Leita í fréttum mbl.is

Lánleysi Framsóknar

í Reykjavík er með endemum.

Þarna voru þeir með rosalegt sóknarfæri með Guðna Ágústsyni í 1.sæti og alla flugvallarsinnana sem örugga kjósendur. 3 menn eða meira inn hefði verið raunhæfur möguleiki.  Þess í stað sitja flugvallarsinnar uppi með það að eiga enga örugga talsmenn flugvallarins. Enginn frambjóðandi hefur lýst því yfir að hann ætli að verja Reykjavíkurflugvöll með kjafti og klóm. Það er sama hvað væntanlegur frambjóðandi Framsóknar í 1. sæti segir. Hann er ekki og verður ekki Guðni Ágústsson.

Í bráðsnjöllu erindi á fundi Sjálfstæðismanna í Kópavogi nú fyrir hádegið, fór Óttar Guðmundsson geðlæknir yfir sálfræðilegar sjúkrasögur mikilla stórmenna og greindi þá  útfrá læknisfræðilegu innsæi. Þar kom að geðhöfn stjórnmálamanna hefði ávallt úrslitaáhrif á gengi þeirra og árangur.

Hann nefndi mörg dæmi um þessi atriði.Hann taldi einsætt að leiðinlegir stjórnmálamenn og alvörugefnir ættu engann sjans í að fást við skemmtilega menn og húmorista. Andstæðingar Framsóknarflokksins hefðu ekki óttast annað meira en að Guðni myndi leiða listann því þeir hefðu með engu móti getað fengist við hann á vígvellinum. Hundleiðinlegir mótherjar hefðu steinlegið fyrir húmor Guðna og skemmtilegheitum. Þessvegna taldi hann einsætt að Guðni hefði sópað til sín fylgi sem enginn annar þar sem enginn slíkur húmoristi væri í borgarpólitíkinni. Og raunar ekki heldur í landsmálunum heldur nema þá kannski Össur.

Fólk liti fyrst á gáfur og orðheppni frambjóðenda og léttleika þeirra þegar kæmi að vali. Það væri engin tilviljun að Ólafur Thors og Davíð Oddsson stæðu svona einir upp úr hópi stjórnmálamanna á síðustu öld. Þeirra jafningjar væri hvergi í augsýn.

Bloggari vísar í könnun sína á þessari síðu þar sem Davíð Oddsson nýtur nærri fjórfalds álits umfram aðra stjórnmálamenn samtímans. Enda finnst honum þeir eiga það sameiginlegt að vera mest hundleiðinlegir og hafa enga hæfileika í þá átt að kveikja í fólki hugsjónaelda. Því miður upp til hópa finnst honum þetta vera  áberandi. Þetta pólitíska lið tekur sjálft sig svo hátíðlega að fólk nennir helst ekki að hlusta á það. Því finnst ekki lengur neinn tilgangur í að fara á kjörstað, þetta er svo leiðinlegt lið allt saman og eins í framan. Engin stemning neinsstaðar.

Guðni Ágústsson er allt annarar gerðar eins og Davíð Odssson er líka. Hvar sem þeir koma taka þeir sviðið með húmor sínum og orðheppni.

Það er lánleysi Framsóknar að fá ekki Guðna fram núna. Hann hefði unnið kosningarnar og hefði getað hætt þessvegna strax á eftir. Þetta eru líka byrjun á dapurlegum örlögum Reykjavíkurflugvallar og nútímans ef svo fer fram sem horfir að Dagur B. Eggertsson og vinsta liðið jafn hundleiðinlegt og það er vinna stórsigur í borginni. Já, ég er eiginlega búinn að afskrifa aðra möguleika í stöðunni því miður. Þeim líðst að valta yfir vonlausa kjósendur sem sjá ekki til himins.

Í öðrum bæjarfélögum er Sjálfstæðisflokkurinn á blússandi siglingu og þar ríkir bjartsýni. En skoðanakannanir sýna viðast slakt gengi Framsóknar. Það virðist vanta húmorinn í þann flokk víða. Sama má segja um Bjarta Framtíð og Pírata. Þekkir nokkur skemmtilegan frambjóðanda frá þessum flokkum? Ekki ég. Og þá frá Samfylkingunni, Herre Gud!, þvílíkt einvala húmorslaust leiðindalið.

Mér er alltaf frekar hlýrra til  Framsóknarmanna heldur en annarra þeirra sem ekki eru Sjálfstæðismenn. Lánleysi Framsóknar um þessar mundir rennur mér því  til rifja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband