Leita í fréttum mbl.is

Sósíalismi Andskotans

er að gegnsýra alla íslensku þjóðina.

Hún horfir þegjandi á alsherjar lífeyrissjóðavæðingu á atvinnulífi landsmanna sem kaupa upp hvert fallíttið af öðru og selja svo sjálfum sér með gróða eftir að spillingin hefur fengið að grasséra hæfilega.

Men sjá ekkert lengur athugavert við fréttaflutning Morgunblaðsins af þessari hæglátu þjóðfélagsbyltingu: Þar segir:

"Þeir sem keyptu 7% hlut í Icelandair Group fyrir 6,6 milljarða af Framtakssjóði Íslands á mánudaginn eru lífeyrissjóðir og sjóðir á vegum Landsbankans sem enn fremur annaðist söluna, að sögn heimildarmanna sem starfa á verðbréfamarkaði. Í hópnum eru annars vegar lífeyrissjóðir sem eiga í Framtakssjóðnum og hins vegar lífeyrissjóðir sem ekki eiga í honum, herma heimildir Morgunblaðsins.“ 

Það er ríkið og Framtakssjóður sem er í eigu lífeyrissjóða sem keyptu Flugleiðabréfin. Þessu erslegið upp  athugsaemdalaust í Morgunblaðinu. lLífeyrissjóðirnir kaupa fyrst bréfin og kaupa þau svo aftur af sjálfum sér og stórgræða. Þessu má eiginlega helst jafna til Pálma í Fons þegar hann var aað kaupa og selja Sterling með svaka gróoða í hvert sinn. 

„Árið 2010 keypti Framtakssjóðurinn 30% hlut í félaginu fyrir 3,6 milljarða samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu í kjölfar efnahagsáfalls og eldgoss í Eyjafjallajökli. Nú hefur sjóðurinn selt allan þann hlut í fjórum áföngum fyrir 15,2 milljarða króna og er gengishagnaðurinn 11,6 milljarðar króna. Ef horft er til þeirra fjárhæða nemur ávöxtunin 322%.  Á sama tímabili hafa bréf easyJet hækkað um 274%, Ryanair um 96% og Norwegian um 90%.“ 

Svo kemur það sem skilur þetta frá Pálma: „ Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands, benti á í samtali við mbl.is að fjárhæðinni yrði skilað til eigenda sjóðsins. Þeir eru 16 lífeyrissjóðir, Landsbankinn sem er í eigu ríkisins á 28% hlut og VÍS á 0,6%.“ 

Enn segir í Mbl‘.

  „Forsvarsmenn sjóðsins hafa sagt að hann gegni mikilvægu hlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins.  Áður en sjóðurinn keypti í Icelandair átti Íslandsbanki(erlendir vogunarsjóðir) um helmings hlut í fyrirtækinu sem meðal annars mátti rekja til veðkalla. Fjármálaeftirlitið veitti bankanum tímabundna undanþágu til þess að fara með svo stóran hlut á sama tíma og félagið var skráð á hlutabréfamarkað. Ef hennar hefði ekki notið við hefði þurft að afskrá félagið.“ (Þvílk náð að eiga svona Fjármálaeftirlit!)

 Við kaup FSÍ var farið í hlutafjáraukningu hjá flugfélaginu, hlutur bankans fór í um 30% og því þurfti ekki lengur undanþáguna. Það má því segja að Framtakssjóðurinn hafi stuðlað að áframhaldandi skráningu Icelandair á hlutabréfamarkað með kaupum á stórum eignahlut í félaginu.

Í yfirlýsingu frá sjóðnum árið 2011 segir að aðkoma Framtakssjóðsins að Icelandair »hafi verið mikilvæg þegar mikil óvissa var um fjárhagslega stöðu félagsins og ekki sjálfgefið að einstaka lífeyrissjóðir eða fjárfestar« hefðu keypt í fyrirtækinu.“

 Og enn gengur dælan:

  „Enn fremur hefur sjóðurinn fleytt N1 og Vodafone á hlutabréfamarkað. Auk þess er talið líklegt að Advania og Promens fari á markað á næsta ári. Framtakssjóðurinn á 74% í Advania og 49,5% hlut í Promens. Sjóðurinn á jafnframt Icelandic Group að fullu og hann keypti í haust 38% hlut í Invent Farma.

Sjóðurinn hefur tekið þátt í þeirri þróun að færa eignarhald á hópi fyrirtækja frá bönkum til lífeyrissjóða. Samkeppniseftirlitið segir að það að bankar eigi minna í samkeppnisfyrirtækjum sé af hinu góða en að vaxandi eignarhlutur lífeyrissjóða, m.a. í gegnum framtakssjóði, kallar á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt sé að standa vörð um virka samkeppni við þær aðstæður.“

Finnst engum þetta athugavert? Lífeyrissjóðir sem eru í eign launþega stofna FSÍ án þess að eigendur hafi verið spurðir. FSÍ kaupir, undir stjórn einhvers manns sem fáir þekkja,  urmul af stærstu fyrirtækjum lanfsins og græðir stórfé á því að selja eigendum sínum þau aftur fyrir stórgróða? Ríkisstofnun er fengin til að blessa yfir gerningana. Amen eftir efninu.

Að hverjum  er verið að gera grín? Mér kannski? Af hverju gerði ríkið þetta bara ekki sjálft fyrir sína peninga sem það á í þessum sjóðum? Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn?

Á ég þá að hlæja og klappa fyrir þessari snilld?

Mest allt atvinnulíf er að færast á fárra hendur eins og fyrir hrun. Þá var það Baugur,  Jón Ásgeir og Pálmi Í Fons.  Nú eru það einhverjir fósar sem ég þekki ekki,  sem fara með eign mína í lífeyrissjóðunum. Þetta lið er er að hreiðra um sig með vinum sínum í öllu atvinnulífi landsmanna. Alveg eins og hjá Pútín í Rússlandi.

Ef þetta er ekki sósíalismi Andskotans þá þekki ég hann ekki. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Þverr okkur orðið hugtök? Er ekki "Útrásarvíkingur" orðið gelt vegna gjaldeyrishafta? Ekki dugir: "Í tíð fyrri ríkisstjórnar" Ekki nær "Einkavinur" merkingu "óligarkans" sem var stórum kræfari. Ég leitaði á náðir Wikipediu og þar stendur m.a.:

The Guardian described the oligarchs as "about as popular with your average Russian as a man idly burning bundles of £50s outside an orphanage"

Er ekki þörfin augljós fyrir hnitmiðað og rótarlegt hugtak sem nær þessu hugarfari og lýsir manngerðinni - eða sést mér bara einum yfir það?

Þorkell Guðnason, 13.2.2014 kl. 01:11

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svínið sagði ekki ég,  sumir baka tertur.

Júlíus Björnsson, 13.2.2014 kl. 08:58

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Litla, sæta hagkerfi íslenska ríkisins hefur fengið inni í hagkerfi lífeyrissjóðanna okkar.

Sofðu, sofðu, sofðu..... 

Árni Gunnarsson, 13.2.2014 kl. 16:21

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Margir geta tekið undir þessa skoðun:

"Þetta lið er er að hreiðra um sig með vinum sínum í öllu atvinnulífi landsmanna. Alveg eins og hjá Pútín í Rússlandi."

kær kveðja

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.2.2014 kl. 20:09

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Union sjóðir hér eru eins og var í USSR: eign okkar.
  Sá sem afhendir 5. verðflokk landsframleiðslu  og selur samfara þjónust laun sem bera vsk, þarf að vinna lengur [og oft að selja meira magn og oftar] en sá sem sýnir sama gengi með 1. og 2. verðflokki af því sem með sömu nöfn. 

þetta er það kallast grunn skilingur á þroskuðum því arðbærum borgarmörkuðum erlendis.      Ríki sem byggja á sveita og nýlendum laga hefðum  verða alltaf vanþroskuð  í skilningi Borgaramarkaða.

Index gengi sem reiknast eftir ársölu :  er vegið meðatal á því selda : og blekkir þannig , því það selda er í mörgum þáttum og innbyrðis vægi þeirra breytist á hverju sölu ári, vægi til mynda tölu heilsar gengis aukingar næsta ár.   Ef orka lækkar í veltu en efni hækki í veltu meira og  vinnulaun standa í stað. Þá Skilur almenningur það sem tekjur af orku  skili minna í fyrra en tekjur af efnum  meira og  tekjur as vinnlaunum líka í heildar samhengi.    Heildar hækkun orka+ efni hækkar meira en vinnulaun.   

Svona er spilað á almenning.  Vinnulaun vsk. er líka í þáttum Heildar hækkun á þeim og því meðal hækkun  getur verið staðreynd ef einn fékk hækkun.

Ég vel efni og orku frekar [sem bakveð] en þjónustu [hreyfingar og orð einstaklinga] ennþá.  

Júlíus Björnsson, 13.2.2014 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband