Leita í fréttum mbl.is

Hvað á að gera?

í þessum kjaradeilum? Finnst fólki það í lagi að einhverjir aðilar í litlum félögum geti tekið líf þess i gíslingu í deilum við óskyldan aðila?

Þetta var svona í Bretlandi munið þið? Það var alltaf verkfall í Bretlandi og lífskjör Breta drógust hratt aftur úr öðrum þjóðum. Þá kom Margrét Thatcher  og leysti þetta mál. Ég veit ekki hvernig en hún leysti það og leiðin hefur verið upp á við hjá Bretum alla tíð síðan. 

Misráðnasta pólitíska aðgerð allra tíma á Íslandi var að veita opinberum starfsmönnum verkfallsrétt. Þetta er þjóðarnauðsyn að afturkalla.

Skyldu  flugmenn halda að hæfi vinnuveitandans til að greiða þeim hærri laun aukist við að þeir taki honum milljarða blóð? Koma þau verðmæti sem glatast í verkfalli nokkurn tíman aftur? Segjum svo að látið verði undan þeim, þá koma flugfreyjurnar. Hvernig er hægt að auka gjaldfærni vinnuveitandans? Jú, einfaldlega með að hann selji þjóðinni gjaldeyrinn sem hann aflar dýrar. Gengisfall heitir það. Þá borga aldraðir og öryrkjar sinn skerf í hækkuðum launum flugstjórans úr 1.6 milljón á mánuði í tvær. Og svo viðbótina til flugfreyjanna ofan á það.

Enda hvern varðar um aldraða eða öryrkja, þetta síkvartandi lið sem engu skilar. Er ekki bara ódýrast að senda þeim bara Smith&Wesson komplett með einu hylki.  Enda hvern varðar um einhvern þjóðarhag þegar við stefnum hraðbyri í að vera ekki nein sérstök þjóð heldur samsafn af alþjóðasinnuðum þrýstihópum?

Af hverju selja Flugleiðir þessum starfsmönnum sínum ekki bara sjálfdæmi um kjörin?  Þeir raði sér sjálfir  upp í launatöflu,  flugstjórar, flugmenn, flugfreyjur, hlaðmenn, skrifstofumenn osfrv. Afturkallaðir verði á móti allir "kjarasamninga", uppsagnafrestir og starfsaldurslistar.   Einstakir starfsmenn verði ráðnir án allra svonefndra "réttinda" utan friðarskyldu. Sama sé gert við ríkisstarfsmenn.

Hvað ætlar þetta lið að gera ef félagið fer á hausinn vegna verkfallsáhrifa? Hvað gerði Reagan við flugumferðarstjórana? Eru samningsaðilar alveg  varnarlausir þegar allt kemur til alls? Má ekki lögsækja starfsmenn fyrir tjóni sem þeir valda með verkfallahegðun sinni? Löglega boðuðum eða ekki?

 Hvern fjandann á annars að gera? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

LAUSNIN í öllum þessum verkfalls-aðgerðum er að koma á

VERKTAKA -fyrirkomulagi.

Eins og þegar að smiðir bjóða í verk.

=Allir skili inn tilboðum í lokuðum umslögum.

Jón Þórhallsson, 12.5.2014 kl. 09:32

2 Smámynd: Kristmann Magnússon

Kannski ekki svo galin hugmynd hjá Jóni.

En getur einhver sagt mér hver fann upp launastigana. þ.e.a.s. hvað verkamaðurinn á að hafa, hvað sjómaðurinn, hvað kennarinn, hvað flugmaðurinn o.s.frv. Það virðist einhver hafa fundið upp einhvern furðulegan launastiga, sem aldrei má breyta. Það má aldrei breyta neinu eða lagfæra neitt án þess að allir fyri ofan heimti spmu hætkkanir og sá fékk sem var fyrir neðan hann.

Mikið rosalega hefur sá eða þeir verið klárir sem fundu upp þennan upprunalega launastiga fyrst engu má breyta eftir öll þessi ár.

Kristmann Magnússon, 12.5.2014 kl. 11:59

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt verkföll opinberra starfsmanna yrðu bönnuð myndi það engu breyta um þessa vinnudeilu núna. Voru það ekki opinberir starfsmenn hjá Isavia sem voru að semja þannig að þeirra vinnudeila olli ekki tjóni?

Ómar Ragnarsson, 12.5.2014 kl. 21:49

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég held nú reyndar að þessi útboðshugmynd sé verulega galin. En lausnin væri hugsanlega að kjararáð uppfærði laun allra stétta á sama hátt og með æðstu embættismenn þjóðarinnar. Þá sætu líka allir við sama borð.Þá væri líka hugsanlegt að festa gengi ,verðlag og laun til 2-3. ára í senn( t.d.) og uppfæra síðan allan pakkann fyrir næsta tímabil. Þannig fæst meiri stöðugleiki í þjóðfélaginu.

Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2014 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 3420091

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband