Leita í fréttum mbl.is

Nafnleynd

er sagt vera skilyrði tíuþúsund undirskrifara fyrir því að setja nafn sitt á 55 þúsund manna mótmælalistann gegn þingsáyktunartillögu  ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðunum við ESB.

Hvað óttast þetta fólk ef satt er?

Hvað er fólk að biðja um? Að ríkisstjórn sem vill ekki ganga í ESB sendi sitt fólk til Brussel til að semja um aðild fyrfir Íslands hönd? Eða á hún að senda  gömlu samningamennina Þorstein Pálsson, Össur og Stefán sem sína fulltrúa?

Af hverju skrifa fimmtíuogfimmþúsund manns undir beiðni um þessi undarlegheit?

Er það af því að öllum finnst svo gaman að þjóðaratkvæði eins og var í Icesave kosningunum?

Um hvað á að spyrja?

1.Viltu halda áfram aðildarviðræðum?

2.Viltu ganga í ESB?

Mætti seinni spurningin yfirleitt vera með  því hún gæti upphafið fyrri spurninguna? Er ekki hægt að spyrja þjóðina um neitt annað en áframhald aðildarviðræðna?

Hvar er röksemdafærslan?

Hvaersu lengi á að halda því fram að stjórnarflokkarnir hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um fyrri spurninguna án þess að  tilfæra þau skuldbindandi orð, stað þeirra og stund.

Til hvers er óskað nafnleyndar ef maður skrifar undir áskorunarlista? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristmann Magnússon

Já Halldór Sko - þú ert bara að fara að ! !skilja þetta því að fyrst spyrjum við hvort við viljum halda áfram með samningaviðræður og þegar þeim er lokið og samningur liggur fyrir verður hann lagður undir dóm kjósenda og þeir spurðir. Viljið þið á grundvelli þessa samnings ganga í ESB eða ekki. Þetta er nú ekki fló0oknara en þetta og virkilega gaman að þú skulir vera búinn að átta þig á þrepunum í þessu.

Nafnleynd - ekki veit ég um neina nafnleynd - það mega allir vita að ég skrifaði under þessa áskorun og er bara stoltur af því.

Um loforðin þarf ekkert að ræða - þau eru öll til bæði á filmum og á prenti

Kristmann Magnússon, 4.5.2014 kl. 21:03

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi, þú þráast við að skilja ekki grundvöllinn. Þú gefur þér að fólk vilji ganga í ESB ef nógu vel er smurt og mútað.

Grunnspurningunni um hvort fólkið vilji ganga í ESB hefur þjóðin svarað með NEI.

Ef við spyrjum fyrst hvort þetta sé einhver misskilningur og sem var staðfest í síðustu Alþingiskosningum að þjóðin bara vilji ekki selja landið sitt undir erlent vald, þá er hin spurningin marklaus með öllu.

Það er staðreynd málsins, ekki hvort þjóðin vilji afsala sér fullveldinu ef þið kratarnir getið fengið nógar gjafir og smurning fyrir ykur sjálfa.

Halldór Jónsson, 4.5.2014 kl. 23:08

3 Smámynd: Kristmann Magnússon

Nei Halldór minn - ég held að það sért þú sem villt ekki skilja grundvöllinn. Það er enignn að tala um smurning eða mútur og grunnspurningunni um hvort við vijum ganga í ESB var alls ekki svarað í síðustu kosningum - þar var kosið um hvort fólkið vildi fá 300 milljarða á silfurfati til að læakka skuldir heimilanna. Sem síðan hefur verið og verður sennilega allt saman svikið að hætti framsóknarmann.

Það er enignn að tala um að afsla sér fullveldinu - Hafa Frakkar, Þjóðverjar, Belgar og öll hin löndin eitthvað afsalað sér fullveldi - Öll eru þessi lönd með eigið fullveldi, en vinna saman á fjölda sviða öllum íbúum til góðs.

Við hvað eru þið hræddir þessir ant-ESB sinnar - að samningurinn verði kannski of góður - Ég er búinn að segja þér og öllum sem heyra vilja að ef við náum ekki fram alla vega sæmilega góðum samningi fyrir okkar land þá segi ég bara NEI, en ég vil fá að sjá hversu langt við náum í samningum en það treystið þið ekki einu sinni til að gera. Þykist bara vita allar niðurstöður , en vitið svo ekki neitt

Kristmann Magnússon, 5.5.2014 kl. 00:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Var ekki samningsviðræðum frestað vegna skilyrða ESB um óheftan aðgang að fiskimiðum og ósveigjanleika í landbúnaðarmálum?

Sé það rétt, höfum við séð innihald pakkans og viljum ekkert með hann hafa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.5.2014 kl. 06:06

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Kristmann Magnússon.  Það er í raun ekki um neinar samninga viðræður að ræða, eða hvað var Össur að semja um? 

Til þess að ganga í Evrópusambandið þá er ekki nóg að sækja um, það þarf að fara í gegnum allt aðlögunar ferlið og það er eins og það stendur nú fullmótað af refum sambandsins.  Því verður ekki breitt, en við eigum að breyta okkur og því er ekki um neitt jafnræði til samninga að ræða.

Þegar aðlögun væri lokið þá værum við í raun gengin í þetta refaholu samband, en værum nánast áhrifa laus eins og sitjandi á einhverju færibandi fyrir utan refaholurnar.

Hrólfur Þ Hraundal, 5.5.2014 kl. 06:34

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Segðu þetta aftur, Halldór. Ertu að segja að 10 þúsund undirskriftir hafi verið ógreinanlegar, eða það sem í daglegu tali er kallað NN?

Ragnhildur Kolka, 5.5.2014 kl. 09:52

7 Smámynd: Kristmann Magnússon

Heimir - Þar sem þú setur þetta fram í spurningaformi svara ég þér bara með NEI - Það hefur ekkert komið fram um að EB hafi heimtað aðgng að fiskimiðum og óheftan innflutning á landbúnaðarvörum.

Hinvegar væri allt lagi að fá óheftan innflutning á landbúnaðarvörum - Bændasamtökin og vinir þeirra eru búnir að gleyma EFTA samningnum sem bændameirihlutinn á þingi á þeim tíma gaf iðnaðinum 10 ára aðlögunartíma til að mæta óheftum innflutningi á iðnaðarvörum til landsins og bæði Heimir og Hrólfur - auðvitað eru þetta samningaviðræður. látið ekki svona bull út úr ykkur

Kristmann Magnússon, 5.5.2014 kl. 13:22

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Er einhvers staðar hægt að sjá listann. Maður verður að rannsaka hvort einhver hefur hugsanlega sett mann á listann. Ekki treysti ég þessum ESB-fuglum.

FORNLEIFUR, 5.5.2014 kl. 18:13

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Mannsi, komdu með eitt loforð á mynd og prenti sem skuldbindur Sjálfstæðisflokkinn. Þú getur það ekki því aþað hefur aldrei verið gefið.

Já frú Kolka, mér er sagt að menn hafi skilyrt undirskrift sína því að hún væri trúnaðarmál. Hver fer með trúnaðinn veit ég ekki, sjálfsagt samfylkingin.

Já Fornleifur, nafn manns getur verið sett á svona lista án þess að maður hafi hugmynd um.

Mannsi, hefur ekkert komið fram um aðgangað fiskimiðunum? Hefurðu ekki heyrt um sameiginlega sjávarútvegsstefnuna? Sem Norðmenn fengu ekki undantekningar frá. En við þá áreiðanlega?

Og svo verður þú herskyldur líka skv. Lissabon. Flott verðurðu í t.d.gömlum endursniðnum búningi sem Gauleiter Mannsi,

Halldór Jónsson, 5.5.2014 kl. 22:42

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er búin að kalla eftir honum og vil fá að sjá, því lengi vel voru 2- listar í gangi,sem aðstandandi þeirra sagði í fréttum að ekki væri útilokað að sumir hefðu skráð sig á báða. En þeir hafa víst farið yfir þetta,samt vil ég fá að skoða hann.

Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2014 kl. 23:31

11 Smámynd: Halldór Jónsson

Helga mín, mín tilfinning er að þú megir lengi bíða eftir að fá aðsjá þetta plagg. En ef þú færð það, gáðu hvort ég er á listanum þó ég hafi aldrei skrifað á hann.

Halldór Jónsson, 6.5.2014 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband