Leita í fréttum mbl.is

Glæpur og refsing

eru hugtök sem þarft er að velta fyrir sér og ungir menn sérstaklega mega hugleiða.

 Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna, virðist manni óneitanlega eiga einhvern þátt í því að hlutfall þeirra 16-29 ára sem styðja Sjálfstæðisflokkinn er aðeins 14 % í Reykjavík. Ákveðin þreytumerki hafa mönnum fundist koma fram í málflutningi félagsins til margra ára. Ef maður spyr gamlan jálk eins og mig hverju hann muni eftir af slíku, þá er það helst krafa um vín í matvörubúðirnar og að  selja RÁS 2 sem í hugann koma. En auðvitað er þetta alhæfing af versta tagi. Heimdallur er gott félag en hefur samt ekki náð nauðsynlegum takti til að laða að sér félaga í seinni tíð eins og fylgiskannanir sýna.

 Nú síðast hafa félagsmenn dregið í efa að refsingar fyrir fíkniefnabrot skili árangri. Þetta verður hæstaréttarlögmanninum og löggiltum endurskoðandanum  Einari S. Hálfdánarsyni umhugsunarefni í Mbl. Í dag.

Einar segir:

„Virkar refsistefnan gegn fíkniefnum? - Heimdallur stendur fyrir opnum fundi um stöðu refsistefnunnar gegn fíkniefnum. Einhvern veginn kemur ekki á óvart að þessi smái hópur ungs fólks spyrji þessa. Virkar refsistefnan; fækkar hraðakstursbrotum, nauðgunum, og morðum á Íslandi og hefur gert vegna refsinga, nú eða þá brotamönnunum, t.d. pervertum? Hvaða ályktanir á að draga af því ef ekki dregur úr brotum í einhverjum brotaflokkum, svona yfirleitt? Afnema refsingarnar?

 

Eiturlyfjasmyglara má líkja við mann sem varpar sprengju inn í hóp fólks. Hann ætlar svo sem ekki að drepa neinn sérstakan. En hann myrðir ákveðið hlutfall þeirra. Enginn unglingur »kaupir« hlutskipti eiturlyfjaneytandans. Oft og iðulega eru fórnarlömb nauðgarana óvarkárari en gengur og gerist um fólk. Minnkar það sök nauðgarans? Reyndar á það við um fórnarlömb allra glæpa, því miður. Ég hefði ekki átt að bóna bílinn, þá hefði ég ekki freistað þjófsins. - Því er skemmst frá að segja að auðveldara er fyrir unglinga að verða sér úti um amfetamín en að komast inn á bannaða bíómynd. Eiturlyfjasalan fer fram nokkurn veginn fyrir opnum tjöldum, gjarnan úr bílum þar sem viðskiptavinirnir geta gengið að þeim vísum. Þórólfur Þórlindsson prófessor telur ástæðu þess að unglingar verðaeiturlyfjaneytendur oftar en ekki sé um að ræða að vera á röngum stað á röngum tíma.

Á áttunda áratug liðinnar aldar hófust hryðjuverk til nýrrar hæðar. Stalín hafði að vísu, löngu fyrr, sem ungur maður gert sé grein fyrir og hafið hryðjuverk til vegsemdar í stjórnmálabaráttunni. Árangurinn var auðvitað framar vonum. Ráðstjórnarríkin voru fyrsta uppskeran, og svo koll af kolli.

Ég skal fyrstur manna viðurkenna að ég ber ekki fullkomna virðingu fyrir öllum ungliðum í flokknum sem ég hef verið félagi í frá 15 ára aldri. Framkoma gagnvart samherjum, »lýðræðisleg« framkvæmd kosninga til forystu og ýmislegt fleira hefur sem sé ekki ýtt undir aðdáun mína á þeim öllum. Ekki bætir úr skák að hafa orðið vitni að þröngum hópi ungra manna gera hróp að félaga okkar á sjálfum landsfundi okkar sem vildi standa vörð um kristni okkar og kristna menningu.

- En nóg um það.

Davíð Þorláksson er ekki einn um að efast um áhrif refsinga. Hann ku vera lögfræðingur og á að vera kunnugt um mismunandi skoðanir þar um. Þar sýnist sitt hverjum. Ég er á hinn bóginn viss um að refsingar hafa áhrif. En það er næsta víst að refsingar hafa ekki áhrif á fíklana, brotaþolana, eins og allir aðrir sem eru fórnardýr glæpamannanna eru nefndir. Refsingar hafa áhrif (eða sömu áhrif) á eiturlyfjasala og aðra þá sem brjóta lög, vitandi vits, hvorki meiri né minni. Ekkert liggur fyrir í aðra veru.

Það liggur fyrir að þessi Davíð Þorláksson telur 5% flokk með »réttar skoðanir« betri en okkar flokk sem bara hefur staðið vörð um Ísland, íslenskan almenning og íslenska hagsmuni í nærfellt eina öld. Kannski verður honum að ósk sinni, hver veit?“

 

Í framhaldi af þessu má velta fyrir sér hvort búið sé að afflytja merkingu fangelsisrefsinga í áranna rás. Hugtakið betrun er komið í stað refsingar. Er ekki Dolvipar pillan  komin í stað timburmanna sem eru auðvitað refsing sem menn eiga að taka út svikalaust að því að Guðni frændi minn segir?

 Svo er sagt að ellilífeyrisþegi sem gæti skipt hlutskipti við fanga á LitlaHrauni færi mikið upp á við í lífsgæðum. Frítt húsnæði, frítt sjónvarp, frír matur,frí læknis-og lyfjaþjónusta, félagslíf, útivera, starf, námstækifæri og vasapeningar.  Allt hlutir sem sem ellil-og örorkulífeyrisþegi hefur af skornum skammti.

Í stað þess að fangelsisvist sé refsing eins og maður skynjar óþyrmilega af bandarískum bíómyndum þar sem 2 glæpamenn gista saman í rimlabúri með kojum eða af fréttum frá Frakklandi þar sem 9 fangar nútímans deila 12 m2 klefa, þá virðast íslensk fangelsi vera hágæða mennta-og uppeldisstofnanir þar sem refsingin er víkur fyrir umhyggjunni.

Ber þá yfirleitt að dæma fólk í fangelsisrefsingu? Er hýðing betri eða handarhögg? Dauðarefsing? Hvað er sannleikur spurði maðurinn forðum?

 

Hugleiðingar Einars og samlíking eiturlyfjasalans og hryðjuverkamannsins sem hendir sprengju, er skörp. Það er afleiðingin en ekki handahreyfingin sem er refsiverð ef eitthvað er. 

Það er glæpurinn og refsingin sem vefst fyrir manni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband