Leita í fréttum mbl.is

Útsvarið skiptir öllu

fyrir launþegann bendir Óli Björn Kárason okkur á í Morgunblaðinu í dag. Hann vekur athygli á því að útsvarsprósentan skipti skattborgarann mun meira máli en tekjuskattskerfið. Útsvarið nemi 134milljörðum meðan tekjuskatturinn sé 101 milljarður. Samt er öll pólitíska umræðan um það hvort fitla megi við tekjuskattskerfið með breytingu á persónufrádrætti hér, vaxtabótum þar og heimilisuppbótum. Endalaust hífa, slaka,hífa slaka.

Bjarni Benediktsson er skammaður fyrir að lækka ekki tekjuskattinn meira meðan Ármanni Kr.Ólafssyni í Kópavogi  er hrósað fyrir sérstaka ráðdeild í rekstri. Alveg án tillits til þess að Kópavogur leggur á 14.48 % undir hámarkinu sem Reykjavík leggur á 14.52%. Ármann er 0.28 prósent lægri en hámarkið 14.52 meðan Seltjarnarnes er 5.65 % lægri með 13.7% útsvarsprósentu. Íbúi á Seltjarnarnesi getur því unnið 3 útsvarslausar vikur fyrir sjálfan sig á umfram Kópavogsbúann. Er Ásgerði Halldórsdóttur frænku minni á Nesinu  hrósað nægilega í fjölmiðlum fyrir þetta? 

Þarna er það sem kjósandinn og útsvarsgreiðandinn á að heimta skýr svör við í kosningabaráttunni.

Hvað ætlar þessi framboðslisti eða hinn að gera í útsvarsprósentunni? Ætlarðu að hafa hana í botni? Eða ætlarðu að hafa hana eins og í Skorradalshreppi þar sem útsvarspósentan er 12.44% og gefur útsvarsgreiðandanum nærri tvo útsvarslausa mánuði umfram Kópavogsbúann til að vinna fyrir sig eingöngu?

Útsvarið skiptir launþegann miklu meira máli en það sem þingið er að gutla með alla daga, hífa hér, slaka þar. 

Hver á útsvarsprósentan að verða eftir kosningar? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Við skulum ekki gleyma Garðabæ, næsta bæ við Kópavog, þar sem útsvarsprósentan er einnig 13,7%, eða 5,65% lægri en í Reykjavík þar sem útsvarið er heil 14.52%.

Ég er hræddur um að allir átti sig ekki á að munurinn er 5,65% en ekki 0,82%, eins og sumir fá kannski út þegar þeir (ranglega) nota mismuninn á prósentustigunum.

Maður verður oft var við þannig hugsanavillu. Ef til dæmis vextir eru hækkaðir úr 5% í 6% þá er hækkunin ekki 1% heldur heil 20%.

Ágúst H Bjarnason, 7.5.2014 kl. 11:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll frændi

ætli það sé ekki svo að sá sem á vondan málstað að verja notar 1 % hækkun yfir það að fara úr 5% í 6 % eins og launþegafélög sem eru búinað semja um meiri verðbólgu. Hinir sem vita betur þegja kannski af praktískum ástæðum nema þegar kemur að því að þeir þurfi að sækja.Þá grípa þeir 20%in

Halldór Jónsson, 7.5.2014 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband