Leita í fréttum mbl.is

Klofningur í Sjálfstæðisflokknum

er óskaland vinstripressunnar, allt frá Sigurjóni M. á Bylgjunni til Ríkisútvarpsins.

Aldrei þessu vant er ég pollrólegur yfir þessum tíðindum. Ég er svo sannfærður um smæð þessa klofnings að ég held að hann sé meira í ætt við flögnun en klofning. Svona eins og menn fá eftir sólbruna.

Kannski eigum við ekki að sýta það að Benedikt Jóhannesson, Sveinn Andri  og félagar reyni þetta.  En ég tel að þetta reynist þeim erfitt og ég hef nú tæpa trú á því að Þorsteinn Pálsson muni leiða þetta.

Reynslan í íslenskri pólitík er afgerandi á móti því að litlir hægriflokkar endist nema skamma ævi. En það eru alltaf einhverjir í stórum flokkum sem eru svo miklu sannfærðari en hinir að þeir geta ekki orðið undir í atkvæðagreiðslum. Og ekki verður málefnabreiddin björgulegri  hjá þessum nýja hægri flokki en hjá Samfylkingunni,- aðeins eitt mál á dagskrá fyrir utan einhverjar almennar skrautfjaðrir . Áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið sem hafa ekki verið í gangi síðastliðin 2 ár er grunnstef hins nýja stjórnmálaafls.

Eigninlega er þetta fyrir mér svo utópísk röksemdafærsla að ég skil hana ekki. Ég trúi því ekki að í pakkanum sé annað en skrifað stendur hjá ESB sjálfu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki svikið neitt þegar hann vill slíta viðræðum formlega. Það er Landsfundarsamþykktin sem gildir hvað sem einstakir menn hafa láti'ð á sér skilja án þess að ég hafi heyrt það.

Ef til vill er það nauðsynlegt að þessi flögnun utanaf Sjálfstæðisflokknum fari fram þó alltaf sé það sorglegt að menn vilji ekki lengur kjósa þær hugsjónir sem flokkurinn stendur fyrir og hafa ekki breyst síðan 1929.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já það er þetta með þessar Landsfundarsamþykktir - þær virðast vega mismunandi mikið hjá ykkur blessuðúm

Kristmann Magnússon, 31.3.2014 kl. 23:07

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Kristmann.

Það hefur ávallt verið passað upp á að þeir sem eru í forsvari á þingi fyrir flokkinn að þeir fylgi samþykktum landsfundar hverju sinni. Auðvitað hefur annað slagið þurft að flengja einstaka þingmenn til að minna þá á í hvaða flokki þeir eru. Menn sem ekki fylkja sér um landsfundasamþykktir þurfa að hugsa sinn gang og velja flokk sem hentar þeim betur ef svo er.

Þessi samþykkt um að vera utan ESB er ríflega 40 ára gömul og var fyrst um EBE. Dóttir þín er ekki fylgjandi slíkum samþykktum, enda með ESB-glýju einmálsfylkingarinnar í augum.

Þá var á einum þremur undanförnum landsfundum ákveðið að henda á bálið þessai landráðaumsókn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans með góðri aðstoð sérfræðingsins í kynlífi laxa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.4.2014 kl. 00:08

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samkvæmt nýrri könnun MMR gæti helmingur Sjálfstæðismanna hugsað sér að kjósa nýtt hægra framboð.  52% kjósenda Bjartar framtíðar sömuleiðis. Þetta eru núverandi hægri flokkar á Íslandi.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.4.2014 kl. 18:03

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Jón Ingi.

Hætu á þessum sterku lyfjum ! Þú ert að fá alls kyns ofskynjanir vegna þeirra greinilega og raunveruleikafirringu.

Endilega fáðu ný lyf sem gera þér ekki þennan óleik !

Björt framtíð er einungis illa lukkaður afleggjari einsmálsfylkingarinnar til að reyna að halda í kjósendur á fölskum forsendum.

Kannanir sýndu undanfarið að meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins eru um 3-5 % þeirra sem vilja inn í ESB.

PUNKTUR.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.4.2014 kl. 18:24

5 identicon

Gáðu að því Jón Ingi að 30.1 % kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að styðja þetta framboð.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2014 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 3420142

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband