Leita í fréttum mbl.is

Hinn nýi löggæslustíll?

birtist í frásögn frænda míns dr.Ágústs fv.menntaskólakennara og grasafræðings: 

"Frásögn Ágústs H. Bjarnasonar:

Reykjavík, 24. febrúar 2014

Eg var að aka klukkan rétt rúmlega átta að morgni s.l. sunnudags 23. febrúar norð-vestur Laugaveg. Eg var rétt kominn yfir gatnamót Laugavegar og Kringlumýrarbrautar, þegar lögreglubifreið með blikkandi ljós var fyrir aftan mig. Eg gaf stefnumerki og ók inn á hliðarskot stuttu síðar og nam þar staðar. Eftir stutta bið sté eg út úr bílnum og þá kom umræddur maður askvaðandi og sagði mér að setjast inn í bíl, því að eg ætti ekki að fara út úr honum fyrr en þeir kæmu að.

Hann hafði engan frekari formála en sagði: Ertu fullur, sýndu mér ökuskírteinið.

Nei, sagði eg, en eg get ekki nálgast skírteinið nema stíga út, þar sem það er í þröngum buxnavasa.

Þá sté eg út aftur.

Varstu að drekka í nótt?

Síðan sagði hann eitthvað, sem eg heyrði ekki og hváði. Ertu heyrnasljór?

Eg er kannski ekki með alveg fulla heyrn (sem reyndar er satt) og heyri illa í þvoglumæltum mönnum.

Eg rétti honum ökuskírteinið.

Þú varst að drekka í nótt, sagði hann.

Hvers konar fullyrðing er þetta, eg er allsgáður.

Svaraðu spurningunni.

Eg þarf ekkert að svara þessari spurningu, því að eg er allsgáður, og var reyndar að gera allt annað í gær. Og þá greip hann fram í fyrir mér.

Þér ber skylda til að svara spurningum lögreglunnar. Vertu ekki með þvælu.

Það er ekkert tilefni til að svara rakalausum aðdróttunum, enda er eg allsgáður.

Þú ert með útúrsnúninga, við förum með þig niður á stöð og þú verður sviptur ökuréttindum. Þú varst að drekka í nótt.

Hvers konar þvæla er þetta, sagði eg þá.

 

Í þessu þreif hann í jakka minn og ýtti mér í átt að lögreglubílnum. Settist eg inn í bílinn og stóð umræddur maður fyrir utan. Síðan fékk eg að blása eftir tvær tilraunir, því að í fyrstu ýtti hann mælinum í höku og í annað sinn hélt hann því fram, að eg blési ekki rétt. Niðurstaða mælingar var að lokum 0.

 

Þá fór eg að segja hinum manninum nákvæmlega, hvað eg hafði verið að gera kvöldið áður. Sá maður bauð af sér góðan þokka. En þá greip hinn fram í og sagði að eg ætti ekki vera að þvæla og koma mér út.

 

Þegar eg gekk í burtu spurði eg hann að nafni, en hann gaf aðeins upp númer, sem hann sagði 0621.

Að svo mæltu hvarf eg á braut.

 

Eg vil að það komi skýrt fram, að umræddur maður sýndi óeðlilega hegðun, lá við að hann öskraði og greip sýknt og heilagt fram í fyrir mér, svo að eg fékk tæplega að ljúka við neina setningu. Framkoman var fyrir neðan allt velsæmi, hroki, oflátungsháttur og hreinn dónaskapur.

 

Hefði hann boðið mér að blása strax, hefði málið verið úr sögunni. En hann fór fram með dylgjum, órökstuddum fullyrðingum og heimskulegum spurningum. Það er von, að manni blöskri.

 

Þá leikur mér forvitni á að vita, hvers vegna þeir stoppuðu mig. Þá er eg beið á ljósum á horni Laugavegar og Kringlumýrarbrautar, þustu þeir í norðurátt. Þeir hafa því ekki séð neitt til aksturslags, sem gaf þeim vísbendingu um, að ölvaður maður væri á ferð.

 

Með kveðju

Ágúst H. Bjarnason

agusthbj@gmail.com "

 

Svona til viðbótar hef ég alltaf haldið að Gústi hafi alla tíð verið alger bindindismaður og því ólíkur mér og fleiri frændum okkar. 

En ég hef enga ástæðu til að rengja hann Gústa frænda. Það er þá illt ef fleiri svona eintök eins og þessi 0621 prýða lögregluliðið sem ég hef alla tíð stutt til góðra verka og raunar aldrei átt nema bestu samskipti við.  Fólk á að geta treyst lögreglunni sinni til að kunna mannasiði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Er það möguleiki að 0621 telji Gústa framsóknarmann? Hrokagikkjum virðist með ólíkindum uppsigað við slíka þessa dagana.

Þorkell Guðnason, 24.2.2014 kl. 18:29

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Fyrst aðeins um réttritun. Lestur minn á bloggi ykkar frændanna hefur gert mér ljóst að þið eruð af sömu ætt og hin frækna frk. Ingibjörg H. Bjarnason.

Hefði hún frk. Ingibjörg H. Bjarnason skrifað hinn afritaða pistil í stað Ágústs H. Bjarnason, ekki Bjarnasonar enda mun um ættaarnafn að ræða þá hefði fyrirsögn þín vafalaust ekki hljóðað svo :

Frásögn Ingibjargar H. Bjarnasonar, hvað þá Bjarnadóttur. Hvorugt þeirra er sonur eða dóttir nokkurs Bjarna.

Ef við prófum að setja þarna inn þekkt nafn eins og til dæmis dr. Gunnar Thoroddsen, þá hefðir þú varla sett inn fyrirsögn þína svona : Frásögn dr. Gunnars Thoroddsenar. Nei ég er þess fullviss að þú hefðir skrifað þar : Frásögn dr. Gunnars Thoroddsen. Jæja nóg af tuði komið af minni hálfu !

Ég verð að hryggja þig kæri Halldór að löggæslumaður með númerið 621 er langt því frá eini maðurinn í þessu löggæsluliði landsins með slíkan hroka og yfirgang langt úr hófi fram og eru reyndar lög og reglur í þessu landi okkar sem setja slíkum mönnum skorður við þannig framkomu við þá sem þeir eru að vinna fyrir - borgara þessa lands.

Það má nefna það hér að löggæslumenn hafa ekki heimild til að kalla frænda þinn yfir í löggæslubifreiðina nema þeir tilkynni honum að hann sé handtekinn. Á.H.B. hefði mátt sitja rólegur í bíl sínum með rifu á hliðarrúðunni nægjanlega stóra til að geta átt orðaskipti við löggæslumnninn og til að geta rétt hinnum skilríkin sín. Annað er honum ekki skylt nema þeir tilkynni honum að hann sé formlega hanmdtekinn.

Þeir sem hafa lent í svona hremmigum þeir hafa af því sérstaka unun ef þeir eru stöðvaðir í úrhellis slagveðri eða snjóbyl fyrir of hraðan akstur eða annað meint brot á umferðarlögum, að láta löggæslumanninn standa í óveðrinum við gluggann þar til hann hefur lokið löglegu erindinsínu við bifreiðarstjórann.

Ég þekki frá kunnigjafólki mínu sem og skjólstæðingum mínum margar illar sögur í þessa veru og verri eru en sú sem frændi þinn hefur að segja.

Hér skal greint frá einni þeirra.

Maður nokkur var handtekinn fyrir það eitt að þegar löggæslumaður spurði um nafn þá svaraði borgarinn af hverju hann þyrfti það frekar en aðrir borgarar sem gengu sömu leið og ekki voru spurðir til nafns.

Það kostaði að það voru slengd um úlnliði hans handjárn svo fast reyrð að það tók marblettina og eymslin á þriðju viku að hverfa.

Það var þessum ofríkismönnum nægilegt, þeir slengdu manninum í læstan fangaklefa og létu hann dúsa þar í 7 klukkustundir án vatns eða leyfis til þess að fara á salerni.

Þar að auki var honum neitað frá upphafi að komið yrði við á spítala til að taka blóðprufur eða sanna með öðrum hætti að hann væri ekki blindfullur eins og frændi þinn var vændur um.

Frá upphafi var honum einnig neitað um að hringja á lögmann til að hjálpa sér að losna frá þessum ofríkismönnum.

þegar í fangaklefann var komið þá var þar bjölluhnappur sem mun víst vera til þess að gera vart við þegar eitthvað eins og þorsti eða þörf á salernisferð gerir vart við sig eða annað það sem máli kann að skipta eins og að fá að hafa samband við lögmann eða fá skýringu á handtökunni og eftir hvaða grein laga hann hafi gerst brotlegur við.

Af fréttum fjölmiðla skilst manni jafnan að útúrdrukknir ökumenn og/eða uppdópaðir og þeir sem aka á löggæsluubifreiðir sem aðrar bifreiðir, slást síðan jafnvel við löggæslumennina og aðrir slíkir eru vistaðir í fangaklefum en ekki menn með svona svakalegan brotaferil að krefjast þess í upphafi að fá að vita af hverju þeir þyrftu nafn hans og hvað þá svar við því síðan hvers vegna hann var handtekinn án skýringa eða að fá ekki að hringja í lögmann sinn, í heilar 7 klukkustundir.

Þessir menn þurfa víst ekki annað en hroka sinn eður geðþótta til að fara sínu fram og koma þeim lítið við lágmarks réttindi borgara í lögum sem og lög og reglur sem einmitt eigs sð koms í veg fyrir svona offors og ofríkis.

Því miður er þetta orðið reglan fremur en undantekning í starfsaðferðum löggæslunnar undanfarin mörg ár. Við erum víst ekki lengur með menn eins og Geir Jón sem stóð sig einstaklega vel þegar múgurinn gerði aðsúg að starfsfriði Alþingis sem frægt er orðið. Við þurfum fleiri slíka til starfa sem Geir Jón.

Við hverju er að búast þegar þeir sem ljúka grunnnámi í þar til gerðri „menntastofnun” í þrjár annir mega starfa sem löggæslumenn ! Sjá :

http://attavitinn.is/stadir/logregluskoli-rikisins-hvernig-verd-eg-logga

Svo er umræða sífellt í gangi að við þurfum að setja skammbyssur í h endur manna eins og þess sem frændi þinn lenti í höndunum á. Hvernig hefði honum liðið að fá skammbssukjaft upp í nasir sínar frá svona óstöðugum manni ?

Það mætti sennilega ná svipuðum árangri í bréfaskóla í nokkrar vikur. Enginn má gerast leikskólakennari öðruvísi en að taka 5 ára háskólanám upp á að lágmarki 270-300 einingar.

Sjá :

http://www.althingi.is/lagas/136a/2008087.html

Mér sýnist að þriggja misseris nám sé langt því frá nægjanlegt til að gera menn í stakk búna til að sinna svo miklu starfi sem raun ber vitni. Í raun er það sprenhlægilegt að þetta sé talið nægjanlegt ef maður horfir fram hjá því hversu alvarlegt það er að láta þessa námsnefn duga fyrir menn sem eiga að gegna svo mikilvægu og viðkvæmu starfi eins og dæmin sanna.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2014 kl. 19:31

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já afsakið innsláttarvillurnar, en ég er mjög aðþrengdur í tíma vð þessi skrif.

Mér láðist að ljúka frásögninni um bjölluhnappinn og þar sem segir : „það var þessum ofríkismönnum nægilegt” þar vantar inn orðið „ekki”. Sömuleiðis átti frásögninni um bjölluhnappinn að enda á þeirri staðreynd að þessir ofríkismenn aftengdu greinilega bjölluna sem skyldi klingja þegar þrýst er á hnappinn í rammgerðum fangaklefanum.

Því tók sá sem um ræðir upp á því að slá með hnefum eða fæti í rammgerða stálhurðina til að vekja athygli á sér á varðstofunni skammt frá því hann vildi sem fyrr segir komast á salerni, fá vatnssopa eftir að liðnar margar klukkustundir voru liðnar af fangavistinni og fá að hringja á l0gmann eða að þeir gerðu það fyrir hann. Ekki var honum auðvelt að slá því rammgerð tálhurðin fór ekki vel með iljar hans eða hendur.

Því er skemmst frá að segja að hann sló nokkrum sinnum í hurðina á einhverra mínútna fresti allan þann tíma sem hann var látinn dúsa þarna og í 3 skipti kom einhver í örlitla lúgu sem var hægt að opna á hurðinni og þegar hann bar upp erindi sín þá var honum sagt að ef hann yrði stilltur þá kannski fengi hann að hringja eða komast á salerni eða fengi vatnsdreitil. Það gerðist þó aldrei að neitt af þessu væri leyft.

Þá lauk fangavistinni með því að rannsóknarmaður löggæslunnar tók skýrslu um þetta grafalvarllega mál svo allir þættir hins mikla sakamáls væri nú undirritaðir og skjalfestir.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2014 kl. 19:46

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já ég átta mig á því núna að ég hef lesið blogg frænda þíns Ágústs H. Bjarason verkfræðings, en hér er auðvitað um frásögn dr. Ágústs H. Bjarnason grasafræðing en hann þekki ég af góðu af ritum hans og umfjöllun fjölmiðla um áratugi.

Afsakið rugling minn í fljótfærni minni.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2014 kl. 20:17

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Nú klikkaði cacoethes. Hann hefði átt að sjá gæsalöppina fyrir framan. Sem þýðir að þetta er copy-paste frá dr. Ágústi beint. Ég er ekki svo illiterer að ég viti ekki að Bjarnason er ættarnafn sem ég meira að segja má nota sjálfur og var skrifaður svo í barnaskóla en þá breytti ég því sjálfur held ég 10 ára gamall og Jónas Jósteinsson sagði við það tækifæri að sér líkaði vel við svona ÍSlendinga eins og mig,Og ég man það og hann ennþá eftir nær 70 ár. Það var sem sagt dr. ágúst sjálfur sem skrifaði þetta svona í skeyti til mín.

Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 21:11

6 Smámynd: Halldór Jónsson

En annað er gótt frá ér að vanda. Hinsvegar er þetta greinilega verkefni fyrir lögreglustjórann Stefán, sem er afbragð annarra embættismanna að ég hef reynt persónulega, að hreinsa svona arfaklær úr liði sínu.

Halldór Jónsson, 24.2.2014 kl. 21:13

7 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Halldór.

Ég biðst auðmjúklega afsökunar á gönuhlaupi mínu varðandi þennan rithátt á ættarnafni ykkar frændanna. Vissulega yfirsást mér þetta í flýti mínum að koma frá mér pistlinum því mér sveið að heyra en eina frásögnina um offors og hroka löggæslumanna og í flýti mínum að koma þessu frá mér á hraðferð minni annað. Mér til enn meiri hneisu þá man ég eftir að hafa séð gæsalappirnar en í öllum látunum tókst mér að hugsa ekki til þess frekar.

Hitt er rétt að mér hefur þú einmitt ekki sýnst svo illiteraður fram að þessu að þú værir vís til slíkrar yfirsjónar sem þessarar.

Við köllum þetta þá landsföðurlegar ábendingar autoriteta í þessu, sem við erum, til doktorsins sem notar enn ættarnafnið ykkar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.2.2014 kl. 22:59

8 Smámynd: Þorkell Guðnason

Ótti minn um að 0621 hafi efast um flokkshollustu frænda þíns - og talið hann framsóknarmann - hefur aukist til muna, við það eitt, að þú / þið sýnið engin viðbrögð við þessum mjög svo "alvarlegu" vangaveltum.

Hugsið ykkur ef 0621 væri settur til varna við "pólitísku" víggirðingarnar hjá Austurvelli - Ættu kollegar hans þá ennþá vísan stuðning hins þögla meirihluta borgaranna, sem kom lögreglunni til bjargar í búsáhaldabyltingunni?

EN...Hvað og HVAR ætla ESB sinnar að berja ef þeim yrði að ósk sinni um innlimun? Varla mun skarkali frá Austurvelli trufla fundahöld í Brussel !!!

Verum því þakklát þeim sem víggirðingarna berja og minna svo rækilega á að þær eru þó þarna ennþá.

Um þær gildir sama og um gráu hárin:

"Verum þakklát sérhverju gráu hári, það er þó þarna ennþá".

Þorkell Guðnason, 27.2.2014 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband