Leita í fréttum mbl.is

Góð tillaga

hjá Þórarni Jóni á Pressunni. Hann vill halda þjóðaratkvæði um inngöngu í ESB á 17 júní n.k. Hann lýkur greininni með þessum orðum:

".................Með kostum og ...

Því hefur verið haldið fram, að við Íslendingar séum búnir að innleiða um 75 til 80 prósent af regluverki ESB í gegnum EES-samninginn. Þannig höfum við þegar hagnýtt okkur alla helstu kostina sem bjóðast í samskiptum Evrópuþjóða. Aðildarsinnar þola ekkert hálfkák og vilja allan pakkann með öllum kostum - og göllum. Hvers vegna ekki að stíga skrefið til fulls, þó það hafi í för með sér að við þurfum að gefa eftir forræði okkar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum með inngöngu í ESB?

Viðeigandi dagar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu

Verum ekkert að tvínóna við verkið. Drífum í þjóðaratkvæðagreiðslu og fáum fram vilja þjóðarinnar. Spyrjum ekki loðinna spurninga. Könnum bara ósköp einfaldlega hvort menn vilji ganga í ESB eða ekki. Mér sýnist viðeigandi að atkvæðagreiðslan fari fram um miðjan júní. Annað hvort fjórtánda júní, þegar þrjátíu ár verða liðin frá því að kvótakerfinu var komið á, eða sautjánda júní, þegar slétt sjötíu ár verða liðin frá því að íslenska lýðveldið var stofnað á Þingvöllum og fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins staðfest.

Pakkajól

Móðir mín var 19 ára við lýðveldisstofnun. Hún minnist oft þeirrar gleði sem skein út úr hverju andliti þegar að fyrsta stjórnarskrá lýðveldisins hafði verið staðfest. Í ávarpi, sem Ólafur Thors flutti daginn eftir á fjölmennum útifundi í Reykjavík, líkti hann sögu þjóðarinnar við ferðalag:„Íslendingar, vér erum komnir heim. Vér erum frjáls þjóð“, sagði hann löndum sínum.

Ef þjóðaratkvæðagreiðsla á þjóðhátíðardegi okkar í sumar leiðir í ljós að landsmenn séu tilbúnir til að afsala sér frelsinu til bírókratanna í Brussel er hægt að ganga rösklega í að ljúka viðræðunum. Ef Evrópusambandið er eins æst í að fá Íslendinga í félagsskapinn og látið er í veðri vaka ætti allt að vera klappað og klárt eftir níu mánuði og fá landsmenn þá upplifað sannkölluð pakkajól.

Guð blessi Ísland! "

Hvaða hálfkák er þetta? Þjóðaratkvæði um að klára aðildarviðræðurnar? Á Þorsteinn Pálsson og Össur að gera það?

Er ekki rétt að þjóðin greiði um það atkvæði á 17. júni hvort hún vilji ganga í ESB og klára kvótamálið og fleira sem Þórarinn Jón bendir á í greinnni að leysist með inngöngu?

Er þetta ekki góð tillaga hjá Þórarni Jóni? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú átt að vita það eins vel og ég, að ESB-pakkið og allir þeirra viðhlæjendur og nytsömu sakleysingjar vilja einmitt EKKI þessa spurningu til þjóðaratkvæðis, "hvort þjóðin vilji ganga í ESB". Um leið og farið væri að jánka því að bera þessa sp. undir þjóðina, væri búið að rétta þessu síklifandi liði litla fingurinn, en þeir þar vilja bara spurningu eftir eigin höfði (sem hörðu ESB-sinnarnir telja sig öruggari um, að ekki yrði sagt NEI við -- en gefið gæti hins vegar Þorsteini Pálssyni áframhaldandi hálaunavinnu), þessa spurningu: "Viljið þið áframhald ESB-viðræðna?" (þora jafnvel ekki að segja: "áframhald samningaviðræðna", af því að jafnvel margir þeirra vita (beint frá ESB), að það er LYGI, að verið sé að SEMJA um nokkuð verulegt; sbr. HÉR!!!!).

Og hraðlygni Þorsteinn lýgur enn í Fréttablaðinu í dag, meira um það á eftir.

En réttum ekki þessum púkum litla fingurinn, Halldór minn!

Jón Valur Jensson, 3.5.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Það er alveg merkilegt með þennan Jón Val, sem ég kynntist líttillega 1987, a hann getur aldrei sent neitt frá sér nema með ljótum orðum um þá sem ekki eru honum sammála. Þetta er allt ESB Pakk, viðhlæjendur, hraðlygni Þorsteinn lýgur og svo eru andstæðingar hans auðvitað púkar.

Svona menn eiga að líta í eigin barm áður en þeir fara að senda svona viðbjóð frá sér.

Það er allt í lagi að vera ekki á sama máli og aðrir en það þarf ekki að nota svona viðbjóð til að tjá sig

Kristmann Magnússon, 3.5.2014 kl. 22:23

3 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Spurningin yrði klárlega að vera:

Vilt þú gera samninganefndina út á ný þar sem fallið yrði frá 200 mílna yfirráðum og sömuleiðis frá yfirráðum yfir fiskimiðunum niður í 12 mílur?,

(svo hægt sé að byrja þar sem Össur og frægi fv forsætisráðherrann Þorsteinn strönduðu á skeri og húka þar enn.

Þeir losna ekki við Strandkapteins stöðuna nema þjóðin gefi próventu sína með því að gefa eftir landhelgina í 12 mílur og fiskveiðiréttindin með í kaupbæti!)

Evrópuþjóðirnar sem geta auðveldlega vísað í aldagamla veiðireynslu, þrátt fyrir nokkra áratuga veiðistopp í kjölfar þorskastríða eru að gera sig klára í að allt gangi þeim í hag að lokum.

(Bara að bíða þolinmóður við músaholuna og við munum veiða vel sagði fressið við högnann.)

Kolbeinn Pálsson, 3.5.2014 kl. 22:30

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kristmann ætti nú ekki að velja þá leið að skrökva hér -- það hittir engan fyrir nema hann sjálfan. Vesalings klaufinn, því að sú alhæfandi fullyrðing hans, að ég "get[i] aldrei sent neitt frá [m]ér nema með ljótum orðum um þá sem ekki eru [mér, JVJ] sammála," afsannast í hverri einustu viku á aðskiljanlegum vefsíðum sem ég á leið um.*

En um hraðlygna Þorstein í Fréttablaðinu átti ég eftir að koma hér með staðfestingu orða minna. Kemur rétt á eftir.

PS. Góður þessi Kolbeinn.

* T.d. hér:

http://krist.blog.is/blog/krist/entry/1377349/#comment3508999

hér:

http://blog.pressan.is/baldurkr/2014/04/18/thess-vegna-er-eg-kristinn/comment-page-1/#comment-2334

og hér:

http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/1378420/#comment3509462

og hér:

http://islandsfengur.blog.is/blog/islandsfengur/entry/1380276/#comment3510326

+ http://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/1364839/#comment3502724

og ef Kristmanni þykir þetta ljótur viðbjóður, þá hann um það:

http://maggib.blog.is/blog/maggib/entry/1378420/#comment3509596

já, og hér:

http://sjonsson.blog.is/blog/sjonsson/entry/1381026/#comment3510612

Jón Valur Jensson, 4.5.2014 kl. 02:40

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þorsteinn ritaði í grein sinni í Fréttablðinu þennan laugardag:

"Vera má að það hafi villt um fyrir forystumönnum stjórnarflokkanna að hörðustu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu hafa í reynd sakað þá um að brjóta gegn ályktunum landsfundar og flokksþings með kosningaloforðinu. Þær ásakanir styðjast bara ekki við sterk rök."

Ég undirstrika hér fölsunarviðleitni Þorsteins. Sannarlega var það ekki í samræmi við landsfund Sjálfstæðisflokksins að fara að ljá máls á þeirri þjóðaratkvæðagreiðslu "um framhald viðræðna" sem Samfylkingar- og ESB-fylginautar (fyrst og fremst þeir, en ýmsir aðrir líka, dáleiddir af stöðugri klifan málsins í meirihluta fjölmiðla) krefjast nú. Bjarni var þar ótvírætt að brjóta gegn ályktunum landsfundar. En um þær geta menn t.d. lesið þessa greinargóðu frásögn Sigríðar Ásthildar Andersen, varaþingmanns Sjálfstæðisflokks, í Mbl.grein 20/2 sl.: Landsfundur talaði skýrt, þar sem hún segir m.a.:

"Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum Evrópusambandsins er ákaflega skýr. Hana mótaði síðasti landsfundur, æðsta vald í málefnum flokksins. Í fyrsta lagi er stefna Sjálfstæðisflokksins sú að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið. Í öðru lagi, og það er mjög mikilvægt, tók landsfundur þá skýru ákvörðun að Sjálfstæðisflokkurinn vill að aðildarviðræðum verði hætt. Þótt slík stefna liggi auðvitað í augum uppi, fyrst flokkurinn vill að Ísland standi utan Evrópusambandsins, var mjög mikilvægt að landsfundur kvæði skýrt á um að aðildarviðræðum yrði hætt.

Landsfundur sagði meira

En landsfundur sagði ekki aðeins að aðildarviðræðum yrði hætt. Fundurinn gerði fleira og það skiptir einnig verulegu máli. Það var nefnilega lagt til, í upphaflegum drögum að ályktun, að stefna Sjálfstæðisflokksins yrði sú að gert yrði „hlé“ á aðildarviðræðunum. Því hafnaði landsfundurinn. Landsfundur beinlínis hafnaði þeirri tillögu að gert yrði hlé á viðræðunum og ákvað að stefna Sjálfstæðisflokksins væri þvert á móti sú að viðræðunum skyldi slitið. Það var í þessu samhengi sem fundurinn bætti því við að slíkar viðræður, sem þá skyldi búið að slíta, skyldu aldrei hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var varnagli. Þannig er stefna flokksins auðvitað ekki sú að efnt skuli til atkvæðagreiðslu núna, um það hvort aðlögunarviðræðunum verði haldið áfram. Landsfundur, æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins, tók af skarið. Viðræðunum skal einfaldlega slitið. Og að því búnu skal það tryggt að aldrei verði farið aftur í slíkar viðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu."

Þetta er kjarni málsins, en Þorsteini Pálssyni er ekki annt um sannleikann í þessu máli, heldur hamrar á ábyrgðarlausu hjali nokkurra stjírnmálamanna sem töluðu EKKI í samræmi við bindandi samþykktir flokka sinna á þeirra stærstu samkomum.

Jón Valur Jensson, 4.5.2014 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband