Leita í fréttum mbl.is

Fasteignagjöld

skipta ekki síður máli en útsvarpsprósentan. Þau eru mjög mismunandi eftir sveitarfélögum. Það afleita við fasteignamatið sem liggur að baki gjaldstofninum er að það mælir sveiflur á markaði. Ef hverfi hækkar í verði þá verða gamalgrónir íbúar að greiða hærri gjöld af því að nágranninn selur vel.

Á Seltjarnarnesi borga menn  0.210% í fasteignagjöld meðan í Garðabæ borga menn 0.26% af fasteignamati, 0.270% í Kópavogi og 0.28 % í Hafnarfirði. Hafnarfjörður er þannig þriðjungi dýrari hvað þetta varðar en Seltjarnarnes og Kópavogur litlu skárri.

Sveitarstjórnarmenn bera það fyrir sig að greiðslur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga skerðist ef þeir eru ekki með útsvarið í botni. Er þetta svona svipað og að menn þiggja ekki vinnu af því að bæturnar skerðist? Allt miðað við aumingjaframfærsluna að vanda. Lægsti samnefnarinn ræður.

Fasteignagjöld og útsvar skiptir íbúana mestu máli þegar kemur að kosningum til bæjarstjórnar. Þeir eiga að krefjast svara fyrirfram af frrambjóðendunum. 

 

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 3420105

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband