Leita í fréttum mbl.is

Furðulegur fyrsti maí?

fannst mér þegar ég skoðaði listann yfir ræðumennina.

Þetta var áður baráttudagur verkalýðsins. Verkamanna og kvenna úr Dagsbrún og Framsýn sem höfðu lægstu launin. Alþýðuhetjur þrumuðu um þá byltingu sem þeir ætluðu að framkvæma fyrir þetta fólk. Sumir gleymdu þessu svo snarlega þegar þeir komust á þing eða í bankastjórnir. 

Núna þrumuðu talsmenn þeirra forréttindahópa sem voru kallaðir opinberir starfsmenn og allir öfunduðu. Æviráðnir í örugg skjól og verðtryggð eftirlaun sem öðrum ekki buðust. Svo kom uppmælingaaðallinn sem eitt sinn voru sakaðir um að raka til sín margföldum verkamannalaunum. Gamall formaður opinberra starfsmanna ríkis og bæja og hokinn af setu á Alþingi og í ráðherraembættum. Svo kom fulltrúi Öryrkjabandalagsins. Ég tók ekki eftir því hvort hommar og lesbíur ættu þarna fulltrúa eða aðrir svo göfugir minnihlutahópar. Lítið bar á Verslunarmönnum því þeir voru flestir að vinna þennan dag.

Gegn hverju er verið að tefla á svona baráttudegi? Er þetta ekki sama fólki og öllu ræður? Situr í stjórnum flestra fyrirtækja í gegnum lífeyrissjóðina? Sama fólkið sem sér til þess að þeir lægst launuðu semji fyrstir um svo til ekki neitt vegna félagslegrar ábyrgðar sinnar.  Svo komi flugstjórarnir og ámóta sérfræðingar á eftir,auk tuga sérhagsmunafélaga með stöðvunarvöld,  og sæki sínar kjarabætur með hetjulegri verkfallabaráttu.

Fram þjáðir menn í þúsund löndum. Alltaf gaman að heyra Nallan blásinn af lúðrasveit verkalýðsins fyrst maí. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einn dag á ári hverju klæðast forystumenn launafólks sparifötum og flytja ræður þungar af andgift, þetta er fyrsti maí. Þann annan maí og allt fram til þrítugast apríl ári seinna, er eins og þessir ræðumenn hafi ekki heyrt eigin ræðu. Athafnir þessa fólks er í hróplegu ósamræmi við það sem fram kemur í ræðum þess þann fyrsta maí ár hvert.

Það var annars eftirtektarvert að sjá að ekkert stéttarfélag hafði geð í sér til að bjóða forseta ASÍ til veislu. Hann fékk hvergi að halda ræðu. Því varð hann að láta sér nægja að rita sína hátíðarræðu í fréttasnepil ASÍ, sem enginn les lengur vegna pólitísks áróður sem fyllir þann snepil. 

Gunnar Heiðarsson, 3.5.2014 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 3419716

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband