Leita í fréttum mbl.is

dr.Tryggvi Þór

Herbertsson átti orðastað við dr.Eirík Bergmann Evrufræðing í útvarpi í morgun.

Ég fylgdist miðlungi vel með enda nenni ég yfrleitt ekki að sperra eyrun ef ég heyri í Eiríki Bergmann sá erkievrusinni og einstefnumaður sem hann er nú.

En Tryggvi Þór komst á einum stað í gegn með því að fá hljóð til að lýsa því hvaða gagn  Íslendingar hefðu haft yfir þeirr krónu sem Bergmann formælti sem mest. Hann benti einfaldlega á að við hefðum getað mætt ytri áföllum með því að dreifa þeim yfir þjóðfélagið allt vegna krónunnar. Aðrar þjóðir með stóra gjaldmiðla gætu ekki gert þetta nema að taka slíkt út á launþegum beint í formi atvinnuleysis og innanlandskreppu.  Meira að segja dr. Bergmann varð flaumósa við og hafði engin svör við þesssari rólegu og yfirveguðu röksemdafærslu dr. Tryggva Þórs.

Ég þarf eiginlega að spila þennan þátt upp aftur fyrir mig. Þetta var þarft innlegg í þá ófrægingarherferð sem kratarnir stunda sýknt og heilagt gegn krónunni okkar og sjálfstæði landsins yfirleitt. Þetta landsölutuð þeirra er stórhættulegt í sjálfu sér ef einhver tæki mark á þeim.

Sem betur fer fer þeim fækkandi sem nenna að hlusta á Evruspekinga á borð við Eirík Bergmann. Þeim mun betur mættu fleiri hlusta á orð Tryggva Þórs Herbertssonar um krónunna og hvað hún hefur þó gert fyrir þessa þjóð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Halldór minn.

Jón Valur Jensson, 8.2.2014 kl. 16:29

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eiríkur missir þvag ef hann heyrir nokkurn mann bera upp á hann trúboð. Hann segist þvert á móti vera fræðimaður gott ef ekki algerlega hlutlaus :)

Sigurður Þórðarson, 8.2.2014 kl. 18:49

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Rifjum upp :

Bretton Woods system





Merkir að gullvarsjóðir á móti of miklum [efnislegum] innflutning "Developed" Ríkja heims eftir seinni heimstyrjöld  voru  að mestu leyti komnir til USA. Þannig að um 1970   er IMF [Gengisstillingar sjóður Sameinuðu þjóðanna og World Bank þeir aðilar sem passa upp á gengis fals] og sjá um reikna sameiginlegt  PPP-raunvirði á öllum þáttum allra landsframleiðsla heims. PPP er vísir [Index sem aðeins örfáir Hagfræðingar mastera] ,  vegið meðtal allra seldra þátta síðast árs í landframleiðslu  allra lögsaga.  Byrjað var á öllum seldum þáttum [factorum í USA: þar er allt til sölu]. USA-PPP dollar tekur því við af Gulli sem gulltrygging gegn uppskerubresti og gengisfalsi.



Ísland hefði betur fylgt PPP frá 1970 í stað þess fylgja raunvirðis mat Íslenskra fræðinga.  Raunvirði efnislegra sölu þátta hér er um 30% minna en fyrir 30 árum, vegna ofmats á heildar framlagi Íslensks Þjónustu geira , vsk. vinnulauna kostnaði: sem afhendir efnislega aðföng til loka kaupenda sem eru alltaf ríkisborgar viðkomandi ríkis: afhendir líka hljóð og líkamshreyfingar .   



Í EU er þjónustu á lagning um 333% á efnisþættina [bakveð= varsjóður að hluta .   Ef efnis þættir eru 1 .verðflokks að kosta PPP 100 ein. þá er eðlileg heima sala =GDP : 333 ein.   Öll ríki EU eru  í hlutfalllegu samræmi. þar sem þau sækja um það.



100/333= 30%.



Ríki sem selja 5 efnisþætti verðflokk [PPP]  er þá með 20 ein.  Heildar gengi 67. ein.  20/67=30%.



Bakveð =varasjóður í PPP-dollurum óveðsett [ekki búið semja um langtíma útflutning]  < 67 ein.





Það fer eftir hefðum hvað almennir neytendur eru kröfu harðir , lið sem ekki gagnrýnir og sættir sig við allt ódýrt uppsker í samræmi.



Setja meðalgreind afkomendur fátæklinga upp í topp endar með því að það sem þeim finnst við hæfi verður þá við hæfi alla hinna.



    Miðað við flesta erlend fræðinga , ÞÁ ÞARF AÐ giska á Alþjóðleg Milli ríkja leyndar mál.   Þess vegna þarf að vera með IQ yfir meðalgreind  og hafa vald á rökréttri setningafræði og málskrúðsfræðum.

Hæfur fjöldi einstaklinga í stöndugum ríkjum uppfyllir þetta. 



Floating er adjustble. Í Samhengi EES: Umboðið í Brussel.  



Ísland með enga tryggingu fyrir grunn eftirspurn sölu á heima vsk. markaði.  Reiðufjár dreifing  hér til vsk. innkaupa er alltof og lág  með til til 80% ríkisborgar. [sem geta ekki sparað  við sig innflutning]



Evru ríki  [evru-þjóðar Seðlabanki] fá evru til að marksetja heima fyrir með bakveði í Landsframleiðu á reiknað á hcip verðum. Þetta miðast við 25% max verðbólgu á 5 árum og Meðal hcip-notkun síðustu 5 ára.



Taka hér upp evru er geðveiki , því 20% ríkust með 50% af heildar innkomu koma henni strax í verð erlendis.  => skammtur næsta árs minnkar.     

Hvaða munur er drullu og skít? 

Júlíus Björnsson, 8.2.2014 kl. 20:48

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hamingju með hana Karen Elísabetu þína, Halldór.

Jón Valur Jensson, 9.2.2014 kl. 04:01

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir góðar óskir Jón Valur

Halldór Jónsson, 9.2.2014 kl. 12:19

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Tryggvi Þór hefur nákvæmlega engan trúveruleika. Nægir að benda á skýrsluna frægu sem hann skrifaði ásamt erlendum kollega í aðdraganda hrunsins og varð að aðhlátursefni í erlendri heimildarmynd um heim allan.

Þá er kannski óþarfi að nefna samskipti hans og "kauprétt" hjá Askar kapital og hvernig það mál var afgreitt. Mig rámar í gjaldþrot fyrirtækis í því sambandi - enda sló Tryggvi Varnagla.

Og hvaða fréttir berast af Tryggva þessa dagana, jú hann er að reyna að rukka fyrirtækið Fáfni Offshore um 3,9 milljónir fyrir "góð ráð". Algerlega óskiljanlegt að enn skuli einhver nenna að hlusta á Tryggva Þór. - hvað þá að taka mark á honum. Blessunarlega höfnuðu kjósendur honum síðast.

Atli Hermannsson., 9.2.2014 kl. 12:36

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Atli minn, það sem Tryggvi kann að gera eða segja annað en hann sagði þarna breytir engu um að það sem hann sagði við þetta tækifæri er rétt og skynsamlegt.

Tryggvi er greindur maður og rökvís þó honum geti auðvitað skjöplast eins og öllum. Þú átt ekki helst ekki að tala svona um manninn hvað sem þér kann að finnast um hann.

Við erum að rökræða um grundvallarmál sem skiptir þjóðina miklu. Þá eigum við ekki að garga eins og götustrákar um meintar ávirðingar um óskyld mál . Eigum við ekki að halda okkur við efnið heldur.

Halldór Jónsson, 9.2.2014 kl. 16:26

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Og Siggi minn, Eiríkur er auðvitað fræðimaður. En hann dregur ályktanir sem mér eru ekki að skapi. Og hann rekur líka pólitískt trúboð fremur en að hann geti rökstutt allt sem hann notar og heldur fram.

Halldór Jónsson, 9.2.2014 kl. 16:30

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll Halldór, ég tek "föðurlegum" ábendingum. Jafnframt bendi ég á, áður en þú eyðir tíma í að hlustar aftur á Tryggva Þór, að hlusta vandlega á það sem Magnús Bjarnason hagfræðingur sagði á Sprengisandi í morgun og hvernig hann sér hagsmuni þjóðarinnar best borgið til framtíðar litið. Ég tel alla vega ekki vænlegt að eyða lengri tíma í eftirárskýringar hrunsins og hvað ef og hefði.

Atli Hermannsson., 9.2.2014 kl. 18:12

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hlustaði með athygli á dr. Magnús Bjarnason og mér fannst hann segja margt rétt og skynsamlegt. Mér fannst hann leggja skynskamlega til umræðunnar um að banna verðtrygginguna. Þær alhæfingar sem helst eru í tísku eru því miður ekki leið til að leysa vandann sen við erum í.Slagorð eru ekki það sem við þurfm heldur skynsamlegt vit. Það eru ekki allir bara lántakendur.Það eru líka til sparendur sem á ekki að ræna.

Halldór Jónsson, 9.2.2014 kl. 22:04

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Vanmálið er að krónur/dollarar/evrur/pund sem bókast ekki móti nýjum eignum vsk, glatst í fjármála kerfum utan Íslands, verðrýna. Þetta skapar spennandi Kauphallasamkeppni.  Halda upp raunvirði heildar neyslu innan sinnar lögsögu á öllum 30 árum. Láta aðrar lögsögur í friði.  

Júlíus Björnsson, 9.2.2014 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband