Leita í fréttum mbl.is

Enn er skekið smérið

um að þjóðin vilji klára aðildarviðræðurnar við ESB.

Einhver skoðanakönnun er gerð af einhverri kratamasklínu sem notuð er sem er sönnun þess að að fólk vilji klára einhverjar aðildarviðræður þó það vilji ekki í sambandið.

Árni Þór segir á Sprengisandi að hann sé á móti inngöngu í sambandið en hann vilji klára   viðræðurnar. Sem er skiljanlegt því það er djobbið hans sem borgar honum lifibrauðið. Eins og Þorstein Pálssyni líka sem skrifar vikulega um þetta sama efni. Trúir einhver VG í Evrópumálum og afstöðunni til ESB?

Eru Íslendingar almennt svo vitlausir að þeir geti ekki kynnt sér Lissabon-sáttmálann? Stjórnarskrá ESB. Býst sá sem sækir um íslenskan ríkisborgararétt við því að íslenska stjórnarskráin verði umskrifuð fyrir hann? Býst einhver Ragnar Reykás sem er innflytjandi til Bandaríkjanna við einhverjum sérlausnum fyrir sig og sína fjölskyldu? Eiga stjórnarskrár að búa yfir sérmeðferð  fyrir hvern einstakan? 

Unnur Brá og Framsóknarkonan bentu á það í þættinum hjá Sigurjóni að það hefði verið kosið í landinu s´ðasta vor. Líka um afstöðuna til ESB. Þeir flokkar unnu kosningasigur sem ekki vilja aðild að ESB. Hversvegna eiga þeir að halda áfram viðræðunum ef þeir vilja ekki aðild?  Hverskonar apaháttur er þetta? Hverskonar stagl er þetta? 

Þegar þetta kjörtímabil er á enda þá skulum við kjósa upp á nýtt. Þá geta menn kosið aðildarflokka ef þeir vilja. Aðildarsinnann Steingrím Jóhann aftur til dæmis?  Nú eru Íslendingar  búnir að kjósa andstöðuflokkana við aðild til fjögurra ára. Eigum við ekki að fá frí frá þessu pexi þann tíma?

Ég kæri mig ekkert um að verða herskyldur samkvæmt stjórnarskrá ESB. Ég kæri mig ekki um að fara í stríð fyrir Gordon Browm,  Hollande eða Merkel.  Ég vil ekki sjá þetta bix allt saman. Ég er Sjálfstæðismaður en ekki krati. Ég sel ekki Ísland fyrir grautarskál eða gjaldmiðil. Ég vil ekki sjá Evruna. Eg er ekki Evrópumaður. Ég á miklu fleiri ættmenni fyrir vestan haf. 

Ég er alveg til í nýjan gjaldmiðil fyrir Íslendinga.  Skipta út krónunni fyrir íslenska ríkisborgara og taka upp ríkisdal. Um leið eru þrotabú bankanna afgreidd og allt sem þeim tilheyrði. Engin gjaldeyrishöft lengur. Engin jöklabréf, engar erlendar innistæður í íslenskum bönkum eða kvikar krónueignir. Þær eru bara komnar á ís til lengri tíma.

Það eru mörg brýnni verkefni í þjóðfélaginu en að skekja þetta Evrópusmabandssmjér sífellt áfram á öllum rásum.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband