvöll á sínum stað. 70.000 undirskriftir í haust renna líka stoðum undir það að þjóðin vilji að Reykjavíkurborg hafi flugvöll innan sinna vébanda þar sem hún er höfuðborg landsins.

Þetta nægir ekki Samfylkingunni eða Besta flokknum í Borgarstjórn.  Þessir aðilar hafa keyrt í gegn nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur þar sem vellinum er eytt. Og svo Deiliskipulagi til viðbótar um sama efni.

 Skipulagsstofnun Ríkisins hefur að vísu fleygt rörtöng í gangverkið hjá þeim í Borgarstjórninni þannig að hægði á snúningnum tímabundið. En allar skoðanakannanir benda til þess að Dagur B. Eggertsson verði næsti borgarstjóri og  þá þarf enginn að gera sér grillur út af því að hustað verði á einhverja þjóð eða meirihluta kjósenda.  Því Dagur einn veit. Hann á trúnaðarmenn í öllum öðrum stjórnnálaflokkum í borginni sem munu sprella um leið og hann togar í spottann. 

Það er því ekki í augsýn að hægt sé að fá einhvern botn í framtíð Reykjavíkurflugvallar. Þó svo að tífaldur fjöldi þeirra 8702 sem svarað hafa spurningunni hér á þessari vesælu bloggsíðu myndi greiða hér atkvæði myndi það ekki ná eyrum sameinaðra flugvallarfénda í öllum stjórnmálaflokkum í Reykjavík undir forystu Dags B. Eggertssonar.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband