í baráttu sinni fyrir framhald aðildarviðræðnanna við ESB sem hann stýrði í umboði síðustu ríkisstjórnar. Skyldi hann sjái sjálfan sig á ný í forystu fyrir nýrri sendinefnd ef núverandi ríkisstjórn færi að taka slíkar viðræður upp aftur eftir að fyrri ríkissjórn lagði þær á ís?
Þorsteinn skrifar svo í Fréttablaðið á laugardaginn um áhrif undirskriftasöfnunar vegna áframhalds viðræðnanna:
"..........Engu er líkara en viðbrögð almennings hafi komið báðum stjórnarflokkunum í opna skjöldu. Loforðin voru þó bæði skýr og afdráttarlaus. Vera má að það hafi villt um fyrir forystumönnum stjórnarflokkanna að hörðustu andstæðingar frekari evrópskrar samvinnu hafa í reynd sakað þá um að brjóta gegn ályktunum landsfundar og flokksþings með kosningaloforðinu. Þær ásakanir styðjast bara ekki við sterk rök.
Þingflokkum beggja stjórnarflokkanna mátti því vera ljóst að áform um að svíkja kosningaloforðin myndu valda ólgu. En fallast verður á að viðbrögð almennings hafi orðið sterkari og öflugri en nokkurn mann gat grunað. Trúlega þarf því að leita að dýpri skýringu en felst í tilvísun í það eitt að loforð hafi verið svikin.
Í aðalatriðum hafa verið tveir skólar um leiðir til að reisa landið við. Önnur er að nota krónuna eins og fyrir hrun. Hin er að innleiða öfluga og gjaldgenga mynt. Augljóst er að margir vildu í byrjun gefa ríkisstjórninni svigrúm til að sýna að fyrri leiðin væri fær. Vonin um að þetta mætti takast hefur á hinn bóginn dvínað. Það hefur einfaldlega ekki tekist að halda henni lifandi gagnvart nægjanlega mörgum.
Við þær aðstæður er sá ótti í röðum kjósenda ekki óeðlilegur að það geti beinlínis skaðað hagsmuni landsins að loka hinni leiðinni eins og ríkisstjórnin ætlaði að gera. Þessi beygur gæti skýrt viðbótarþunga undiröldunnar. Það er því skynsamlegt að íhuga stöðuna í víðu pólitísku og efnahagslegu samhengi. "
Þorsteinn hamrar hér enn að gefnin hafi verið kosningaloforð um að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði áður en viðræðum yrði slitið við ESB. Hann hefur hvergi getað tilfært því stað að þessu hafi verið lofað af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki seinna vænna en að hann færi rök fyrir því að einhver annar en Landsfundur geti skuldbundið þann flokk.
Enn fáranlegra er að halda því fram að einhverri leið til síðari landsölu hafi verið lokað þó að viðræðum sé slitið. Það er galopið fyrir nýja fullveldisframsalsríkisstjórn að biðja um viðræður á ný. Ætli ESB bíði ekki með útrétta arma ef slíkt byðist? Dettur einhverjum annað í hug?
Þorsteinn Pálsson bregst ekki í þjónustu sinni við það eina málefni sem hann um skrifar á síðustu tímum og heill stjórnmálaflokkur byggir sína tilveru á.
Baráttumálefnið er að uppgjöf verði viðurkennd í efnahagslegri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar með því að koma Íslandi undir forsjá Brusselvaldsins með öllu sem því fylgir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.