Leita í fréttum mbl.is

Gjaldtaka við Geysir

verður Kolbrúnu Berþórsdóttur að yrkisefni í Morgunblaðinu í dag;

Þar segir m.a.:"Erlendir ferðamenn hér á landi virðast líkjast íslenskum ferðamönnum í útlöndum að því leyti að flestir fagna þeir öllu sem þeir fá ókeypis en setja ekkert sérstaklega fyrir sig að borga smáaur fyrir að skoða vinsæla ferðamannastaði. En þar sem það leynist örlítill Scrooge í manneskjunni, og kannski sérstaklega þegar hún er á ferðalagi í útlöndum, þá eru ekki allir ferðamenn sem sjá ástæðu til að skoða svæði sem þarf að borga sig inn á. Menn spara sér þá þann pening, þótt um litla upphæð sé að ræða. Er það alveg jafn eðlilegt og það að stór hópur kjósi að borga sig inn á svæði til að skoða náttúruperlur.

 

Nú er ljóst að ýmsir hafa þá prinsippafstöðu að það eigi alls ekki að taka gjald af fólki sem vill skoða náttúruperlur. Það sé sjálfsagður réttur fólks að skoða náttúruna að vild og beinlínis rangt að láta það borga fyrir aðgang að henni. Hugsunin er: Þetta er Gullfossinn minn - Geysir er hluti af mér - ég vil ekki að náttúra landsins míns sé gerð að ómerkilegri söluvöru.

 

Það er fjarska auðvelt að hafa skilning á þessu ögn rómantíska sjónarmiði sem hljómar svo göfuglega. Staðreyndin er hins vegar sú að ágangur ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins hefur í of langan tíma verið að skaða og eyðileggja náttúruna á þann hátt að ekki verður við unað. Það er falleg hugmynd að hundruð þúsunda ferðamanna geti ár hvert sprangað hamingjusöm um hina sífögru íslensku náttúru sér að kostnaðarlausu, en þegar horft er yfir svæðið sem þarf að þola þennan átroðning þá er sýnin ekki jafnfögur. Það þarf nefnilega að taka til eftir ferðamennina - og eins og svo margt annað í þessum heimi þá kostar það peninga. Það er ekki ósanngjarnt heldur hreinlega sjálfsagt og eðlilegt að fólk borgi hóflegt gjald ætli það sér að skoða helstu ferðamannastaði og náttúruperlur og jafnsjálfsagt er að það fjármagn sem fæst vegna gjaldtökunnar renni til uppbyggingar á þessum svæðum.

 

Gjaldtaka á ferðamannasvæðum er ekki ein af hinum viðbjóðslegu birtingarmyndum kapítalismans heldur skynsamleg aðgerð. Útfærsluna þarf svo að ræða vandlega. Hugmyndin um einn allsherjar ferðamannapassa um landið kann að hljóma eins og heppileg lausn en ekki er víst að svo sé. Sitthvað í sambandi við slíkan ferðamannapassa hljómar eins og afar vond tegund af miðstýringu. Núverandi stjórnvöld vilja vonandi ekki kenna sig við slíkt. kolbrun@mbl.is "

Geysir minn, Gullfoss minn. Hver á Geysi? Er ekki á hreinu að það er ríkið sem á Geysi? Nú ætla prívatmenn að gera Geysi sér að féþúfu. Undir því yfirskini  að ríkið hafi ekki gert nægilega mikið í gerð göngustíga um svæðið.Þeir ætli að laga þá. Kannski?

Ég veit ekki hver á Gullfoss. Hver getur selt inná hann?

En mér finnst fáránlegt að einhver geti selt aðgang að því sem hann á ekki. Þessvegna stenst gjaldttaka einhverra landeigenda við Geysi ekki þó að hún gæti staðist við Gullfoss. Er sjálfgefið að landeigendur hafi einkaleyfi á veitingasölu við ferðamannastaði? Greiðasalan er líka gjaldttaka við Geysi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband