6.4.2014 | 13:01
Nýr flokkur
Benedikts Jóhannessonar ætlar að sækja fylgi til Bjartrar Framtíðar samkvæmt könnunum. Margir efast um að það hafi mikil áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem enginn efast um hvar stendur í þessari Evrópusíbylju.
Fyrir mitt leyti fagna ég stofnun þessa flokks. Kosningar myndu þá skera úr um stærð þessa Evrópuarms sem fylgismenn gjarnan undir forystu Benedikts og Sveins Andra og hugsanlega Þorsteins Pálssonar hafa verið að blása upp.
Merkilegast er það þegar flokkaflakkari eins og Guðmundur Steingrímsson talar um frjálsyndi og framfarir undir sinni stjórn í Bjartri Framtíð. Hver er munurinn á boðskap Evrópusinnanana í Samfylkingu og Bjartri Framtíð og væntanlegs flokks Benedikts um að Evran færi Íslendingum stöðugleika og allskyns hvata í efnahagslífinu? Krónan falli stöðugt með tilheyrandi leiðindum fyrir landsmenn og það muni þessir aðilar laga. Hver trúir þessu virkilega?
Má ekki spyrja til dæmis Guðmund Steingrímsson hvernig hann myndi leysa verkfallastudd launamálin ef hér væri Evra sem gjaldmiðill? Hvernig verða sífelldar kauphækkanir framkvæmdar í Evrulandinu Íslandi? Eins og í Þýskalandi til dæmis?
Hvernig er þá hægt cið þessar aðstæður að semja öðruvísi en nú er gert með því að gefa eftir fyrir kröfunum í hverju tilviki eins og nú er gert í trausti þess að síðan verði krónan látin leysa málið með gengisfellingu?
Er það fleirum en mér spurning um hvort Ísland getii búið við annað en eigin gjaldmiðil sem hægt er að fella og fella hvenær sem launþegaflokkarnir hafa ráðist gegn samfélaginu með verkfallsvopnum og gíslatöku?
Að hugsa sér að heill stjórnmálaflokkar skuli lúta leiðsögn slíkra draumóra að við getum gert langrímaáætlanir um upptöku evru og inngöngu í ESB? Flestir telja að krónan verði okkar gjaldmiðill um fyrirsjáanlega framtíð. Guðmundur Steingrímsson talar um það á Sprengisandi að hann vill langtímaáætlun þjóðarinnar um sínar hugmyndir til upptöku Evru og síðan ganga í ESB.
Það er gott að vita að báðar Samfylkingarnar eru sammála um þessa björtu framtíðarstefnu.En er það þetta sem þjóðin vill? ég er ekki svo viss.
Allt þetta kemur í framhaldi af þeim sannleiksorðum Bjarna Benediktssonar á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins að krónan hafi forðað Íslendingum frá atvinnuleysi sem allstaðar í ESB verið miklu meira en hér. Þá kemur Guðmundur Steingrímsson með þá fullyrðingu að Evran eigi enga sök á atvinnuleysi á Spáni. Þar sé bara eðlilegt langtímatvinnuleysi.
Staðreyndin er hinsvegar sú að hér er kannski 5 % atvinnuleysi á móti 12 % að meðaltali í öllum ESB ríkjunum. Nei, þeta kemur Evrunni ekkert við segir Guðmundur.
Hanna Birna spyr á Sprengisandi hvort nýtt hægri framboð sé endilega bara klofningur úr Sjálfstæðisflokknum þegar á að stofna hægri flokkur um inngöngu í ESB. Innganga þangað sé ekki stefna Sjálfstæðisflokksins og þetta geti haft alveg eins áhrif á Bjarta Framtíð. Nú ber svo til að Guðmundur Steingrímssona viðurkennir að svo geti farið enda hníga kannanir að því. En þá skýrist líka hversvegna Benedikt Jóhannessyni og hans félögum er orðið illsætt í Sjáflstæðisflokknum. Þeir eiga þar ekki heima lengur og eru því til lítils gagns fyrir þann flokk.Og mér er líka farið að standa nokkur furða af málflutningi Þorsteins Pálssonar sem mér finnst vera talsvert á öðrum nótum en annarra flokksmanna.
Ég held að stofnun nýs flokks Benedikts Jóhannessonar sem hann boðar við fögnuð viðstaddra á fundi Samfylkingarinnar á Austurvelli sé mér bara líka fagnaðarefni þó kannski af öðrum ástæðum sé..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Já er ekki bara gott að losna við þessa óværu úr flokknum, það eru ekki sannir flokksmenn sem svíkja stefumál flokksins, eins gott að losna við þá strax.!
Eyjólfur G Svavarsson, 6.4.2014 kl. 15:24
Farið hefur fé betra.
Talsmenn afsals íslenzks sjálfsforræðis í hendurnar á erlendum valdsherrum geta átt neitt eðlilegt tilkall til setu í flokki sem kennir sig við sjálfstæði.
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 02:12
... geta ALDREI átt neitt eðlilegt tilkall ...
vildi ég sagt hafa
(ætlaði að segja "naumast átt ..., en fann að það var of veikt)
Jón Valur Jensson, 7.4.2014 kl. 02:14
Þetta var kallað landhreinsun hér á árum áður kæri Halldór.
Menn fagna og taka upp kampavínið sem hefur verið geymt fram að þessu til að opna við heimssögulegt tilefni. Nú losnar Sjálfstæðisflokkurinn loksins við þessi 3-5 % sem tala sem þau væru 95-97 % flokksins !
Ég tek undir með Jóni Vali bloggvini mínum í öllu sem hann nefnir hér.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2014 kl. 03:03
Flokkur sem hefur það að meginstefnu að losa okkur við umráð yfir auðlindum sem og forráðum öðum, það er ekki hægriflokkur.
Menn sem sækja sín helstu stefnumál í handraðana hjá Guðmundi Steingrímssyni og Árna Páli það eru ekki hægrimenn.
En það er ástæðulaust að fjasa mikið um þetta, heldur vona að þessa karaktera bresti ekki kjark á síðustu stundu, en það óttast ég mjög.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.4.2014 kl. 07:49
Reyndar held ég að þetta séu dálítið mikið meira en nokkur prósent og gæti orðið enn eitt stórhöggið fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann hefur smám saman einangrast frá almenningi í landinu og fastafylgi hans er ekki lengur hátt í 40 prósent, heldur meira í ætt við 20-25 prósentin.
Það eru nefnilega ekki bara þessi Evrópumál sem margir flokksmenn eru óánægðir með, heldur svo margt margt annað. Nái þessi flokkur flugi er líklegt að fastafylgi Sjálfstæðisflokksins fari niður fyrir 20 prósentin.
Breyttir vindar sáust vel í síðustu kosningum, því þá hefði átt að vera létt fyrir flokkinn að auka fylgi sitt til þess sem það var áður. Hér hafði þá setið ein versta ríkisstjórn lýðveldistímans og loforðaflaumur um afnám gjaldeyrishafta, skattalækkanir, aukin umsvif í atvinnumálum, niðurgreiðslu skulda og aukna erlenda fjárfestingu, hefði átt að skila einhverju betra en 26,7 prósentum (flokkurinn var í kringum 18-20 prsent um tíma í könnunum). Árið 1987 fékk flokkurinn 27,2 prósent, en það ár bauð Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar fram. Sú útkoma Sjálfstæðisflokksins þótti afhroð á þeim tíma. Nú er fastafylgið orðið minna en afhroðið.
Það eru ótrúlega breyttir tímar. Nú virðist borgarstjórnarflokkurinn vera algerlega höfuðlaus her. Áður var borgin óvinnandi vígi flokksins. Það, þrátt fyrir að borgaraöflin í Reykjavík séu ekki beinlínis hress með setu Jóns Gnarr í stólnum sem Bjarni, Geir og Davíð eitt sinn sátu.
Því miður hefur Sjálfstæðisflokkurinn breyst úr þeirri breiðfylkingu, sem Ólafur Thors kallaði svo vel, stétt með stétt, yfir í eitthvað fyrirbæri sem lætur sérhagsmuni smáhópa ráða ferðinni, enda fer ákvörðunataka ekki lengur fram í Valhöll, heldur á öðrum skrifstofum.
Það er uppskorið sem sáð hefur verið.
Hér má sjá niðurstöður kosninga frá 1931.
Kosningar
1931 43,2
1933 48,0
1934 42,4
1937 40,8
1942 38,3
1946 39,5
1949 39,5
1953 37,1
1959 42,5
1963 41,4
1967 37,5
1971 36,2
1974 42,7
1978 32,7
1979 35,4
1983 38,6
1987 27,2
1991 38,6
1995 37,1
1999 40,7
2003 33,7
2007 36,6
2009 23,7
Halldór Þormar Halldórsson, 7.4.2014 kl. 12:00
Halldór Þormar.
Þú gleymir því að í könnunum hefur komið fram að kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem vilja ganga inn í Evrópusambandið eru innan við 5% af kjósendum flokksins. Nýtt framboð leggur áherslu á inngöngu í ESB þannig að eftir meiru er ekki að slægjast frá kjósendum Sjálfstæðisflokksins. Hins vegar mun slíkt framboð að líkindum ná fylgi frá Einsmálsfylkingunni og dótturflokki hennar niðdimmri Bjartri framtíð.
Ekki skal gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn á gott fylgi víða í kjördæmum eins og sjá má í kosningunum 2013 :
Suðvesturkjördæmi 30,7 %
Suðurkjördæmi 28,3 %
Reykjavík suður 26,8 %
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2014 kl. 12:52
Þetta er rétt athugað hjá Halldóri og ef predíkarinn er ánægður með 26,8 - 30,7% fylgi þá er þetta bara í besta lagi - flokkurinn á rjúkandi uppleið eða hvað ? ? ?
Kristmann Magnússon, 7.4.2014 kl. 16:45
KÆru vinir
Ég man þegar Geir Hallgrímsson var spurður af hverju hann vildi ekki reka Gunnar Thoroddsen úr flokknum eftir þaðsem hann gerði. Hann sagðist ekki hafa verið kosinn til að minnka flokkinn. Það var nú erfitt að horfa upp á Geir þá með Gunnar sjálfan á fundinum.
Við getum snúið dæminu við. Við nei menn förum út og Benedikt verður eftir. Er það betra? Hvað er stjórnmálaflokkurflokkur?
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 1929 um sjálfstæði þjóðarinnar annarsvegar og hinsvegar til að "vinna í innalandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuini allra stétta fyrir augum". Flóknara var það nú ekki. Þessu hefur ekki verið breytt í 85 ár. Kannski er þetta úrelt og lominn tími á að lærðir menn eins og Benedikt umskrifi þetta, jafnvel með hjálp Össurar svo þetta verði nægilega alþýðlegt og alþjóðlegt.
Ég fylgi þessum flokki út á þetta grunnstef. Ef fólk vill ekki kjósa hann í þetta sinn, þá það. Við höfum upplifað sveiflur í fylginu fyrr án þess að mála yfir nafn og númer eins og Kommúnistaflokkurinn gerði í gegn um Sameiningarflokk Alþýðu, Sósíalistaflokkinn, Alþýðubandalagið og svo Samfylkinguna. Allt með spánýjar stefnuskrár skrifaðar af völdu fólki.
Við Sjálfstæðismenn munum taka því sem að höndum ber á grundvelli okkar sannfæringar, lýðræðislegra Landsfundarsamþykkta. Við trúum á okkar málstað hvað sem skítkastinu líður sem á okkur dynur. Okkar tími kemur þá næst ef við bíððum lægri hlut fyrir lyginni núna. Við erum Sjálfstæðisflokkur þjóðarinnar sem trúir á einstaklinginn meira en ríkisvæðingu mannlífsins. Gjör rétt, þol ei órétt. Það er okkar stefna hvað sem menn eins og Mannsi og Halldór Þormar reyna að snúa útúr.
Halldór Jónsson, 7.4.2014 kl. 18:59
Líittu þér nú nær Halldór minn. Athugaðu nú vel hvað þú ert að segja þegar þú talar um lýðræðislegar landsfundarályktanir - þú veist nú alveg betur en þú ert að reyna að segja. Það hefur ekki verið tekið mark á þeim ályktunum fram til þess að þið þurfið endilega að nota ályktunina um ESB ! !
Já og ég held bara að það gæti orðið til góðs ef þið Nei sinnar yfirgæfuð flokkinn - þið hafið verið honum til trafala og alla vega veit ég ekki um einn einasta unga manneskju sem styður við bakið á flokknum, enda viljið þið gamlingjarnir fá að ráða öllu og það kemst ekkert að nema ykkar afdalahugsun - hugsun sem yngra fólki líkar bara alls ekki við
Kristmann Magnússon, 7.4.2014 kl. 22:35
Kristmann !
Ertu gamall bitur maður ?
Sástu ekki skoðanakönnun um aldursskiptingu þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn ? Í Kópavog Halldórs var einmitt stórt hlutfall ungs fólks sem styður Sjálfstæðisflokkinn !
Þú ert á miklum villigötum eins og ég sagði þér um daginn að ekki væri haldið að forystumönnum að halda hinar lýðræðislegu ályktanir landsfunda - það er gert jafnharðan og það gerist og ekki fáir í því !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 7.4.2014 kl. 22:43
Nafni! Ég veit ekkert hvaða Mannsi þetta er og veit ekki af hverju ég á að vera maður eins og hann!
Ég er ekki að snúa út úr neinu. Þetta sem ég birti eru bara ískaldar staðreyndir og könnun sem birtist í dag sýnir að viðurinn í kistunni er enn að fúna og naglarnir sem sífellt eru reknir í hana ná auðveldlega í gegn. Það er rétt að flokkurinn hafi áður upplifað sveiflur í fylgi, en sjaldnast mjög miklar og sveiflan núna er nær aldrei upp á við. Flokkurinn hefur aldrei lifað slíka tíma sem nú og yfir honum hanga enn fleiri rigningarský.
Þú segist styðja flokkinn út á þetta grunnstef. Það er mjög skiljanlegt og ástæða þess að ég studdi hann, en stefið er bara því miður orðið falskt. Þetta er ekki lengur flokkurinn sem Ólafur, Bjarni og Geir stýrðu. Ég er ekki bara að tala um afstöðuna til ESB, heldur svo margt annað. Það einmitt það sem ég held að geti orðið til þess að botni Sjálfstæðisflokksins verði ekki náð og margir muni snúa sér annað ef ekki verða breytingar.
Ég sjálfur er einn þeirra sem hafa hætt stuðningi við flokkinn sem ég gekk í 16 ára gamall og það hefur ekkert með afstöðu hans til ESB að gera, enda er ég ekkert endilega fylgjandi því að ganga þar inn, heldur vegna þess að flokkurinn er vart sjálfráða lengur og litlir hagsmunahópar ráða ferðinni í krafti peninga. Þá eru margir af þeim sem eru í forsvari fyrir flokkinn vart mælandi og röksemdafærsla þeirra oftar en ekki hriplek.
Ég veit satt að segja ekki hvort er verra að stefnumarkandi ákvarðanir um framtíð lands og þjóðar séu teknar í Brussel eða á skrifstofu LÍÚ.
Halldór Þormar Halldórsson, 7.4.2014 kl. 23:43
Já ég veit heldur ekkert hver þessi Halldór Þormar er en líkar bara vel það sem hann segir.
Og við predikarann vil ég bara segja að ég skal tala við hann um landsfundarsamþykktir margra áratuga sem aldrei hafa verið annað en samþykktir og aldrei orðið neitt úr. Þú mátt bara hafa samband við mig í síma 820-0929 þ.e.a.s ef þú þorir að koma undir öðru en dulnefni. Það er nú með ykkur marga íhaldsdurgana að þið þorið ekki að kolma fram undir eigin nöfnum. enda hafið þið oft mjög lélegan málstað að verja.
Það verðu nú munur þegar nýr hægri flokkur verður stofnaður - þá fáið þið nú að sja hvað getur orðið úr þessum 3-4% sem þið eruð alltaf að grínast með.
Kristmann Magnússon, 8.4.2014 kl. 01:02
Hægri verður hann varla enda ekki hægri menn sem vilja sósíalisera landið eða sem eru ESB sinnarinnan ESB.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.4.2014 kl. 01:31
Á svo nýi flokkurinn að heita Landráðafylkingin?
Jón Valur Jensson, 8.4.2014 kl. 02:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.