Leita í fréttum mbl.is

Klárum málið strax!

eins og leiðari Morgunblaðsins segir:

"Það hefur sýnt sig, og kom ekki á óvart, að viðleitni þingmeirihlutans til að taka mikið tillit til minnihlutans, leyfa honum til dæmis að ræða fundarstjórn forseta endalaust og taka til umræðu alls kyns undarleg afbrigði af þeirri einföldu tillögu að draga til baka umsókn um aðild að Evrópusambandinu, hefur engu skilað. Þvert á móti hefur sá litli minnihluti á þingi og annars staðar í þjóðfélaginu sem vill aðild að Evrópusambandinu forherst í baráttunni við þá miklu tillitssemi sem honum er sýnd.

 

Þetta kom ekki á óvart vegna þess að þetta er aðeins endurtekning á því sem áður hefur gerst þegar reynt er að friða þennan hóp og sýna sjónarmiðum hans of mikinn skilning á kostnað hins stóra meirihluta sem vill standa utan Evrópusambandsins.

 

Þessi forherðing sýndi sig til að mynda í fyrirspurn Árna Páls Árnasonar til Bjarna Benediktssonar á þinginu í fyrradag. Árni Páll, líkt og aðrir talsmenn ESB-rétttrúnaðarins, mun aldrei sætta sig við að meirihlutinn fái að ráða í þessu máli og að málið sé afgreitt á eðlilegan hátt í þinginu. Þetta er nú orðið svo augljóst að meirihlutinn hlýtur að fara að átta sig á að tilgangslaust er að reyna að friða þá sem ætla sér með öllum ráðum að fá sitt fram og gefa ekkert fyrir meirihlutavilja Alþingis. Þegar staðan er orðin þessi er ekkert annað að gera fyrir meirihlutann en að afgreiða málið svo sómi sé að fyrir þing og þjóð - og hefja svo vinnu við önnur mál. "

Voru ekki þingmenn kosnir til að reyna að gera eitthvað nytsamlegt fyrir þjóðina annað en að pexa svona glórulaust um mál sem á að fara í gegn?

Hvernig væri að þeir færu að ræða almennt fyrirkomulag á íslenskum vinnumarkaði þegar misfjölmennir hópar geta stöðvað þjóðfélagið allt með því að taka venjulegt fólk í gíslingu með verkföllum til að knýja fram launakröfur sínar?

Þegar almenningur er varnarlaus og getur ekki leitað annað þá er ekki verið að fremja annað en vopnuð rán undir yfirskyni stéttabaráttu. Það er minningarmerkt þegar Reagan forseti endaði verkfall flugumferðarstjóra PATCO með því að reka þá alla og leggja bann við því að þeir væru nokkru sinni aftur ráðnir til ríkisins.Og stóð við það.

Gengur þjóðfélag sem leyfir ótakmarkaða skæruliðastarfsemi og skemmdarverk? Getur þjóðfélag leyft sumum að fyrirlíta þjóðarsátt um verðbólgumarkmið?  Eru einhverjir sem mega bara vera stikkfrí ? Þorir ríkisstjórn okkar ekki að ríkisstjórna?

Verður þá ekki  að einkavæða sem allra mest af starfsemi ríkisins eins og  skóla, sjúkrahúsa og flugumferðarstjórnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420146

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband