9.5.2014 | 19:03
Ósk um þjóðaratkvæðagreislu
má lesa í pistli Illhuga Jökulssonar á Eyjan.is.
Hann segir:
"Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lýstu skýrum vilja til þess fyrir ári að þeir vildu ekki að Ísland gengi í Evrópusambandið.
En jafn skýrt var að þjóðin ætti að hafa síðasta orðið um hvort umsóknin fræga yrði dregin til baka.
Með því að ætla sér að draga umsóknina til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu hafa Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð og Gunnar Bragi því gerst ósannindamenn sem gerir þá að ómerkilegum stjórnmálamönnum.
En ekki bara þeir leiðtogarnir heldur líka allir þeir fótgönguliðar í þingflokkunum tveim sem ætla að taka þátt í að ganga gegn bæði skýrum vilja þjóðarinnar og eigin kosningaloforðum.
Þau eru ekki bara traustur þingmeirihluti Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs og Bjarna Benediktssonar, einhver grár andlitslaus massi.
Þau eru líka einstaklingar með samvisku.
Willum Þór Þórsson er ekkert stikkfrí.
Valgerður Gunnarsdóttir getur ekkert afsakað sig með því að hún sé bara að hlýða fyrirskipunum.
Elsa Lára Arnardóttir verður að eiga það við samvisku sína hvort hún vill í upphafi stjórnmálaferils, sem án efa gæti orðið langur og glæstur, ganga í berhögg við augljósan vilja þjóðarinnar sem réði hana til þingstarfa.
Brynjar Níelsson verður að gera upp sig hvort honum finnist í rauninni lýðræðislegt að þjóðin fái ekki sjálf að taka þá mikilvægu ákvörðun sem hér um ræðir eða hvort hann ætlar glaðbeittur að eltast skottið á Gunnari Braga í málinu.
Jóhanna María Sigmundsdóttir þarf að íhuga hvernig hennar orðspor í pólitík á að verða.
Þetta snýst nefnilega ekki bara um þrjá fjóra ofstækisfulla foringja.
Þetta snýst líka um fótgönguliðana sem ætla bersýnilega bara að gera það sem þeim er sagt.
Skítt með kosningaloforð.
Skítt með vilja þjóðarinnar í skoðanakönnunum.
Skítt með mótmælafundi á Austurvelli.
Skítt með 56.000 undirskriftir.
Og það sem verst er:
Skítt með heilbrigða skynsemi sem hlýtur þó að segja hverjum ærlegum manni að svona mikilvæga ákvörðun eins og um ESB á ekki að taka nema hafa allar upplýsingar í höndunum það er að segja fullbúinn samning.
En þau Willum Þór, Valgerður, Elsa Lára, Brynjar og Jóhanna, þau ætla bara að segja skítt með þetta allt og líka skítt með heilbrigða skynsemi.
Við ætlum öll að gera eins og Gunnar Bragi Sveinsson leggur okkur fyrir, segja þau.
Það eitt er rétt, segja þau. "
2.málsgrein byrjar með hreinni lygi.
3. málsgrein er skítkast útfrá lygi, allavega hvað Sjálsftæðisflokkinn varðar.
Þetta er áframhald á lyginni um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lofað þjóðaratkvæði um hvort aðildarviðræðurnar myndu halda áfram.
Landsfundur er sá eini aðili sem getur skuldbundið Sjálfstæðisflokkinn.
Hann ályktaði að aðildarviðræðum skyldi hætt og þær yrðu ekki hafnar á ný nema að undagenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Hvað einstakir flokksmenn kunna að hafa sagt við þetta eða hitt tækifæri breytir engu hér um .
Flokkurinn vill slíta aðildarviðræðunum strax og ljær ekki máls á að þær verði hafnar á ný nema þjóðin hafi verið spurð.
Um hvað vilja Evrópusinnar spyrja þjóðina?
Hvort senda eigi samningamenn til Brussel að hefja aðildarviðræður á ný eftir langt hlé? Hvernig verður erindisbréf slíkra samningamanna frá núverandi ríkisstjórn Íslands?
Þarf ekki þjóðin fyrst að svara því, ekki bara Samfylkingarfólk, VG-liðar eða aðrir Evrópusinnar, hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið yfirleitt?
Þora aðildarsinnar í þjóðaratkvæði um grundvallarspurninguna? Getum við framkvæmt hana og látið þjóðina svara þessu: ESB; Já eða Nei.
Samfylkingin og VG sýndu sitt rétta andlit og lýðræðisást þegar þeir svikust að þjóðinni með því að sækja um aðild og neita þjóðinni um að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þessir flokkar vilja lauma þjóðinni inn í ESB í gegn um Alþingi og leita síðan samþykkis með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig átti að framkvæma fullveldisafsalið í tíð fyrri stjórnar.
Það tókst ekki vegna innbyrðis ósættis. Framhaldið eru þessar stanslausu álygar og undirróður svonefndra Evrópusinna.
Er það tæknilega hægt að koma á bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu öðruvísi en með atbeina Forseta Íslands til að brúa einhverja gjá milli þings og þjóðar? Verður Forsetinn að neita að skrifa undir lög eins og Icesave?
Getur Alþingi eitt og sér óskað eftir og efnt til skuldbindandi þjóðaratkvæðagreiðslu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 41
- Frá upphafi: 3419714
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 35
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Á hvaða vegg hefur þú eiginlega gengið Halldór minn. Þú ert bara allt annar maður en ég þekkti hér áður fyrr.
Þú þrástaglast á því að Landsfundarsamþykktir séu þær einu sem gildi hjá Sjálfstæðisflokknum. Það er nú ekki að sjá að það sé mikið að marka þær samþykktir sem hafa verið gerðar þar í sambandi við tolla og vörugjaldsmál sem hafa verið samþykktar minnsta kosti á 15-230 síðustu landsfundum en síðan hefur ekkert gerst. Getur verið að það sé einhver áherslumunur á því hvað er samþykkt á þessum blessuðu, Landsfundum ykkar.
Og hvernig eigum við að geta sagt hvort við viljum ganga í ESB þegar enginn samningur liggur fyrir. Þessi síendurtekni áróður ykkar um að allt sé klappað og klárt í stofnsamningi og engu sé hægt að breyta er enn ein íhalds og framsóknarlygin hjá ykkur.
Því hefur alltaf verið lofað að þegr samningur liggur fyrir þá verður hann lagður fyrir þjóðina til höfnunar eða samþykktar engin ráðgefandi þjóðaratakvæðagreiðsla
Kristmann Magnússon, 9.5.2014 kl. 21:48
Komið nóg af endalausum skotum Kristmanns gegn Halldóri. Hvor ætli hafi gengið á vegg? Hvor ætli skilji ekki? Illugi veður villu með kolrangt mál, mætti ég kalla það lygar? Og Kristmann getur enn ekki skilið að stjórnarflokkarnir lofuðu þessu alls ekki.
Elle_, 9.5.2014 kl. 22:52
reyndar er þetta hárrétt hjá Kristmanni - vitur maður þar sýnist mér
Rafn Guðmundsson, 9.5.2014 kl. 23:07
Hinir svokölluðu Evrópusinnar eru ekkert minna en blekkjarar og lygalaupar. Framsalssinar sem vita vel að aldrei var um neina samninga að ræða. Munið bara að ESB er ekki Evrópa. Langt í frá.
Elle_, 9.5.2014 kl. 23:08
já já Elle_ - þú getur hraunað yfir okkur esb sinna eins og þú vilt þar til þú verður blá í framan en ... sannleikurinn er okkar megin. ekkert breytir því
Rafn Guðmundsson, 9.5.2014 kl. 23:30
Reyndar ekki, sannleikurinn er að stefna beggja flokka ríkisstjórnar er hreint og klárt að hafna aðils að ESB, og þó einhverjir kandidatar segðu eitthvað í hita leiksins í kosningabaráttu, þá er það samt sem áður stefna þessara flokka að afturkalla umsóknina, sem betur fer og því fyrr því betra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2014 kl. 23:37
Rafn, þið Kristmann munuð ekkert skilja fyrr en þið farið að lesa. Þið gerið það ekki. Þið kastið drullu og skít og þið trúið blekkingum og ósannindum í mönnum eins og Benedikt, Eiríki, Illuga og Össuri og hans vegvillta flokks.
Elle_, 9.5.2014 kl. 23:39
Og svo var ég ekki að tala um þig að ofan (23:08), Rafn. Veit alveg að þú ert ekki einn af þeim sem veist þetta.
Elle_, 9.5.2014 kl. 23:59
Ríkisstjórnin verður að fara að klára þetta mál sem hún var kosin til,talaði við einn þingmanna í gær hann hvað ekki vinnast tími til að klára fyrir sumarfrí. Þeir munu sjá hvaða þolinmæði við höfum.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2014 kl. 00:02
helga - málið er búið - næst þegar við kjósum þá verður valið um esb eða ekki - vonandi kjósum við bara sem fyrst
Rafn Guðmundsson, 10.5.2014 kl. 00:07
Þessi lygaáróður Kristmanns sem krata landssöluliðar þrífast á er,,enginn samningur,?? vitleysan ríður ekki við einteyming,þarf að stafa oní´ykkur reglum ESb. sem þekkt eru sem acquis,sem er franska og þýðir ,,það sem samþykkt hefur verið,.Um hvern andsk. á þá að kjósa auk þess sem meira en 70% þjóðarinnar er algjörlega mótfallin því að þið snertið okkar heilöga fullveldi. Þessi kafli sem Esb og Össur urðu að stoppa,verður ekki opnaður það er feigðarflan,við munum ekki gefa hætishót eftir.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2014 kl. 00:17
helga - þegar á reynir þá er ég viss um að eingöngu 7% séu á móti en ekki 70% eins og þið nei sinnar segið alltaf.
Rafn Guðmundsson, 10.5.2014 kl. 01:09
Ofurbjartsýnn ertu, Rafn, í þinni ESB-trú, og þvert er það gegn öllu því sem vitað er um afstöðu þjóðarinnar (í öllum skoðanakönnunum frá því að landlausa Össurargengið sótti um er yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra á móti því að Ísland fari inn í Evrópusambandið).
Og HÉR! sést á hátíðlegri yfirlýsingu ESB að þeir fullveldissinnar, sem á þessari síðu minna á, að "the accession process" snýst ekki um "samninga" (negotiations) um að "fara fram hjá" lögum ESB, hafa á alveg réttu að standa.
Og ímyndaðu þér ekki, að með síðasta innleggi þínu til Helgu hafir þú stungið upp í þá baráttukonu; hún sefur nú eflaust svefni hinna réttlátu.
Jón Valur Jensson, 10.5.2014 kl. 04:12
Hvaða "samning" er verið að tala um? ÞAÐ ER ENGINN SAMNINGUR, BARA TÍMABIL TIL ALGERRAR AÐLÖGUNAR.
Jón Logi Þorsteinsson, 10.5.2014 kl. 07:22
Það er ekki til neins að rökræða við þig Mannsi minn. Þú ert álíka sveigjanlegur og rökheldur og veggurinn sem þú lýsir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei komist í meirihluta og því orðið að gefa margt eftir með samningum við aðra.Til dæmis vörugjöld á saumavélum og þvottavélum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er svo notað til að afsaka hvað þetta er miklu dýrara hér á landi en annarsstaðar. ELKO lagaði dæmið eitthvað fyrir neytendur.
Ég man líka þá tíð þegar þú borgaðir Villa Egils laun fyrir að vera framkvæmdastjóri Verslunarráðsins sem var á móti skatti á verslunarhúsnæði. Þú lækkaðir ekki kaupið hjá honum þrátt fyrir að hann ítrekað færi niður á þing og greiddi atkvæði með skattinum. Það sýnir hversu óbifanlegur veggur þú ert fyrir hugsjónum þínum. Skiljanlegt að þú sért gamall og bitur út í Sjálfstæðisflokkinn.
Með og á móti kemur fram í rifrildinu sem á eftir Mannsa fylgir. Þær elskurnar mínar í gegn um árin Elle og Helga eru fullfærar að berjast við hvern sem er fyrir sannfæringu sinni. Ásthildur Cesil er líka vígfær og svo fer enginn í gegnum hann Jón Val þegar kemur á vígvöllinn.
Jón Logi hittir naglann á höfuðið þegar hann skilur að aquis ere ekki samningur eða pakki til að kíkja í hvað sem Evrópusinnarnir þeyta lygasnældu sína oft og lengi.
Halldór Jónsson, 10.5.2014 kl. 08:42
Víst var lofað þjóðaratkvæðisgreiðslu. Að halda öðru fram er lygi. Svo talar Halldór hér um landsfundinn. Ef að Landsfundurinn er sá sem valdið hefur að þá verðið þið sjálfstæðismenn náttúrulega að taka á þeim þingmönnum sem lofa upp í ermina á sér gegn ályktun landsfundar eins og gert var fyrir kosningarnar.
Baldinn, 10.5.2014 kl. 15:54
----> HÉR í grein í kvöld!
"Baldinn" o.fl. ESB-sinnar hér mættu raunar lesa þetta að auki:
Landsfundur talaði skýrt
Eftir Sigríði Ásthildi Andersen (Mbl. 20.2. 2014)
"Landsfundur hafnaði því að gert skyldi hlé á viðræðunum en samþykkti að aðildarviðræðum yrði hætt."
Stefna Sjálfstæðisflokksins í málefnum Evrópusambandsins er ákaflega skýr. Hana mótaði síðasti landsfundur, æðsta vald í málefnum flokksins. Í fyrsta lagi er stefna Sjálfstæðisflokksins sú að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið. Í öðru lagi, og það er mjög mikilvægt, tók landsfundur þá skýru ákvörðun að Sjálfstæðisflokkurinn vill að aðildarviðræðum verði hætt. Þótt slík stefna liggi auðvitað í augum uppi, fyrst flokkurinn vill að Ísland standi utan Evrópusambandsins, var mjög mikilvægt að landsfundur kvæði skýrt á um að aðildarviðræðum yrði hætt.
Landsfundur sagði meira
En landsfundur sagði ekki aðeins að aðildarviðræðum yrði hætt. Fundurinn gerði fleira og það skiptir einnig verulegu máli. Það var nefnilega lagt til, í upphaflegum drögum að ályktun, að stefna Sjálfstæðisflokksins yrði sú að gert yrði „hlé“ á aðildarviðræðunum. Því hafnaði landsfundurinn. Landsfundur beinlínis hafnaði þeirri tillögu að gert yrði hlé á viðræðunum og ákvað að stefna Sjálfstæðisflokksins væri þvert á móti sú að viðræðunum skyldi slitið. Það var í þessu samhengi sem fundurinn bætti því við að slíkar viðræður, sem þá skyldi búið að slíta, skyldu aldrei hafnar aftur án þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðaratkvæðagreiðslan var varnagli. Þannig er stefna flokksins auðvitað ekki sú að efnt skuli til atkvæðagreiðslu núna, um það hvort aðlögunarviðræðunum verði haldið áfram. Landsfundur, æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins, tók af skarið. Viðræðunum skal einfaldlega slitið. Og að því búnu skal það tryggt að aldrei verði farið aftur í slíkar viðræður án þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta var allt skýrt
Til að ekkert færi milli mála var forysta flokksins sérstaklega spurð á landsfundinum um skilning sinn á þessu skýra atriði, áður en greidd voru atkvæði um ályktunina. Formaður flokksins svaraði fyrirspurninni á fundinum og skildi ályktunina auðvitað eins og blasir við að skilja hana, að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki efna til atkvæðagreiðslu um „framhald viðræðna“, enda væri landsfundurinn að ákveða að stefna flokksins væri sú að ekki yrði gert neitt hlé á viðræðum, heldur skyldi þeim slitið. Formaðurinn bætti við að slík kosning kæmi svo ekki til greina, nema flokkar, sem hefðu skýra stefnu um að ganga í Evrópusambandið, fengju meirihluta í þingkosningum. Í síðustu þingkosningum urðu úrslit svo þau að þeir tveir flokkar sem áhuga hafa á inngöngu í Evrópusambandið fengu rúmlega 20% fylgi.
Málið liggur ljóst fyrir
Allt ber að sama brunni. Mikill meirihluti lýðræðislega kjörinna alþingismanna vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið. Hvorugur ríkisstjórnarflokkurinn vill það. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins, æðsta vald í málefnum flokksins, hefur markað þá skýru stefnu að flokkurinn vilji ekki „hlé“ á viðræðum heldur að þeim sé slitið og að eftir slík slit megi ekki fara af stað í nýjar viðræður án leyfis þjóðarinnar. Þeir flokkar, sem vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið, fengu rúm 20% atkvæða í síðustu þingkosningum. Við þessar aðstæður blasir við að alþingi á að gera það eina rétta og afturkalla inngöngubeiðni Íslands í Evrópusambandið. Það þurfti enga þjóðaratkvæðagreiðslu til að senda þá inngöngubeiðni og það þarf auðvitað enga þjóðaratkvæðagreiðslu til þess að afturkalla hana, allra síst við núverandi aðstæður. Alþingi vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið og við þær aðstæður er fráleitt að Ísland haldi áfram að vera umsóknarríki að Evrópusambandinu. Þetta skilja allir nema áköfustu Evrópusambandssinnar landsins.
Höfundur er lögmaður og varaþingmaður.
Jón Valur Jensson, 10.5.2014 kl. 23:50
Af einhverjum óútskýrðum ástæðum, Halldór minn, vildi hann nafni þinn Blöndal ekki birta eftirfarandi í Vísahorni sínu í Morgunblaðinu:
Eftir lestur snilldargreinar Björns Bjarnasonar í Mbl. 24. marz 2014 reit Jón Valur Jensson þessa nærfærnu lýsingu á ESB-viðræðum vinstri stjórnar og árangri þeirra:
Þótt spélegur spraðurbassi
sig spóki með ESB-skassi
á málfundum oft,
fer allt upp í loft,
unz smellur í rauðum rassi.
Jón Valur Jensson, 11.5.2014 kl. 01:36
Baldinn fola þarf yfirleitt að temja til betri siða. Vill hann ekki bara tilfæra dæmin þar sem þetta var sagt skýrum orðum og hvert umboðið var sem fyrir hendi var í stað þessa að segja sífellt þú lýgur því samt eða álika tuggur.
Jón Valur, hann nafni minn Blöndal tekur nú ekki við skilaboðum frá hverjum sem er, það veit ég eins og þú. Það er yfirleitt enginn spámaður í eigin föðurlandi
Halldór Jónsson, 11.5.2014 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.