3.2.2014 | 23:31
Karen Elísabet Halldórsdóttir
sem fólk sér á auglýsingu sem hún fékk að setja í hornið á þessari bloggsíðu, er einkadóttir okkar hjóna, fædd 19.febrúar á þjóðhátíðarárinu 1974. Hún er Sjálfstæðiskona og myndi aldrei vilja láta sjálfstæðið af hendi til Brüssel og Evrópusambandsins. Hún er með eldlegan áhuga á félagsmálum og pólitísku starfi. Hún er varaþingmaður hér í Kraganum og formaður í efnahags-og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins.
Hún er líka varabæjarfulltrúi hér í Kópavogi og formaður í lista-og menningarráði. Hún vill verða aðalbæjarfulltrúi og sækist því eftir 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Til þess að komast þangað þarf hún á því að halda að Kópavogsbúar fjölmenni til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer á laugardaginn kemur í Sjálfstæðishúsinu að Hlíðarsmára 19 frá kl 9-18 og greiði henni atkvæði.
Það er auðvitað mikið mannval sem býður fram krafta sína í þessu prófkjöri og sjálfsagt þræl erfitt fyrir fólk að velja á milli 15 frambjóðenda sem allir hafa ótvíræða mannkosti fram að færa. Ég verð sjálfur í hvínandi vandræðum að velja á milli vina minna.
En það er meðaltalið sem gildir og það er mála sannast að undantekningarlítið hefur dómur þáttakenda í prófkjörinu verið látinn halda sér við frágang listans. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki með neinn kynjakvóta eða þesskonar fitl við val fólksins. Og það mega allir koma og kjósa.
Sjálfstæðisflokkurinn skilur sig þannig algerlega frá litlu vinstriflokkunum sem velja á lista sína yfirleitt í mun þrengra flokksvali og með alls kyns reglum um röðun á listana. Lýðræðislega er himinn og haf á milli aðferða þessara stjórnmálaflokka og þess sem Sjálfstæðisflokkurinn notar. Það er þessvegna grundvallarmunur á þessum flokkum sem fólk ætti að hugsa svolítið um þó ekki væri annað. Annarsvegar listi valinn af bæjarbúum, hvaða stjórnmálaskoðanir sem þeir annars aðhyllast og svo hinir. Auðvitað getur orðið um óhagstætt kynjahlutfall að ræða í slikri kosningu. En svo merkilegt sem það er þá hafa listarnir okkar yfirleitt verið í þokkalegu jafnvægi hvað þetta varðar. Það er eins og kjósendur hafi alveg vit á því sem þeir eru að gera án þess að spyrja mig.
Ég get aðeins sagt frá minni mjög svo auðvitað hlutdrægu mynd af Karen Elísabetu, sem ber nafn ömmu sinnar og móður minnar. Hún níðist held ég hvergi á því sem henni er til trúað eins og Kolskeggur bróðir Gunnars á Hlíðarenda, sem hlýddi dómi kjósenda þess tíma og fór utan í útlegð þegar Gunnar snéri aftur sem sekur maður.
Karen mun gegna þeim störfum sem henni verða falin hver sem úrslitin verða. Hún er í mínum augum auðvitað alger prinsessa. En ég held að þar fyrir utan sé hún traustverð venjuleg kona og móðir með raunverulegan áhuga á að verða að liði fremur en að græða fyrir sjálfa sig. Því það er sannast sagna að bæjarfulltrúakaup er svo lítið að ekki margir nenna að leggja slíkt á sig þegar völ er á öðru betra. Sem betur fer er til fólk sem hugsar um annað meira en peninga og þannig er hún Karen og líkist mömmu sinni hvað það varðar.
Við Sjálfstæðismenn vonumst eftir því að sem allra flestir komi og kjósi í prófkjörinu okkar á laugardaginn kemur. Síðast komu held ég 3300 manns og völdu á listann. Nú vonum við að enn fleiri komi þar sem bærinn okkar hefur stækkað verulega síðan.
Mikilvægt er að vanda sig við atkvæðagreiðsluna og vera ófeiminn að óska eftir aðstoð ef þörf gerist. Ég fagna auðvitað sem Sjálfstæðismaður hverju atkvæði sem greitt verður. Og auðvitað gleðjumst við foreldrarnir svo mest yfir hverju atkvæði sem hún dóttir okkar hlýtur. Ég held í hreinskilni sagt að enginn þurfi að sjá eftir því að greiða henni Karen Elísabetu atkvæði sitt ásamt öðrum 5 glæsilegum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en kosningin er bundin við að kjósa 6 frambjóðendur og hvorki fleiri né færri.
Fjölmennum á kjörstaðinn á laugardaginn kemur og kjósum hana Karen með öðrum góðum kandidötum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.2.2014 kl. 19:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Amma hennar karen Elísabetar Halldórsdóttur og alnafna var fædd 6.febrúar 1913 dóttir hjónanna Halldórs Skaptason, somur Skapta Jósefssonar ritstjóra og kraftamanns, Jósefssonar Skaptasonar læknis og Alingismanns á Hnausum í Húnavatnssýslu, og Hedwig Wathne, Friðriksdóttur kaupmanns, bróðurs Ottos útgerðarmanns, og Elísabetar Þorsteinsdóttur frá Breiðdal. Otto hafði ávallt við orð þegar Syðfirðingar vildu fá hann til að kosta einhver framfaramál: "Ja, men detta kommer an på silla" Það þurfti nefnilega að afla fjárins áður en því væri eytt en ekki bara að hlaupa í bankann að slá. Ég held að Karen hugsi svolítið eins og Ottó gamli frændi.
Halldór Jónsson, 6.2.2014 kl. 20:00
Bróðir Skapta hét Magnús og fór til Ameríku. Hann var prófastur í Canada og bjó á býlinu "Hnausar Farm" sem enn stendur þar. 'Eg veit lítið meira um hann en hann var í fremstu röð meða V-Íslendinga þar.
Halldór Jónsson, 6.2.2014 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.